Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 248
246
Ritfregnir
Sigurjón Árni Eyjólfsson: Kristin siðfrœði tsögu ogsamtíð
Hið íslenska bókmenntafélag 2004. 514 bls.
I bókinni eru dregnar upp helstu útlínur kristinnar siðfræði og þeirrar heimsmynd-
ar sem hún endurspeglar. Einkum er fjallað um siðfræði og guðfræði evangelísk-lút-
erskrar kirkju sem hefur mótast og einkennist af údeggingum á boðorðunum tíu.
Einnig er leitast við að staðsetja kristna siðfræði innan almennrar siðfræðilegrar um-
ræðu, m.a. hugmyndir manna um Jesú sem fyrirmynd siðferðilegrar hegðunar.
Tómas frá Aquino: Um lög
Þýðandi Þórður Kristinsson, inngangur eftir Garðar Gíslason, Hið íslenska
bókmenntafélag 2004. 211 bls.
Tómas frá Aquino var einn mesti hugsuður kirkjunnar á miðöldum og telst jafnframt
til merkustu heimspekinga Vesturlanda. Um lög er sá hluti af höfúðritverki Tómasar,
Summa Theologiae, sem fjallar um eðli laga og er enn í dag grundvaUarrit bæði í lög-
fræði og heimspeki.
Kristján Kristjánsson: Justifying Emotions. Pride andJealousy
Routledge 2002. 257 bls.
I þessari bók fjallar Kristján á ögrandi hátt um siðferðilegar og siðfræðilegar spurn-
ingar varðandi tilfinningar. Hann gagnrýnir hina útbreiddu skoðun að tilfmningar
hafi neikvæð áhrif á myndun réttra siðferðislegra dóma og tekur stolt og afbrýði sem
dæmi um tilfmningar sem skipta verulegu máli fyrir hið góða Hf. Hann færir rök fyr-
ir því að stolt og afbrýði, sem vaninn er að telja til „neikvæðra" tilfmninga, séu ekki
til marks um siðferðisbrest heldur hjálpi þær til við að lifa ríku og dygðugu lífi.
Stefán Snævarr: Fra Logos tilMytos. Metaforer, mening og erkjennelse
Kristjánssandi, Noregi, Sokrates 2003. 227 bls.
Logos, eða skynsemi, er gjarnan talið höfúðeinkenni og aðalsmerki vestrænnar
heimspeki. I þessari bók er óbeint vegið að þeirri hugmynd. 1 bókinni eru þrjú meg-
instef: Eðli myndlíkinga, mögulegt vitsmunalegt hlutverk þeirra og spurningin hvort
merking þeirra sé á einhvern hátt sérstök. Grunnhugmyndin er sú að ef rétt er að
myndlíkingar gegni mikilvægu hlutverki í hugsun okkar og myndlíkingar séu á ein-
hvern hátt tengdar goðsögum og frásögnum þá megi álykta að hugsun okkar sé að
einhverju leyti goðsöguleg.
Vilhjálmur Árnason: Siðjræði lífs og dauða
Háskólaútgáfan 2003. 379 bls.
Fyrri útgáfa bókarinnar kom út haustið 1993 og var endurútgefm í kiljuformi með
smávægilegum breytingum og leiðréttingum 1997.1 þeirri útgáfú sem nú kemur út
hefúr textinn verið endurskoðaður og aukinn. Til dæmis er ítarlegar en áður fjallað
um álitamál tengd tæknifrjóvgun, fósturvísarannsóknum, mannkynbótum og grein-
ingu erfðagalla á fósturstigi. Auk þess hefur töluverðu nýju efni verið bætt við, til
dæmis umfjöllum um fæðingar, erfðarannsóknir og gagnagrunna á heilbrigðissviði.