Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 225
Meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki
223
reynslu. Hún sé nokkurs konar hversdagsleg upprifjun sem geti sýnt okkur
hvers konar reynsla eða hagsmunir geta verið undirrætur og aflvakar vís-
indalegra útskýringa á heiminum. Vísindin hendi reiður á fyrirbærum í
heiminum með vísindalegum aðferðum. Fyrirbærafræðin einbeiti sér aftur
á móti að því að skýra heim okkar eins og hann birtist okkur í hversdags-
legri reynslu og þannig er hann oft svo sjálfgefmn að hann sé okkur hulinn.
Til að skýra nánar hvað Critchley á við með þessari lýsingu á fyrirbæra-
fræðilegri nálgun er hjálplegt að taka dæmi. Lítum á fyrirbæri eins og tím-
ann. Með aðferðum raunvísinda er greint hvað tími er með því að mæla hann
og brjóta upp í einingar. Slíkar útskýringar beinast að hlutlægum eiginleik-
um tímans. Raunvísindi geta aftur á móti ekki höndlað reynslu mannsins af
tíma á sama hátt. Sú staðreynd að okkur finnst tími stundum líða hratt og
stundum hægt, allt eftir því hvernig okkur líður, allt eftir því hver reynsla
okkar af líðan tímans er, kemur upp um hve takmarkað hið vísindalega tak á
tímanum er. Fyrirbærafræði leitast jafnvel við að lýsa reynslu af tómi eða
neind í tíma, eins og Heidegger gerði. Frá sjónarhóli vísindahyggju hlýtur
slíkt hins vegar að teljast fásinna. Það markverða við fyrirbærafræðilega nálg-
un er hins vegar að hún býður upp á að taka alvarlega þá reynslu sem lýst er
með þessum fjarstæðukenndu hugtökum og leitast við að skýra stöðu
mannsins í heiminum í ljósi þeirra.
I lokakafla bókarinnar um meginlandsheimspeki áréttar Critchley enn og
aftur hvatningu sína til heimspekinga um að heíja sig upp yfir sundurgrein-
ingu heimspekinnar. Honum er það hjartans mál að meginlandshefð heim-
speki haldi velli sem víðast. Ekki hvað síst í ljósi þess að um þessar mundir
sýnist honum vera lægð í heimspeki í Frakklandi og Þýskalandi. Frönsk
heimspeki hafi á undanförnum áratugum veitt heilmikilli næringu inn í
heimspekina, en París er samt ekki lengur það sem hún var, að mati Crichleys.
Ekki hafi heldur komið fram jafnvígir arftakar þeirrar kynslóðar þýskra heim-
spekinga sem mest kvað að á síðasta þriðjungi 20. aldar, eins og Jiirgen Ha-
bermas, Dieter Heinrich, Ernst Tugendhat og Michael Theunissen.
Ur þeirri sögulegu nálægð sem Critchley dæmir franska og þýska sam-
tímaheimspeki er einnig erfitt að koma auga á stjörnur í rökgreiningarheim-
speki samtímans. Væri með sönnu hægt að segja að þar sé að finna heim-
spekinga sem séu jafnokar Searles og Davidsons, Putnams og Nozicks?
Vissulega er nóg af duglegum maurum, vinnudýrum sem fylla heilt bú, en
drottningarnar virðast víðs fjarri. Hugsanlega eru aðstæður öðruvísi nú en
þegar þessar stjörnur voru upp á sitt besta. Kannski er samtíminn ekki leng-
ur það sem hann var! Ef til vill er hann ekki jafn móttækilegur fyrir heim-
speki eða kannski búa heimspekingar við meiri samkeppni í slagnum um at-
hygli en áður? Heimspekin er fyrir löngu búin að tapa stöðu sinni sem
drottning vísindanna, og svo virðist sem hún sé jafnvel einnig orðin aðeins
ein grein meðal annarra innan hugvísindanna. Að vísu býr hún yfir sérstöðu
innan hug- og félagsvísinda að því leyti að hún veltir fyrir sér á gagnfyninn
hátt forsendum þekkingar sem þar er aflað, en það skipar henni ekki sess of-
ar þessum greinum. Heimspekin hefur heldur ekki farið varhluta af því fjöl-