Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 181
Af nýju lífvaldi
179
2. Tvírœð endalok tvíhyggju manns og náttúru, menningar
og náttúru
Ef ögunarsamfélög einkennast af aflokuðum rýmum, á það ekki aðeins við
um augljós dæmi þess á borð við verksmiðjuna og fangelsið, heldur einnig
um menningu og vísindi, og í raun um alla framleiðslu. Skeið ögunarsamfé-
laga er oftar en ekki nefnt „nútíminn" og eins og leitt var getum að hér á
undan einkenndist nútíminn af lokuðum rýmum. Ráðandi vestræn hugsun
gerði skarpan greinarmun á efni og anda, skynsemi og tilfinningum, sann-
leika og lygi, sýnd og reynd, menningu og náttúru, svo fáeinar birtingar-
myndir vestrænnar tvíhyggju séu nefndar sem skipta heiminum upp í ólík
rými skynjunar og framleiðslu. Þannig voru menning og náttúra aðskilin
rými, sem vissulega tengdust, en tengslin voru fyrst og fremst skilgreind sem
átök andstæðra póla: Togstreita skynsemi og tilfinninga í ákvarðanatöku ein-
staklingsins, barátta hins siðmenntaða manns við blind náttúruöfl. Þessi tví-
hyggja menningar og náttúru var einnig ráðandi innan náttúruvísinda nú-
tímans. Náttúruvísindin tilheyra skynseminni og menningu mannsins en
hafa náttúruna að viðfangi sínu. Hlutlægni og sannleikstilkall náttúruvís-
indamannsins byggðist á þessum aðskilnaði, hann var hlutlaus áhorfandi,
vitni að hegðan og lögmálum náttúrunnar. Hann hafði engin áhrif á gang
mála og var á engan hátt meðframleiðandi að sannleikanum um náttúruna
heldur uppgötvaði hann.13
A þessu byggðist munurinn á uppfmningamanninum og vísindamannin-
um. Rými uppfinningamannsins var menningin, hann framleiddi og bjó til,
fann upp. Verk hans voru ávöxtur sköpunarmáttar mannsins og tilheyrðu
menningunni sem tækni. Annar uppgötvar, hinn finnur upp. Hin hreinu vís-
indi voru uppgötvun á hinum sanna veruleika náttúrunnar og voru þannig
óháð því hvernig þessi sannleikur var notaður. Tæknin var sá hluti menning-
arinnar sem færði sér þessar uppgötvanir í nyt. Uppfinningamennirnir að-
skildu sig svo frá öðrum sviðum menningarinnar, eins og gildum og pólitík.
Notkun tækninnar var aftur á móti óháð uppfinningamanninum því hún lá
á póhtísku sviði hinnar opinberu ákvarðanatöku. Samkvæmt þessari aðgrein-
ingu stendur því uppfinningamaðurinn í einfaldri fjarlægð frá hinu pólitíska
og hinn hreini vísindamaður í tvöfaldri.
Eitt skýrasta dæmi þess hvernig tvíhyggja lokaðra rýma var ráðandi í nú-
tímanum, voru tengslin við eina af meginstoðum kapítalismans: eignarrétt-
inn. Uppfinningar uppfinningamannsins urðu eign hans í gegnum einka-
leyfm, en hið sama var ekki hægt að segja um uppgötvanir vísindamannsins.
Uppgötvunin var ekki framleiðsla hans, heldur sannleikur sem hann fann
fyrir í heiminum. Sannleikurinn var algildur og því ekki hægt að eigna hann
13 Sjá t.a.m. Donna Haraway tvAnspruchsloser Zeuge@Zweites Jahrtausend. FrauMann© trifft Onco-
Mouse™“, Vermittelte Weiblichkeit: Feministische Wissenschafts- und Gesellschaftstheorie, ritstj. Elvira
Scheich, Hamborg 1996, s. 347-389. Seinna kom út á ensku ítarlegri texti Haraway: Modest_Wit-
ness@Second_Millenium. FemaleMan©_Meets_Oncomouse™. Feminism and Technoscience, New York,
1997.