Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 162
i6o
Michael Hardt ogAntonio Negri
um efnislegu birtingarmyndum, getur heimsvaldaréttur í besta falli sýnt að
vissu marki hina undirliggjandi hönnun nýrrar samsetningar á heimsskipan-
inni, og er í raun ófær um að skilja vélina sem setur hann í gang. Greining
okkar verður frekar að beina athyglinni að þeirri vídd lífvaldsins sem snýr að
framleiðslu.30
Framleiðsla lífs
Spurningin um framleiðslu í samhengi við lífvald og stýringarsamfélag leið-
ir eigi að síður í ljós raunverulegan veikleika í verkum höfundanna sem hafa
látið okkur þessi hugtök í té. Við ættum þá að skýra þær víddir í verkum
Foucaults sem varða „lífafl" eða lífpólitík út frá hreyfiöflum framleiðslunnar.
Um miðjan áttunda áratuginn hélt Foucault því fram í nokkrum verkum að
ekki væri unnt að skilja framganginn frá hinu „fullvalda“ ríki ancien régime-
tímabilsins til „ögunar“-ríkis nútímans án þess að gera ráð fyrir því hvernig
kapítalísk auðsöfnun tók hið lífpólitíska samhengi í þjónustu sína stig af
stigi: „Stýring samfélagsins á einstaklingum fer ekki einungis fram í gegnum
meðvitund eða hugmyndafræði, heldur einnig í líkamanum og með líkam-
anum. Lífpólitíkin skiptir kapítalismann höfuðmáli; hið lífræna, hið líkam-
lega, hið áþreifanlega.“31
Einn megintilgangurinn með rannsóknaraðferðum hans á þessum tíma var
að komast út fyrir þær tegundir sögulegrar efnishyggju, þ.á m. ýmis afbrigði
marxískrar kenningar, sem töldu vandkvæði valds og félagslegrar endurfram-
leiðslu á sviði yfirbyggingarinnar vera aðskilin frá hinu raunverulega fram-
leiðslusviði grunnsins. Foucault reyndi þannig að færa vanda samfélagslegrar
endurframleiðslu og alla þætti hinnar svokölluðu yfirbyggingar aftur inn á
svið hinnar efnislegu undirstöðuformgerðar og skilgreina þetta svæði ekki
aðeins hagfræðilega, heldur einnig út frá menningarlegum, líkamlegum og
huglægum þátmm. Við getum þannig skilið hvernig Foucault fullkomnaði
hugmynd sína um félagslega heild og sjáum hana síðan í verki á næsta skeiði
hugsunar hans, þar sem hann afhjúpaði í dagrenningu útlínur stýringarsam-
félagsins í formi virkrar valdsmyndar sem gegnsýrir alla lífpólitík samfélags-
ins. Svo virðist þó sem Foucault hafi aldrei tekist - jafnvel þegar hann gerði
sér með áhrifamiklum hætti grein fyrir lífpólitískum sjóndeildarhring sam-
félagsins og skilgreindi hann sem íverusvið - að slíta hugsun sína frá þeirri
30 Rekja mætti mjög athyglisverða umræðu sem hefur á áhrifaríkan hátt þróað túlkun Foucaults á líf-
valdi allt frá lestri Jacques Derrida á „Critique of Violence" („Force of Law“, Drucilla Cornell, Mic-
hel Rosenfeld og David Gray Carlson ritstj., Deconstruction and the Possibility of Justice [New York:
Routledge, 1992], bls. 3-67) eftir Walter Benjamin og fram að nýlegra og meira örvandi framlagi Gi-
orgios Agamben, Homo sacer: ilpotere sovrano e la nuda vita (Turin: Einaudi, 1995). Okkur virðist þó
skipta höfiiðmáli að öllum þessum umræðum verði snúið aftur að spurningunni um þær víddir „bios“
sem varða framleiðslu, og skilgreini með öðrum orðum efnishyggjuvídd hugtaksins fram úr sér-
hverjum algjörlega náttúrulegum (lífið sem „zoé“) eða einfaldlega mannfræðilegum skilningi (eins og
Agamben hættir til að gera, sem veldur því að hugtakið verður í raun áhrifalaust).
31 Michel Foucault, „La naissance de la médecine social", Dits et écrits (París: Gallimard, 1994), III.
bindi bls. 210. [Aths. þýð.: ‘líkamlegt’ er þýðing á somatic og ‘áþreifanlegt’ þýðing á corporeal.]