Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 92
go
Davíð Kristinsson
Það er að segja: Lækningin við öllum meinsemdum mannkynsins er
að hverfa aptur til hinnar römmustu heiðni. Þannig er nú þessi lífs-
skoðun. Það er síðasta blómgreinin, sem materialismusinn hefiir
borið. Hjer er ávöxturinn fullþroskaður og ályktunin dregin út í yztu
æsar. Heiðni, hrein og ómenguð, það er markmið vantrúarinnar. (29-
31)
Friðrik velkist ekki í vafa um að Nietzsche sé málsvari aristókratanna og tals-
maður þess að herrarnir hrifsi völdin, endurreisi þrælkun hinna lægra settu í
því skyni að koma menningunni í blóma á ný. Það sem virðist þó fara mest
fyrir brjóstið á prestinum er að hér sé vegið að siðalærdómi kristindómsins
og boðað afturhvarf til guðlausrar heiðni.
Friðrik huggar sig við það að um þessar mundir sé orðið ljóst að efnis-
hyggja að hætti Nietzsches, þessi síðasta blómgrein efnishyggjunnar, sé ekk-
ert síður gullgerðarhst en þróunarkenning Darwins. Friðrik kemst skemmti-
lega að orði um „materialismus“ að hætti Nietzsches: „Það hefur slitnað taug
í baki hans, þegar hann hefur ætlað að lypta siðalærdómi kristindómsins úr
götu sinni.“ (31) Þótt materíalismusinn sé að deyja út í föðurlandi sínu
Þýskalandi hefur Friðrik áhyggjur af áhrifum hans á landann: „En þegar
hann er orðinn úreltur annars staðar, er að búast við að hann standi í blóma
sínum hjá oss.“ „Vjer eigum engan Buchner13 og engan Friedrich Nietzsche;
það veit jeg vel. Af heimspekilegum materialismus eigum vjer naumast
nokkuð. En vjer eigum ósköpin öll til af honum í lífinu.“ (35) Og ekki kann
það góðri lukku að stýra, því meðal ávaxtanna sem lífsskoðun efnishyggjunn-
ar ber í lífmu nefnir Friðrik sjálfsmorð og afnám hjónabandsins, „free love
(bandlaus ást)“ (32).
Ekki voru allir Vestur-Islendingar á máli Friðriks, þar á meðal Stephan G.
Stephansson. Af bréfi að dæma, sem hann ritar þriðja aðila að Friðriki látn-
um, er hann sammála prestinum um heiðni Nietzsches en dró af henni aðra
ályktun. Stephan segir „heimspeki ,Nitchzes‘ algerlega trú forfeðra okkar -
og mér því kær“.14 Hann bætir því við að „lygi er þó sá dómur, að niðurstað-
an sé tómt dýrsæði. Aðalhugsunin hjá ,Friðrik‘ [Nietzsche] er sú: að allar
þrautir séu þolandi, til þess að framför og farsæld mannanna fáist, og þarna
sé von og vissa.“ Stephan gerir hið dýrslega að viðfangsefni í tengslum við
atriði í heimspeki Nietzsches sem ekki er til umræðu í „Lífsskoðunum“ Frið-
riks: Ubermensch. Þessa hugmynd Nietzsches nefnir Stephan ,„afarmennið‘
hans, sem eitt stendur upp úr ,ragnarökum‘, fyrir afl og fegurð, líkamshreysti,
hálft dýr og hálft maður“.15 Árið 1913 notar Stephan hugtakið „yfir-
13 Ludwig Buchner (1824-1899) var læknir og heimspekingur, efnishyggjusinni og Darwinisti (Secbs
Vorlesungen úber die Darwinsche Theorie, 1868). Verk hans Kraft und Stoff(1855) naut mikilla vin-
sælda.
14 Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerdir, 3. bd. (Bréf frá árunum 1908-1927), Reykjavík: Hið ís-
lenzka þjóðvinafélag, 1947, s. 149.
15 í Stephan G. Stephansson. Maðurinn og skáldið (Reykjavík: Helgafell, 1959) segir Sigurður Nordal að
Stephan hafi „verið svo máttugur í eðli sínu, að hann megi heita ofurmenni, og það ekki sízt vegna
þess, að hann var hversdagsmaður um leið. Slík niðurstaða verður að vísu aldrei rökstudd til fullrar