Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 136
134
Davtð Kristinsson
Russell107 sem hafi reynt að ljá þeim viðhorfum sem tengd hafa verið við
Nietzsche „villimannlegt yfirbragð“, m.a. með þeirri „úrvalshyggju (elítisma)
sem hann eignar Nietzsche, en samkvæmt henni skipta aðeins þeir besm
máli; úrvahð má gera hvað sem því sýnist við fjöldann.“ (112) Fáir hefðu and-
mælt slíkri staðhæfingu fyrstu hundrað árin í viðtökusögu Nietzsches á
íslensku. Róbert vekur athygli á því að Russell noti tíðum orðið ruthless, með-
aumkunarlaus, í lýsingu sinni á „fyrirmyndareinstaklingi“ Nietzsches: „Russell
lendir að vísu í basli með að bera kennsl á hverjir eru bestir (öflugastir) sam-
kvæmt Nietzsche og vísar ýmist á kapítalistana, sem arðræna verkamennina,
lénsherrana, sem blóðmjólka kotbændurna eins og kvikfé, eða hershöfðingj-
ana, sem senda dáta sína miskunnarlaust út í opinn dauðann. Russell ratar í
jafnvel meiri ógöngur þegar hann reynir að útskýra hvers vegna kapítalistar,
lénsherrar og hershöfðingjar hljóti að vera grimmir og gersneyddir samúð, eða
hví shkir herramenn geti ekki viðurkennt skyldur sínar við undirmenn og
aðra. Russell virðist t.d. leiða hjá sér hið aldagamla noblesse oblige og áttar sig
raunar ekki heldur á því að arðræninginn getur aukið nytina úr kúm sínum
með því að hugsa vel um þær. Það hvarflar ekki að Russell að gagnrýni Nietz-
sches á samúðina kunni að vera borin uppi af mannúð. Nú eru fræðimenn
nokkuð sammála um að Nietzsche verði ekki eignuð sú villimannlega afstaða
sem [...] Russell þótt[i]st sjá í verkum hans, og Friðrik J. Bergmann óttaðist
svo mjög.“ Lengst af hvarflaði áminning Róberts heldur ekki að íslenskum
Nietzsche-túlkendum. Þegar Ágúst H. Bjarnason áleit Nietzsche vilja „hætta
að auðsýna óholla miskunnsemi, en láta það falla, sem má falla og á að falla
og jafnvel ýta á eftir því“, hvarflaði varla að honum að þessi gagnrýni væri bor-
in uppi af mannúð enda taldi hann Nietzsche leggja „allt of litla áherzlu á
samúð manna“. „Allt er leyfilegt fyrir mikilmennið, það á að ryðja sér braut
skilyrðislaust og miskunnarlaust, og varpa frá sér allri góðsemi, miskunsemi,
meðaumkvun og slíku“, hljómaði túlkun Þorvalds Thoroddsens sem virðist
alveg jafn ómeðvitaður um að gagnrýni Nietzsches kunni að vera borin uppi
af mannúð. Og fyrst á eftirstríðsárunum þegar Helgi Pjeturss túlkaði Nietz-
sche svo að „nauðsynlegt gæti verið til þess að mannkynið kæmist á æðra stig,
að beita grimmd og miskunnarleysi“ þá datt honum tæpast í hug að gagnrýni
Nietzsches væri ef til vill borin uppi af mannúð. Ekki hvarflaði heldur að
Einari Kristjánssyni Frey að Nietzsche væri ekki brútalisti heldur húmanisti í
dulargervi. Og ekki virðist Gunnar Dal hafa áttað sig á því, þegar hann túlk-
aði Nietzsche þannig að fjöldinn væri aðeins hjálpargagn sem hinir fáu út-
völdu arðrændu af náttúrunnar nauðsyn, að hér gæti leynst mannúðlegt
mjólkurbú hinna göfugu.
Fullyrðing Róberts um „mannúðina“ er villandi því hún gefur í skyn að
Nietzsche vinni í þágu almennrar mannúðar í hefðbundnum skilningi enda
hugtakið hvorki haft innan gæsalappa né auðkennt með öðrum hætti til að
undirstrika að ekki sé átt við almenna notkun þess. Nietzsche heldur
göfugri meðaumkun og mannúð á lofti samtímis því að fyrirlíta þrælslega
107 Bertrand Russell, History ofWestem Philosophy, London 1974 [1946].