Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 156
154
Michael Hardt ogAntonio Negri
Siíjafræðin sem við beitum í greiningu okkar á framganginum frá heims-
valdastefnu til Veldisins verður í fyrstu evrópsk og síðan evró-amerísk, ekki
af því að við höldum að þessi landsvæði séu einangraðar frumuppsprettur
nýrra hugmynda og sögulegrar nýsköpunar, heldur einfaldlega vegna þess að
þetta var hinn ráðandi landafræðilegi farvegur sem hugtökin og venjurnar
sem blása h'fi í Veldi dagsins í dag þróuðust í - samfara þróun kapítalískra
framleiðsluhátta, eins og við munum halda fram.11 Þótt sifjafræði Veldisins
sé í þessum skilningi Evrópu-miðuð er núverandi máttur þess ekki takmark-
aður við nokkurt tiltekið svæði. Rökvísi yfirráðanna sem í einhverjum skiln-
ingi varð til í Evrópu og Bandaríkjunum iðkar nú ofurvald sitt um allan
heim. Það sem meira er, öflin sem ögra Veldinu og eru fyrirboði um annars
konar hnattrænt samfélag eru sjálf heldur ekki takmörkuð við tiltekið land-
svæði. Landafræði þessara valkostaafla, hin nýja kortagerðarlist, bíður þess
enn að vera skrifuð - eða öflu heldur er verið að skrifa hana í dag með and-
ófi, baráttu og löngunum mergðarinnar.
Við ritun þessarar bókar höfum við reynt að gera aflt sem í okkar valdi stend-
ur til að nota breiða, þverfaglega nálgun. Röksemdafærsla okkar leitast við að
vera heimspekileg jafnt sem söguleg, menningarleg og hagfræðileg, pólitísk
og mannfræðileg. Viðfangsefni okkar krefst að nokkru leyti þessarar breiðu
þverfaglegu nálgunar, því að í Veldinu eru þau mörk sem áður kunna að hafa
réttlætt þröngar faglegar nálganir í síauknum mæli að leysast upp. I heims-
valdaveröldinni þarf hagfræðingurinn, svo dæmi sé nefnt, að hafa grunn-
þekkingu á menningarlegri framleiðslu til að skilja hagkerfið, og að sama
skapi þarf menningarrýnirinn að hafa grunnþekkingu á efnahagslegum ferl-
um til að skilja menninguna. Þetta eru skilyrði sem ætlunarverk okkar krefst.
Það sem við vonumst til að hafa lagt af mörkum með þessari bók er almenn-
ur fræðilegur rammi og verkfærakassi hugtaka fyrir kenningasmíð og að-
gerðir innan Veldisins og gegn því.12
Eins og raunin er um flestar stórar bækur má lesa þessa á marga ólíka vegu;
frá upphafi til enda, frá enda til upphafs, í brotum, með því láta hendingu ráða
hvar gripið er niður eða með því að leita samsvarana. Kaflarnir í fyrsta hluta
kynna almenn umhugsunarefni sem snúa að Veldinu. I miðhlutum bókarinn-
ar, öðrum og þriðja hluta, segjum við sögu framgangsins frá nútíma til eftir-
nútíma, eða í raun frá heimsvaldastefnu til Veldisins. Annar hluti leiðir okk-
ur í gegnum framganginn frá árdögum nútímans og til samtímans, aðallega
frá sjónarhóli hugmynda- og menningarsögu. Rauði þráðurinn í þeim hluta
er sifjafræði fuflveldishugtaksins. Þriðji hluti leiðir okkur í gegnum sama
framgang frá sjónarhóli framleiðslunnar, þar sem við skiljum framleiðslu í
11 „Nútíminn er ekki evrópskt fyrirbæri að hætti óháðs kerfis, heldur evrópskur miðpunktur." Enrique
Dussel, „Beyond Eurocentrism: The World System and the Limits of Modernity", í Fredric Jameson
og Masao Miyoshi ritstj., The Cultures of Globalization (Durham: Duke University Press, 1998), bls.
3-31; tilvitnun á bls. 4.
12 Tveir þverfaglegir textar voru okkur fyrirmynd við skrif þessarar bókar: Auðmagnið eftir Marx og Þús-
undflekar eftir Deleuze og Guattari.