Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 111
Islenskur Nietzsche við aldamót
109
for Social Research í New York á fyrri hluta 6. áratugarins. Hann segir
Nietzsche lengi hafa haldið fyrir honum vöku og á vorönn 1954 „bauðst sér-
stakt námskeið um þennan jöfiir heimspeki og skáldskapar hjá ungum inn-
flytjanda af þýskum ættum sem var doktor frá Harvard og prófessor í
Princeton, Walter A. Kaufmann.“49 Sigurður miðlaði Islendingum skömmu
síðar Nietzsche-túlkunum Kaufmanns. Arið 1956 gerðist hann blaðamaður
á Morgunblaðinu og skrifaði árið eftir greinina „Rit Nietzsche voru fölsuð"50:
„Það var hlægilegt en um leið hörmulegt, þegar þýzku nazistarnir gerðu hinn
kunna þýzka heimspeking, Friedrich Nietzsche að hálfguði og kenningar
hans um ofurmennið að átrúnaði sínum. Það var hlægilegt sökum þess að
allar kenningar hans höfðu verið rangfærðar og mistúlkaðar, rit hans fölsuð.
Það var hörmulegt vegna þess að nazistar gerðu Nietzsche að spámanni kyn-
þáttaofstækis og fáheyrðra hermdarverka. Fyrir vikið hefur þessum yfir-
burðasnillingi verið útskúfað í yztu myrkur af mörgum þeim, sem ekki vissu
hið sanna í málinu." Sigurður fer ekki jafn fögrum orðum um Förster-Nietz-
sche og Helgi er hann sótti hana heim. Það „var systir Nietzsche, frú EIiz-
abeth Förster, sem átti sök á þessum fölsunum og rangfærslum. [...] Hún hóf
að ,endurskoða‘ verk hans, fella niður það sem henni þótti miður, slíta setn-
ingar úr samhengi og gefa verkin út í því formi, sem bezt þjónaði þeim til-
gangi að gera Nietzsche að spámanni kynþáttaofstækis og Gyðingahaturs.
Meginverk hennar var í því fólgið að safna saman handritum og uppköstum,
sem hann hafði ekki gefið út og ætlaði ekki að gefa út, og setja saman úr
þeim bækur, sem hún gaf síðan út undir nafni hans.“ I Viljanum til valds „eru
um 500 ,spakmæli‘ og hugleiðingar, sem frú Förster samdi að mestu leyti
sjálf, en sumt byggði hún á uppköstum og sundurlausum ummælum frá
hendi bróður síns.“ Þannig „tókst frú Förster að gera úr Nietzsche eins kon-
ar Messías, sem lagði grundvöllinn að hugsjónafræði nazismans.“ Undir
milhfyrirsögninni „Leitandi sannleikans“ greinir Sigurður frá því að það var
„fræðari minn og vinur“, Walter Kaufmann, „sem fyrstur gerði grein fyrir
þessum stórkostlegu svikum í stórfróðlegri bók sinni um Nietzsche, en inn-
an skamms kemur út í Þýzkalandi ný og ,hreinsuð‘ útgáfa á verkum Nietz-
sche undir ritstjórn Karls Schlechta prófessors. Þá mun heimurinn fá tæki-
fséri til að sjá Nietzsche í nýju ljósi — sjá hann eins og hann raunverulega var:
einn gáfaðasti og einarðasti leitandi sannleikans, sem heimurinn hefur alið.“
Sigurður setur að lokum fram eitt jákvæðasta mat á ofurmenniskenningunni
sem litið hefur dagsins ljós í sögu íslenskrar Nietzsche-túlkunar: „Kenning
hans um ofurmennið er eitt stórbrotnasta sköpunarverk mannsandans",
skrifar Sigurður og rekur inntak kenningarinnar í stutm máli: „Ofurmennið,
sem hann dreymdi um, var ,hinn rómverski Caesar með sál Krists', þ.e.a.s.
maðurinn sem er gæddur líkamlegum yfirburðum og fær mikil völd, en hef-
ur yfirunnið sjálfan sig.“51
49 Sigurður A. Magnússon, Með hálfum huga. Þroskasaga, Reykjavík: Má! og menning, 1997, s. 328.
50 Morgunblaðið, 30. apríl 1957.
51 Sigurður bendir á ókost þess að þýða Ubermensch „ofurmenni" (að hætti Ágústs) fremur en „yfir-
menni" (likt og Helgi Pjeturss): „Á þýzkunni kemur sambandið milli nafnorðsins ,ofiirmenni‘ (Uber-
mensch) og sagnarinnar ,að yfirvinna' (uberwinden) greinilegar fram en í íslenzku þýðingunni."