Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 147
Islenskur Nietzsche við aldamót
145
um um siðferði og gildi sem þá áttu auknu fylgi að fagna, og teflt fram gegn
þeim æðra siðferði, þá má spyrja hvort rétt sé að nota áfram orðið „siðferði"
yfir það æðra fyrirbæri sem Nietzsche teflir gegn þrælasiðferðinu. Það að
Nietzsche skuli öðru hvoru nota hugtakið „siðferði“ í jákvæðum skilningi er
liður í þeirri afbyggingu sem hann stundar þegar hann tekur ráðandi merk-
ingu hugtaks sem hann gagniýnir og breytir henni þannig að hin nýja merk-
ing verði svo frábrugðin þeirri ráðandi að sama hugtakið rúmar varla báðar
þessar gjörólíku merkingar. Nærtækast er að nefna réttlætishugtakið en
Nietzsche teflir einmitt fram æðra réttlætishugtaki („Líkum líkt, ólíkum
óhkt“) gegn hugtaki af þeim toga sem Foot styðst við. Þannig hafnar hann
ekki réttlætinu sem shku, en réttlætishugtak Nietzsches er svo frábrugðið
þeirri merkingu sem Foot leggur í hugtakið að það sem er líkt er að endingu
nafnið eitt. Þannig stundar Nietzsche skilgreiningapólitík sem hann beinir
gegn ráðandi viðhorfi síns tíma (sem enn er ríkjandi á okkar tímum). En þótt
Nietzsche noti þannig tíðum hugtök andstæðinga sinna og ljái þeim nýja
merkingu breytir það engu um það að tvær skilgreiningar sama hugtaks eru
oft svo gjörólíkar að önnur merkingin útilokar í raun hina. Nietzsche teflir
fram siðlausu réttlœti gegn siðlegu réttlætishugtaki.
Er æðra eða göfiigt siðferði réttnefnt siðferði? Æðri dygð réttnefnd
dyg(g)ð? Er siðfræði Nietzsches raunrétt siðfræði? Sem fyrr er það skilgrein-
ingaratriði. Nietzsche er langt frá því að hafna öflum hegðunarreglum
(.mores). Hegðunarreglur hafa fylgt manninum lengur en siðareglur í afmörk-
uðum skilningi. Nietzsche lofar göfug gildi og göfúgt siðferði. En er göfiigt
siðferði í raun siðferði? Nákvæmara væri að segja það vera for-siðferðilegt
siðferði. Hið göfuga gildismat er í raun ósiðferðilegur háttur á að leggja mat
á persónur. Hinir ógöfiigu líta á hegðunarreglur hinna göfugu sem siðleysi
og hinir göfugu sjálfir hta heldur ekki á eigin hegðunarreglur sem siðferði-
legar í skilningi hinna ógöfiigu. Þannig álítur Nietzsche hið göfuga gildismat
ekki vera siðferði (í skilningi siðfræðinnar) heldur ósiðlegan hátt á því að
meta persónur.138 Gott og vont eru ekki siðferðilegir mælikvarðar, gott er fá-
gætt, vont er almennt. Þetta má til dæmis sjá í Sijjafrœði siðferðisins sem er
söguleg greining á siðvæðingu (Moralisierung) forsiðferðilegra fyrirbæra.
Okkur er tamt að líta á hið siðferðilega sem svo sjálfsagðan hlut að við
gleymum því að til var siðlaus dygð, siðlaus skylda, siðlaus ásökun, siðlaus
sektarkennd og siðlaus samviska. Ég vil varð þú skalt, efnisleg skuld var sið-
vædd og varð siðferðfleg sektarkennd.139 Fyrsti kafli Sifjafræðinnar er grein-
ing „á því hvernig heiðin dygð varð siðferðileg dygð“.140 Þar sem heiðin dygð
var ekki siðferðileg í síðari tíma skilningi má segja að átt hafi sér stað „sið-
væðing dygðarinnar“. Göfug dygð er alltaf ósiðleg með sama hætti og göf-
ugt réttlæti er ávallt siðlaust, göfug skylda alltaf siðlaus. Hvað dygðir varðar
staðsetur Nietzsche sig ekki innan forngrískrar dygðasiðfræði Aristótelesar,
dygðir hans hafa htið með skynsemi og meðaflag að gera. Nietzsche stað-
138 Sjá Maudemarie Clark, „Nietzsche’s Immoralism and the Concept of Morality", s. 26.
139 Sjá Zur Genealogie der Moral II.
140 Maudemarie Clark, „Nietzsche’s Immoralism and the Concept of Morality", s. 26.