Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 82
8o
Bernard Williams
sem fólgið er í slíkum hugtökum alvarlega, þá eru sögulegar skírskotanir til
staðar - þau gefa til kynna aðra sögu. Enn og aftur, það sem okkur finnst um
þessa hluti hefur áhrif á sýn okkar á samtímamenn með óh'k viðhorf, viðhorf
sem veita viðhorfum okkar samkeppni. Að segja einfaldlega að þetta fólk
hafi rangt fyrir sér á okkar forsendum er að snúa sér að sama þunnildisstef-
inu og við höfum þegar heyrt sem höfnun gegnum aldirnar. Það skiptir máli
hvers vegna þetta fólk trúir því sem það trúir; til dæmis, hvort við getum með
góðu móti einfaldlega litið á viðhorf þess sem úrelt, tjáningu einhverrar skip-
anar sem vill svo til að hefur komist af inn í alþjóðaumhverfi þar sem hún
getur ekki enst, hvorki félagslega né vitsmunalega. Þetta skiptir máli, bæði til
að sannfæra óskuldbundna aðila, eins og ég hef þegar sagt, en einnig til að
öðlast skilning á hinum með tilliti til okkar sjálfra — og þar með á sjálfum
okkur með tilliti til þeirra. Jafnvel hvað snertir þá þætti viðhorfs okkar sem
eiga sér engar frekari réttlætingar, geta þó fundist útskýringar sem hjálpa við
að staðsetja þá með tilliti til keppinauta þeirra.
Öllu öðru fremur getur sögulegur skilningur — nú leyfi ég mér kannski að
segja, í víðara samhengi, félagslegur skilningur - hjálpað við það verkefni, sem
er nokkuð áreiðanlega heimspekilegt verkefni, að greina milh þeirra óhku
hátta sem ýmsar hugmyndir okkar og athafnir geta haft á að virðast óyfirstíg-
anlegar, að láta líta út fyrir að aðrir valkostir séu óhugsandi. Sem leiðir okkur
aftur að Wittgenstein. Wittgenstein hélt því fram með afdrifaríkum hætti, og
réttu, að réttlætingar ættu sér endamörk, að á ýmsum stöðum rekum við okk-
ur á staðreyndina að „á þennan veg höldum við áfram“. En, ef mér leyfist að
ítreka nokkuð sem ég hef þegar haft orð á alloft,14 það skiptir sköpum hver
þessi „við“ eigum að vera; það geta verið ólíkir hópar í óhku heimspekilegu
samhengi. Það getur í mesta lagi átt við, líkt og ég hef komið inn á áður, hvaða
skepnu sem þú og ég getum ímyndað okkur að við skiljum. Eða það getur átt
við sérhverja mannskepnu, og þá geta algild skilyrði mannlífs, að meðtöldum
afar almennum sálfræðilegum eiginleikum, skipt máli. Eða það getur átt við
aðeins þau sem þú og ég eigum langtum meira sameiginlegt með, svo sem
dæmigerð nútíma-viðhorf. Wittgenstein sjálfur hlaut áhyggjur af mörkum
skilningsins í arf frá Kant, áhuga á skilyrðum merkingar tungumáls frá Frege
og Russell og frá sjálfum sér sýn á heimspeki sem afar einkennilegt og jafn-
vel sjúklegt framtak. Þessi áhrif beindu honum að almennustu spurningum
heimspekinnar og þar með að víðum skilningi á orðinu „við“, en sameinuðust
hka um að sannfæra hann um að heimspeki hefði ekkert með útskýringar að
gera - ekki aðeins vísindalegar útskýringar (hann var sannarlega óvísindaleg-
astur heimspekinga), heldur hvaða skýringar sem er að heimspekilegum
skýringum undanskildum: og þær voru í raun ekki eins og aðrar útskýringar,
heldur hkari údistunum eða áminningum. I þessum skilningi beindust hætt-
ir hans á að stunda heimspeki, og raunar efasemdir hans, enn að hugtekningu
á viðfangsefni heimspekinnar sem einkanlega apriori. Það er skilningur sem
við höfum góða ástæðu til að efast um, eins og hann gerði raunar sjálfur.
14 Sjá t.d. „Wittgenstein and Idealism“, endurprentuð í MoralLuck (Cambridge University Press, 1981).
Spurningin um hughyggju er þessu máli hér ekki viðkomandi.