Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 103
Islenskur Nietzsche við aldamót
IOI
Um Nietzsche segir Helgi „síður furða þó að hann sé misskilinn þar sem
hann entist ekki til að ljúka við sjálft aðalritið, sem átti að verða. En mörg
drög eru til þessa aðalverks í ritum hans, eða réttara væri ef til vill að segja:
rit hans eru öll drög til þess.“ (35) Helgi á hér við Viljann til valds sem Elisa-
beth setti saman með tónlistarmanninum Peter Gast (skírnarnafn Heinrich
Köselitz) úr eftirlátnum textabútum Nietzsches árið 1901 og varð 15. bindi
heildarútgáfu verka Nietzsches, endurútgefið og aukið árið 1906.
Eins og fleiri Islendingar veitti Helgi áhuga Nietzsches á fornsögunum at-
hygli. Hann greinir frá því að Nietzsche hafi kynnt „sér Islendingasögur og
hafði þótt mikið til þeirra koma, enda segir hann einhvers staðar á þá leið,
að í öllum heimsbókmenntunum sé engin jafnsnjöll lýsing og vottur fyrir-
mannlegs hugsunarháttar eins og Islendingasögur. Og þau orð í munni þess
manns þýða dálítið. Það var víst Georg Brandes sem hafði vakið eftirtekt
Nietzsche á Islendingasögum." (32) A heildina litið er Helgi afar jákvæður í
garð hugsuðarins og hæhr honum óspart: „Nietzsche hefir eigi aðeins til síns
ágætis frumsæi og víðsæi, heldur einnig frábæra málsnilld; aldrei hefir senni-
lega óbundin þýzka verið rituð eins og Nietzsche gerir“ (35).
Áratug síðar gagnrýnir Helgi Nietzsche í fyrsta Nýalsriti sínu Nýal.
Nokkrum íslenzkum drögum til heimsfræði oglíjfrœði (1919). Ritið hefst á eft-
irfarandi fullyrðingu: „Það sem þúsundir miljóna hafa haldið vera líf í anda-
heimi eða goðheimi, er lífið á öðrum hnöttum." (1) Síðar segir: „Menn hafa
verið ákaflega langt frá því að skilja, að guðir fornmanna eru lengra komnar
verur á öðrum hnöttum. Hvergi verður þess vart í ritum Nietzsche, að hann
hafi nokkurn tíma grunað þessi höfuðsannindi, og er það þó einmitt der
Úbermensch, æðri mannvera en mannkynið er á jörðu hér ennþá, sem öll
hans heimspeki stefnir að, af stórmikilli andagift, einsog kunnugt er. Aldrei
lætur hann sér hugkvæmast, að meir-en-mannsstiginu hafi þegar náð verið
á öðrum hnöttum — og það á ýmsan hátt - og þá auðvitað heldur ekki, að
slíkir meir-en-menn hafi haft nokkur áhrif á sögu mannkynsins hér á jörðu.“
(93) I Ennýal (1929) gengur Helgi lengra en þeir sem notast við eftirlátin
skrif Nietzsches og styðst auk þess við framliðin orð hans: „ítalskur læknir,
dr. Omero Petri, hefir eftir hinum framhðna Nietzsche: ,Tapið yður eldd í
rannsóknum á því sem er fyrir utan líkama yðar. Heimurinn er allur í yðar
(eigin) heila. Leggið stund á að þekkja sjálfa yður‘.“ (96)
Það fóru fleiri suður í lönd en Helgi. „Halldór er gáfaður æskumaður, sem
kemur dauðþyrstur ofan úr Mosfellssveit suður í heim og fer á grenjandi túr
í Evrópumenningu, góðri og illri, gamalli og nýrri“, skrifar Sigurður Nordal
um skáldið unga.36 Ári síðar bætir Halldór Kiljan Laxness í Alpýðubókinni
(1929) því við lýsingu Sigurðar að í leit sinni að „vizkusteininum [...] var
hver nýr lærdómur þrautalending“. Hann fór úr „viðurstygð lúterskunnar
[...] á náðir Tolstojs“, með viðkomu í austrænni heimspeki, Schopenhauer og
ur annar eins og verðandi-heimspekin (evólútionar-), og þaðan þykir mönnum nú fróðlegast um-
horfs. Hafa líklega engir skýrt eins vel og Nietzsche og H. G. Wells hvílíkar fúrðusýnir blasa þaðan
við.M (359)
36 Sigurður Nordal, „BókmenntaþættirM, Vaka. Tímarit handa íslendingum, 2. árg., 1928, s. 93.