Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 179
Af nýju lífualdi
177
ið hvert upp á annað: heimili og vinna eru skýrt aðskilin og lúta ólíkum teg-
undum eftirlits.9
Franski heimspekingurinn Gilles Deleuze byggir, líkt og Negri og Hardt,
á rannsóknum Foucaults og þróar þær áfram þegar hann greinir önnur um-
skipti á 20. öld: frá ögunarsamfélögum til stýringarsamfélaga.
Stýringarsamfélög eru að taka við af ögunarsamfélögunum. „Stýring"
er heitið sem Burroughs stakk upp á yfir nýja skrímslið sem Foucault
telur á næsta leiti. Paul Virilio er einnig iðinn við að greina ofurhrað-
ar myndir óheftrar stýringar sem hafa yfirbragð frelsis og taka við af
gömlu ögunarformunum er starfa innan líftíma lokaðs kerfis.10
Stýring í stað ögunar. En áhrif lífvaldsins hafa ekki minnkað, fremur aukist.
Breytingin er fólgin í því hvernig lífvaldið virkar, stjórn þess á lífmu. I stað
verksmiðjunnar kemur fyrirtækið og í stað verkamannsins kemur verktakinn,
endurmenntun eða símenntun í stað skólans, „opin“ afplánun eða rafrænt
hálsband í stað fangelsisins. Hin lokuðu rými ögunarinnar víkja fýrir fram-
leiðnari „opnum“ lýmum stýringarinnar. „Fyrirtækið" er ekki lengur verk-
smiðja með stimpilklukku og færibandi sem agar með eftirliti að ofan, held-
ur staður þar sem ríkir menning eða andi sem tryggir framleiðnina. Hinn
framleiðni einstaklingur er ekki lengur verkamaðurinn við færibandið held-
ur lausastarfsmaðurinn, ,freelancer-'mri‘, sem vinnur heima hjá sér. Hin
„frjálsa“ vinna og vinnutími sjálfstæða verktakans ber síður merki um aukið
frelsi hans í samanburði við þræl færibands og stimpilklukku, en um að
stýringarhættir lífvaldsins og framleiðsluhættir kapítalismans hafi tekið
breytingum. Kapítalismi stýringarsamfélaga er frábrugðinn kapítalisma
ögunarsamfélaga:
Kapítalismi nítjándu aldar beindi kröftunum í einn farveg og ein-
blíndi á framleiðslu og eignir. Hann gerði sem sagt verksmiðjuna að
svæði innilokunar þar sem kapítalistinn átti framleiðslutækin og
jafnvel einnig önnur svæði sem lutu svipuðu skipulagi (heimili
verkamannsins, skólann). Markaðir unnust ýmist með sérhæfingu,
nýlendustefnu eða með því að draga úr framleiðslukostnaði. En í nú-
verandi mynd beinist kapítalismi ekki lengur að framleiðslu sem oft
er flutt til jaðars þriðja heimsins, ekki einu sinni þegar um er að ræða
flókna starfsemi eins og vefnaðar-, málmiðnaðar- eða olíufram-
leiðslu. Þetta er kapítalismi umframframleiðslunnar [surproduction].
Hann er hættur að kaupa hráefni og selja fullunnar vörur. Hann
kaupir fullunnar vörur eða setur þær saman úr pörtum. Hann leitast
við að selja þjónustu og að kaupa athafnir. Þetta er kapítalismi sem
snýst ekki lengur um framleiðslu heldur um vöruna, það er að segja
9
10
Sjá Gilles Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög“, þýð. Garðar Baldvinsson, Ritið 1/2002, s. 155-162.
Sama rit, s. 158, þýðingu breytt.