Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 110
io8
Davíð Kristinsson
Nietzsche eftir Kaufmann að rit höfundarins hafi skarað fram úr öðru sem
birst hafði um heimspeki Nietzsches fram að þeim tíma. Afrek Kaufmanns
er enn þann dag í dag óumdeilt. Hann hreinsaði heimspeki Nietzsches af
ásökunum sem ekki standast nánari skoðun og gerði heimspekinginn um-
ræðuverðan meðal fræðimanna í Bandaríkjunum og víðar. Túlkanir Kauf-
manns voru óhemju áhrifamiklar og takmörkuðust áhrifin ekki við bókina
frægu og önnur skrif heldur hafði Kaufmann þegar hann ritaði formála að
þriðju útgáfu bókar sinnar (1968) þýtt tíu verk Nietzsches og skrifað að þeim
formála og skýringar. En þótt Kaufmann hafi með vandaðri túlkun sýnt fram
á að ýmsar túlkanir sem tengdu Nietzsche við nasismann ættu ekki við rök
að styðjast gekk hann svo langt í að fegra mynd Nietzsches að hann sýndi
nánast engar hliðar á heimspekingnum sem falla illa að þessari glansmynd.
Þótt Kaufmann hafi á réttu að standa þegar hann sakar þjóðernissósíalíska
heimspekinga um að hafa leitað raunverulegrar merkingar heimspeki Nietz-
sches í aukasetningum (289) og rifið setningar úr samhengi, þá breytir það
engu um það að Kaufmann sjálfur er ekki viljalaus fánaberi sannleikans
heldur túlkandi sem hefur vilja líkt og aðrir. Og þótt Kaufmann hafi hvað
þekkingu sína á Nietzsche varðar haft mikla yfirburði í samanburði við þá
Islendinga sem túlkað höfðu Nietzsche fram að þeim tímapunkti, þá var
þeim síðarnefndu fullkomlega ljóst að um mikið grimmari heimspeking var
að ræða en þann fínpússaða Nietzsche sem kom úr smiðju Kaufmanns.
Martha Nussbaum orðar það svo að Kaufmann hafi stuðlað að þeirri ímynd
að Nietzsche væri „göfugur og harmlaus hálfkristinn móralisti."47
Heimspekingur stríðs og dauða
Lengi vel voru Georg Brandes og Harald Hoffding helsta kennivald Islend-
inga um heimspeki Nietzsches enda Kaupmannahöfn aðalfræðisetur
íslenskra menntamanna: „Flestir þeir heimspekingar sem hlutu styrk Hann-
esar Arnasonar á fyrri hluta 20. aldar stunduðu nám við Kaupmannahafn-
arháskóla og voru yfirleitt undir áhrifum [...] frá dönskum heimspekikenn-
urum [...]. Á síðustu áratugum 20. aldar hafa áhrif frá Bandaríkjunum og
Bretlandi í meira mæli sett mark sitt á íslenska heimspeki. Þar hefur mestu
ráðið að ungir, íslenskir heimspekingar hafa sótt framhaldsnám í miklum
mæli til Bandaríkjanna og Bretlands."48 Þessi umskipti endurspeglast sömu-
leiðis í þróun íslenskra Nietzsche-túlkana.
Angar Kaufmanns teygðu sig fljótlega til Islands enda landsmenn í aukn-
um mæli farnir að sækja nám til Bandaríkjanna. Sigurður A. Magnússon rit-
höfundur stundaði nám í samanburðarbókmenntum við The New School
47 Martha C. Nussbaum, „Mitleid und Gnade. Nietzsches Stoizismus", Deutsche Zeitschrift fur Phi/o-
sophie 41(5), 1993, s. 831-858, hér s. 832; ensk útg.: „Pity and Mercy. Nietzsches Stoicism“, Richard
Schacht (ritstj.), Nietzsche, Genealogy, Morality, Berkeley: Thc University of California Press, 1994.1
Die Zerstörung der Vernunft (Berlín: Aufbau, 1954, s. 290) gagnrýnir György Lukács (1885-1971)
Kaufmann fyrir að kristna Nietzsche.
48 Gunnar Harðarson, „íslensk heimspeki“, Heimspekivefurinn (heimspeki.hi.is).