Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 213
Vísindi, gagnrýni, sannleikur
211
Það er ekki nóg að segja að vísindi séu samsafn aðferða sem beitt er
til að afsanna fullyrðingar, sýna fram á villur, afhjúpa goðsagnir
o.s.frv. Vísindi beita einnig valdi: þau eru, bókstaflega, vald sem
neyðir einstaklinginn til að segja ákveðna hluti ef hann á ekki að
verða dæmdur úr leik, ekki fyrir að hafa rangt fyrir sér, heldur, sem
er mun alvarlegra, fyrir að vera loddari. Búið er að stofnanavæða vís-
indin með aðstoð háskólakerfisins og með takmarkandi kerfi til-
rauna og tilraunastofa.36
Vísindaleg þekking hefur gífurlegt vald, ekki eingöngu til að ákvarða hvað sé
hægt að segja án þess að teljast loddari, heldur einnig hvernig við hugsum
um tilveruna og sjálf okkur. Um leið hefur hún áhrif á athafnir okkar. Auk
þess eru vísindin og vísindaleg þekking samtvinnuð valdi, stofnunum og
samfélagi. Þau hrærast ekki í hreinum heimi óheftrar þekkingarleitar, held-
ur í flóknu, jarðbundnu og tilviljanakenndu samfélagi manna. Vert er að taka
eftir áherslunni sem Foucault leggur á tilraunir í stað vísindalegra aðferða
sem beinast að fullyrðingum. Við erum sífellt minnt á að vísindi eru afar
jarðbundin mannleg starfsemi. Rökgreinandi vísindaheimspekingar hafa
lengi lagt ofuráherslu á vísindi sem samsafn fullyrðinga (svo sem kenninga,
athugana, lögmála og aðferðafræðilegra fyrirmæla) og röklegra tengsla á
milli þeirra. Það var ekki fyrr en á níunda áratug 20. aldar sem farið var að
gefa tilraunum og starfsemi vísindamanna sérstakan gaum.37
Ef vísindaleg þekking og vísindaleg starfsemi eru samofnar valdi, ef við
erum stöðugt á valdi vísindalegrar þekkingar, hvernig getum við þá brotist
undan þessu valdi? Hvernig getum við losnað undan ofurvaldi vísindanna?
Hvaða þátt getur vísindagagnrýni átt í því? Hugmyndir Foucaults virðast
ekki gefa neina möguleika á að komast undan valdinu, frelsið er óhugsandi
að því er virðist. En þessi gagnrýni missir sjónar á eðli valdshugtaksins, hún
lítur á valdið neikvæðum augum, sem kúgandi, undirokandi og útilokandi,
sem andstæðu við frelsið. Vald getur vissulega verið kúgandi, undirokandi og
útilokandi, en það er grundvallarþáttur í hugmynd Foucaults um valdið að
það geti einnig verið skapandi, frjósamt og hvetjandi. Það er ekki hægt að
komast úr valdatengslum, nema með því að yfirgefa samfélagið. En það er
hægt að sporna við valdi og reyna að breyta stefnu þess. Einstaklingurinn
getur reynt að bæta stöðu sína og breytt valdatengslum sér í hag. Það er ein-
mitt eitt hlutverk vísindagagmýni, að breyta valdatengslum þar sem vísinda-
leg þekking notfærir sér einstaklinginn eða er kúgandi, yfirþyrmandi, útilok-
andi. Greining Foucaults á samspili þekkingar og valds gefur einstaklingnum
verkfæri til þess að takast á við ákveðna vísindalega þekkingu, til að verja
sjálfan sig fyrir valdsáhrifum hennar og jafnvel að breyta þeim valdatengsl-
36 Michel Foucault: „On Power [1978]“ í Po/itics, Philosophy, Culture, New York og London, 1988, bls.
106-107.
37 Sjá til dæmis Ian Hacking: Representing andIntervening, og umfjöllun Skúla Sigurðssonar um þá bók
í Hug, 2,1989, bls. 98-104; David Gooding, Trevor Pinch og Simon Schaffer (ritstj.): The Uses ofEx-
periment: Studies in theNaturalSciences, Cambridge og New York, 1989; og Andrew Pickering (ritstj.):
Science as Practice and Culture, Chicago og London, 1992.