Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 44
42
Teresa Orozco
Þótt Gadamer hrærist innan miðils heimspekilegrar túlkunar hefiir maður
þó stöðugt hina þjóðernissósíalísku samtíð ritskoðunar, ofsókna, bannfær-
ingar og útlegðar fyrir augum. Þegar þetta erindi er flutt, í janúar 1934, er
varla hálft ár liðið frá bókabrennunum, táknrænum hápunkti „aðgerðanna
gegn hinum óþýska anda“.
A fundabók fyrirlestraraðarinnar, sem birtist reglubundið í tímaritinu Das
Humanistische Gymnasium, sést að þessar túlkanir voru þéttriðnar af pólitísk-
um skírskotunum, og að þær voru jafnframt skildar sem slíkar. Sá undraverði
árangur að nefna ekki beinlínis Þriðja ríkið, þótt það sé viðverandi undir
niðri, byggist á túlkunarfræði þess að gefa-að-skilja: Textinn er þannig úr
garði gerður að hann hleðst þjóðernissósíalískri merkingu innan skilnings-
sjóndeildar hins húmaníska menntageira. I kjölfarið virðist það vera afrek
áheyrandans þegar hina þjóðernissósíalísku samtíð ber að eyrum hans. I at-
hugasemdum við fyrirlestur Gadamers má - í samhljómi við þjóðernissósíal-
íska þrætubók hins „nýja manns“ - lesa: „Hinn nýi maður verður skapaður
fyrir hið nýja ríki, úr engu.“ (DHG 1934, s. 100) „Það snýst um farsæld gjör-
valls ríkisins“ (sama). „Goðsagnaskáldskapur Platons, jafnt sem samræðu-
skáldskapur hans, ber vott um sanna skáldagáfu, sem leggur sig í þjónustu
hinnar nýju mannsmyndar.“ (sama) Viðauki fundarritarans var ekki handa-
hófskenndur, heldur var honum stýrt með þáttum sem vekja aukamerkingu
umfram þá bókstaflegu. Hinn áþreifanlegi texti erindisins er riðinn þéttu
neti enduróms milli orðræða, sem lesendur dagsins í dag verða ekki
áskynja.23
Þegar Gadamer æskir þess af hinum menntaða áheyrendahópi sínum að
hann virði brottrekstur skáldanna sem ákvörðun innan ramma ríkismyndun-
ar, og nauðsyn þess að sporna við hinum „sófíska anda“, þá hendir hann á lofti
varnagla og efasemdir sem grófu einmitt um sig hjá húmaníska úrvalinu í
kjölfar bókabrennunnar. Hún var nefnilega ekki bara aðgerð gegn hinum svo-
nefndu fjandmönnum ríkisins, heldur hitti hún einnig fyrir höfunda hinnar
menntuðu borgarastéttar: við hlið marxískra bóka og rita vinstri mennta-
manna á borð við Bertolt Brecht, Kurt Tucholsky, friðarsinna á borð við Carl
von Ossietzky, Erich Maria Remarque og Franz Kafka, voru verk Thomasar
Mann, þýskufræðingsins Friedrichs Gundolf, Arnolds og Stefans Zweig og
kaþólska friðarsinnans Friedrichs Wilhelm Förster brennd. Auk árásarinnar
á vinstrivænginn, birtist þar önnur atrennustefna „aðgerðanna gegn hinum
óþýska anda.“ Hin svonefnda fagurfræðilega mannhyggja hinnar upplýsm
frjálslyndu borgarastéttar var birtingarmynd - með orðum Göbbels - þeirrar
afstöðu að „halda sig utan við“ og „standa til hliðar við“. Með þetta til hlið-
sjónar mátti skilja bókabrennurnar sem aðvörun um „innri“ landflótta.
Gagnrýni á hugsjónina um samstilltan persónuleika og hina „fagurfræði-
legu afstöðu“ (1934,131) menntamanna gegndi lykilhlutverki í inngangsfyr-
irlestri þjóðernissósíalíska uppeldis- og Nietzsche-fræðingsins Alfreds Ba-
eumler, sem hann hugsaði upphaflega til ræðuhalds við bókabrennuna.
23
Sjá ítarlegri umfjöllun í bók minni s. 45-90.