Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 119
Islenskur Nietzsche við aldamót
n 7
ofurmennisins.“ Síðar í kaflanum um Nietzsche útfærir Gunnar þetta í ítar-
legra máli sem verðskuldar lengri tilvitnun:
Ofurmenni Nietzsche er enginn hirðir sem verndar sína hjörð og
leiðir hana til fiillkomnunar. Eini tilgangur múgsins er að sjá þess-
um ofurmennum farborða - líkt og aðlinum áður en kristindómur
og sósíalismi spifltu hjörðinni; en ofurmennum kemur hinn fyrirlit-
legi manngrúi ekkert við [...]. Lífið getur aðeins þróast með því að
fyfta hinum fáu á kostnað hinna mörgu, öll hámenning stendur sem
píramídi á afar breiðum grunni. Ofurmennin verða hinir nýju lá-
varðar og löggjafar í heimsstjórn. Þeir eiga að hafa hin æðstu völd, -
en láta sér þó nægja að standa að baki stjórnendum, sem þeir nota
sem verkfæri sín. Ofurmennið, segir Nietzsche, er háandlegt, fagurt
og gott. Það er enginn barbari. - En til að taka af öll tvímæli um það,
að þessi orð eigi ekki að skilja á kristilega vísu, tekur Nietzsche það
fram að ofurmennið muni líkjast meir Cesare Borgia en Parsifal. I
návist herrans ber hjarðmenninu að láta sem minnst fyrir sér fara, og
taka eins lítið rúm, kraft og sólskin frá hinum eðalbornu og hægt er.
[...] Þetta er leið hinna fáu. Sauðsvartur almúgurinn getur aldrei gert
sér vonir um að hið háa takmark sé á nokkurn hátt tengt honum.
Grundvallar-misskilningur: að tengja markmiðin fjöldanum. Fjöld-
inn er hjálpargagn, ekki meir! A öðrum stöðum tekur Nietzsche af
öll tvímæli um, að eingöngu fáir útvaldir geti orðið ofurmenni. Hin-
ir eru hjálpartæki sem er sjálfsagt að arðræna. ,Nú eru menn alls
staðar að gaspra um þjóðfélag án arðráns. I mínum eyrum lætur það
eins og mönnum væri lofað lífi án líffærastarfsemi.1 \Jenseits von Gut
und Böse 259] Það leiðir af kenningu Nietzsche, að arðrán og kúgun
er nauðsyn, sprottin af sjálfu grundvallareðli lífsins. (57-58)
Þótt Gunnar sé hér á svipuðu reiki og margir íslenskir Nietzsche-túlkendur
á fyrri hluta aldarinnar er hann þó nákvæmari en margir forverar hans hvað
varðar tilgang ofurmennisins: Markmið ofurmennisins ber ekki að tengja
fjöldanum sem er í mesta lagi hjálpargagn sem ekki getur átt von á því að
arðrán hans verði endurgoldið með neinum hætti. Ofurmenninu er á engan
hátt ætlað að vinna í þágu alls mannkyns, hagur hjarðmennisins kemur því
ekki við. Ofurmennið arðrænir fjöldann á leið sinni á tindinn og arðránið er
því eðlislægt, þ.e. lífið knýr ofurmennið til að arðræna undirmenni. Og þótt
það sé enginn barbari vísar Gunnar tilraunum til að ljá því kristilegt yfir-
bragð á bug. Túlkun Gunnars fer einnig saman við eldri íslenskar túlkanir
þess eðlis að ofurmennið sé ekki aðeins innhverft ofurmenni heldur beinist
vilji þess til valds einnig að öðrum. Jafnframt undirstrikar hann að Nietzsche
haldi því ekki fram að allir geti orðið ofurmenni.
Annað sem vekur áhuga í kaflanum um Nietzsche er greinarmunur sem
Gunnar gerir á tveimur ólíkum tegundum aðdáenda hugsuðarins: