Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 39
Skírskotunarlistin
37
Gadamer upp á að leggja Þriðja ríkinu til hárfínar túlkanir á sögulegum
tímamótum. I túlkunarfræðilegri samræðu við Platon fæddust túlkanir sem
lögðu ofbeldisfullri framgöngu nasismans lið. Eg takmarka útlistunina sem
á eftir fer við þessar Platon-túlkanir.
1933: Aðstœður til enduróms við Ríki Platons
Þar sem rannsóknir á aðlögun Platon-túlkana að þjóðernissósíalismanum
hafa á hinu þýska málsvæði hvorki verið kerfisbundnar né beinst að einstaka
höfundum, fólst stór hluti verkefnisins í að rannsaka Platon-fræði þess tíma
út frá þeim heimildum sem liggja fyrir. Umbreyting á Platon-ímynd mann-
hyggjunnar, sem hófst þegar í Weimarlýðveldinu, skiptir sköpum ef skilja á
verk Gadamers. Meginlínur umbreytingarinnar má í stuttu máli taka svo
saman:
1. Undir forystu fornfræðingsins Werners Jaeger19 setti sjálfssamstilhng
klassísku textafræðinnar lokapunkt við túlkunardeilurnar um ímynd Platons,
sem blossað höfðu upp í Weimar-lýðveldinu. Túlkunarviðmiðið sem réði
ríkjum í klassískri mannhyggju sýndi Platon sem skáld, frumspeking og upp-
hafsmann frummyndakenningarinnar. Gegn þessari ímynd fór nú fylking
textafræðinga og heimspekinga sem boðuðu „póhtíska túlkun". Með fram-
vindu túlkunardeilunnar mótuðust nýjar túlkunarreglur.
2. Platónska textakanónan var endurmetin. Samræður, samræðukaflar og
brot með frumspeki og frummyndakenninguna að viðfangsefni voru ekki
lengur þungamiðja textafræðilegu grunnvinnunnar - það er, textarnir sem
hefðbundnar mannhyggjumyndir fylgismanna Schleiermachers og nýkantista
af Platoni voru byggðar á — heldur Ríkið, Lögin, og Sjöunda bréfið. Þekkingar-
fræðilegur áhugi vék af sviði Platon-túlkana. Þessum áhersluskiptum var, að
frumkvæði fornfræðingsins Wilamowitz-Moellendorf, veitt textafræðileg lög-
gilding er Sjöunda bréfið, hinni svonefndu póhtísku ævisögu Platons, sem enn
er deilt um hvort sé ófalsað, var úrskurðað ósvikið texta-vitni.
3. Hin „stjórnmálavædda" Platon-túlkun styðst við hina óskrifuðu kenn-
ingu sem sýni, meðal annars í Sjöunda bréfinu (341, a-e), eðli platónskrar
heimspeki. Með fulltingi þessarar leynikenningar er reglum hins textafræði-
lega handverks úthýst, þar sem rit Platons, einkum Ríkið, eru túlkuð út fyr-
ir það sem leiða má rök fyrir út frá textanum, í átt að dulinni merkingu sem
menn töldu sig hafa lykilinn að.
Almennt liggur áhersla þessarar nýju túlkunar ekki á smíð kerfisbundinn-
ar hugmyndabyggingar. Afskipti Platons af aþenskum stjórnmálum veita hér
19 Werner Jaeger (1888-1961) varði doktorsritgerðina „Studien zur Entstehungsgeschichte der Meta-
physik des Aristoteles“ (ensk þýð.: Aristotle. Fundamentals of the History of His Development, 1934) árið
1911. Þremur árum síðar fékk hann stöðu í Basel, þá sömu og Nietzsche gegndi á 8. áratug 19. aldar.
Þriggja binda meginverk hans Paideia (frá 1934; ensk þýð. Paideia. The Ideals of Greek Culture I-III,
1939-1945) greinir frá þróun gríska hugarheimsins frá Hómer yfir Platon til Demosþenesar. Árið
1936 fluttist Jaeger með gyðinglegri eiginkonu sinni til Bandaríkjanna, kenndi íyrst við Chicago-
háskóla og frá 1939 við Harvard-háskóla.