Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 19
,Merleau-Ponty varfrumlegri en nokkuð sem póststníktúralistarnir gerðu “ 17
hefSi áttað sig á hinu og þessu á undan honum. Árið 1984 tók ég þátt í ráð-
stefnu sem háskólinn í Bielefeld hélt til heiðurs Elias, þá rúmlega áttræðum.
Foucault var boðið, og hann hafði látið í ljós mikinn áhuga á beinu sambandi
við Elias (þeir höfðu aldrei hist). Hann kom ekki, og enginn vissi hvernig á
því stóð. Nokkrum dögum síðar fréttist að hann væri látinn.
Þú viðrar á einum stað pá skoðun pína að frönsk póst-fyrirbærafræði (sem enn
bíður viðtöku á Islandi) se'frumlegri en póststrúktúralisminn. Eru ekki fullyrð-
ingar af pessu tagi fremur ódýr leið til að gera lítið úrpeirri heimspeki sem mað-
ur er lítt hrifinn af— eða erpetta dómur sem styðja má rökum ?
Eg held að hægt sé að sýna fram á (þótt of langt mál yrði að fara út í það hér)
að umbreytingin á hugmyndum Husserls hjá Merleau-Ponty hafi verið
frumlegri en nokkuð sem póststrúktúralistarnir gerðu við Nietzsche eða
Heidegger. Hvað hið hugmyndasögulega samhengi snertir er líklega best að
gera greinarmun á tveim þróunarstigum: Ég ræði um „póst-forskilvitlega
fyrirbærafræði" í sambandi við hina róttæku endurtúlkun fyrirbærafræðinn-
ar hjá Merleau-Ponty. A því byggja svo síðari innlegg þeirra sem ég vil frek-
ar flokka undir „póst-fyrirbærafræði“. Þar á ég við menn sem halda sig mest
á landamærum heimspeki, félagsfræði og stjórnmálafræði, sér í lagi Cornel-
ius Castoriadis, Claude Lefort og Marcel Gauchet; meðal hreinræktaðra
heimspekinga má helst nefna frönskumælandi Belgíumann, Marc Richir.
Habermas ogfylgismenn hans gagnrýna gjarnan póststrúktúraliska hugsuðifyrir
að vera ekki forskrifandi (normatífir). Telurðu mikilvægt að samfélagskenning sé
forskrifandi að heetti Habermas? Og erupín skrifforskrifandi ípessum skilningi?
Ég held ekki að samfélagskenningar eða sögutúlkanir eigi að vera forskrif-
andi á þann hátt sem sjá má hjá Habermas - þar er enn um samfellu túlk-
ana, rannsókna og forskrifta að ræða. Að vísu eru tengslin lausari í síðari
verkum hans (frá og með Faktizitát und Geltung. Beitráge zur Diskurstheorie
des Rechts und des demokratischen Rechtsstaates, 1992), en mér sýnist ekki að
nein grundvallarbreyting hafi átt sér stað. Hvað póststrúktúralistana snertir
held ég að oft megi gagnrýna þá fyrir duldar og ruglingslegar forskrifandi
forsendur, frekar en að þeir hafi engar.
Ég hef verið gagnrýndur fyrir að vanrækja forskriftarhlið kenninga um nú-
tímann (sjá Wolfgang Knöbl, Spielráume der Modernisierung, 2001), og verð
víst að játa að ég hef ekki gefið henni eins mikinn gaum og ástæða væri til.
Það stendur kannski til bóta. I því máh (eins og fleirum) held ég að best sé að
taka mið af Max Weber, þótt framsetning hans sé oft óljós (og þeir sem mest
vitna í hann hafi oft ekki meðtekið nema helminginn af því sem hann skrif-
aði um þessa hluti). Hann talar annars vegar um nauðsynleg gildistengsl
(Wertbeziehung) allra túlkana og rannsókna á sviði þess sem hann kallar
„menningarfræði“, og við getum kannski kallað félags-sögulega rannsókn:
Túlkanir eru gildisbundnar, þ.e.a.s. á einn eða annan hátt tengdar sjónarmið-
um sem velja úr möguleikum og eru merkingaruppsprettur. Þannig er öll