Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 128
I2Ó
Davíð Kristinsson
til neitt siðferði sem hæfir öllum mönnum hæfa engaí dyg(g)ðir öllum;
dygðir hæfa fágætum mönnum, dyggðir öðrum.84 Siðferði og dyg(g)ðir geta
ekki náð til allra og sama er að segja um þá systurgrein siðfræðinnar sem
gjarnan er nefnd „lífsspeki“, en Vilhjálmur talar á einum stað um „lífsspeki
Nietzsches“ (148). I grein Vilhjálms er að finna gott dæmi um þetta þegar
hann ræðir umfjöllun Nietzsches um „vínandann sem hafi eitrað Evrópu."
(150) Hann bendir á að í Ecce Homo (2:1) ráðleggi Nietzsche „andans mönn-
um að drekka vatn.“ Ahersla Nietzsches sjálfs á manngerðina sem um ræðir
(andans menn) er hér ekki síður mikilvæg en hin orðsifjafræðilega ábending.
Með sama hætti og það er Nietzsche fjarri að tala um siðferði, dyg(g)ðir og
lífshætti sem ætlaðir séu öllum, þar sem ekkert hæfir öllum jafnt, er það
Nietzsche fjarri að ráðleggja öllum mönnum vatnsdrykkju. I þeim tilvikum
sem hann sýnir ekki greinarmuninn með einhverjum hætti er ávallt villandi
að lesa Nietzsche svo að hann eigi við siðferð/á, dyg(g)ðirnar, hinn góða lífs-
máta sem hæfi öllum mönnum.
Þótt hér virðist vera um að ræða róttæka höfnun á klassískri siðfræði,
dyg(g)ðasiðfræði og lífsspeki reynist Vilhjálmur þegar á líður of hefðbund-
inn siðfræðingur til að draga þær róttæku ályktanir sem afstaða Nietzsches
kallar á, og of upptekinn við að sýna Nietzsche í ljósi hefðbundinnar sið-
fræði. Þannig segir hann að þótt bókartitillinn Handan góðs og ills „feh í sér
tilraun til að stíga út yfxr hugsunarhátt þrælasiðferðisins, þá er ekki þar með
sagt að öllu siðferði sé hafnað.“ En þótt langt mál hefði þurft til að útskýra
síðasta hluta setningarinnar fylgir Vilhjálmur fullyrðingunni lítið eftir og
ýjar þannig að því að heimspeki Nietzsches sé með einhverjum hætti hluti
hefðbundinnar siðfræði. En ef Nietzsche er fylgjandi ákveðnum gildum sem
ná aðeins til afmarkaðs hóps jafningja viljum við þá nefna slík gildi „siðferði"
líkt og ekkert hafi í skorist? Er ekki Nietzsche þannig kominn handan „sið-
ferðisins“ í hefðbundnum skilningi þess orðs? I orðskýringum við Siðfræði
Páls Skúlasonar má lesa það sem flestir siðfræðingar eru á einu máh um:
„[Sjiðfræðin [...] miðar að altækri þekkingu á mannlegu siðferði almennt og
yfirleitt fremur en siðferði tiltekins samfélags eða hóps.“ (216) Þar sem
Nietzsche hefur engan áhuga á „altækri þekkingu á mannlegu siðferði" held-
ur í mesta lagi á siðferði tiltekins samfélags eða hóps, er hann samkvæmt
þessum ráðandi mælikvarða siðfræðinnar ekki réttnefndur siðfræðingur. En
Vilhjálmur dregur engar róttækar heimspekilegar ályktanir af sérkenni
Nietzsches og heldur þannig áfram að ræða um tengsl Nietzsches við sið-
ferði, siðfræði og lífsspeki líkt og ekkert hafi í skorist. Hann dregur engar
áhugaverðar ályktanir af því sem er óvenjulegt frá sjónarhóli siðfræðinnar,
þ.e. þeirri staðreynd að siðagagnrýnin er „söguleg greining Nietzsches á
mannlegu siðferði." (156) Vilhjálmur minnist á „sifyafræði" í þessu samhengi
en ræðir þó ekki þá staðreynd að hin sögulega sifjafræði grefur undan hefð-
bundinni siðfræði. Það er hins vegar annar þáttur sem vekur meiri athygh
84 „Nietzsche keeps some of his sharpest vituperation for those who try to impose social rules and a code
of behaviour which shall be uniform throughout the community." (Foot, „The Revaluation of Valu-
es“, s. 91)