Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 15
,Merleau-Ponty varfrumlegri en nokkuð sempðststrúktúralistarnir gerðu" 13
un “ (zweite Reflexion). Hvaða afstöbu hafði Adorno til sjálfsverunnar í saman-
burði við gagnrýni formgerðarstefnunnar og heimspekilega gagnrýni Nietzsches
og Heideggers?
Hugtakið „zweite Reflexion" skýtur upp kollinum í síðustu ritgerðum
Adornos, og má kannski líta á það sem tilraun til að losna úr þeirri sjálfheldu
sem hann hafði komið sér í með Negative Dialektik (1966); Habermas orð-
aði það svo að með því riti hefði Adorno sprengt sjálfan sig í loft upp - en
sú fullyrðing var víst aldrei sett á prent. I samanburði við póststrúktúralistana
leggur hugtak Adornos meiri áherslu á sögulega og félagslega myndun (Kon-
stitution) sjálfsverunnar, án þess þó að lenda í algerri smættarhyggju. Sjálfs-
veran er ekki afskrifuð, heldur gerð afstæð: áhersla er lögð á fjölþætt og sögu-
lega breytileg tengsl milli sjálfsveru og hlutveru. Þess utan fannst mér
hugmyndin um „zweite Reflexion" nægilega opin til þess að finna mætti leið
frá henni til heimspekilegrar yfirvegunar af því tagi sem Adorno hafði viljað
loka fyrir. Af öllum þessum ástæðum er hún í Zwischen Natur und Gesellschaft
notuð sem mótvægi gegn Lévi-Strauss og strúktúralískum marxisma.
Þrátt fyrir harða gagnrýni úr ýmsum áttum hefur sjálfsveran reynst lífsseig.
Marxisminn virðist þurfa slíka sjálfsveru fyrir frelsunarviðleitni si'na, frjáls-
hyggjan getur ekki verið án frjáls geranda og siðfræðin þarfnast geranda sem er
ábyrgur. Sjálfsvera sem er ætlandi, meðvituð, yfirvegandi, sjálfráða frumeining
virðist þannig tengd heimspekinni órjúfanlegum böndum. Nú hafa ýmsir frá
Nietzsche tilpóststrúktúralistanna fert góð rök fyrirþvi að engin slík sjálfsvera
sé til. Margir heimspekingar virðast að endingu halda í slíka sjálfsveru áþeirri
forsendu að hún verði að vera til. Er heimspekin tengdþessari sjálfsveru órjúfan-
legum böndum af því að afneitun hennar fæli í sér annaðhvort andskynsemi eða
það að félagsvísindin tækjuyfir allar skýringar á atferli einstaklingsins?
I sem stystu máli sagt: Sjálfsveran blífur! íslenska orðið „sjálfsvera" hefur þar
á ofan þann kost að það kemur til móts við þá sem vilja hverfa frá hefð-
bundnum hugmyndum um subject og tala þess í stað um self Se/bst eða soi
(sjá t.d. „Herméneutique du soi“ hjá Ricoeur í Soi-méme comme un autre,
1990). Ymsar ástæður liggja til þess að sjálfsveran hefur verið endurreist eft-
ir herför póststrúktúralistanna gegn henni. Hún er nauðsynleg forsenda fyr-
lr greiningu eða skilningi á mannlegum athöfnum sem slíkum; hún er, eins
og Charles Taylor hefur sýnt fram á í Sources of the Sef(\9?>9), meginatriði í
sjálfstúlkunum nútímans og deilum þeirra á milli. Síðast en ekki síst hefiir
verið sýnt fram á að hin póststrúktúralíska gagnrýni byggir á einfölduðum og
villandi hugmyndum um sjálfsveruna (þær eiga reyndar margt sameiginlegt
ítieð þeim forsendum sem sjálfsveru-heimspeki af gamla skólanum gaf sér -
sbr. samanburð Ricoeurs á Descartes og Nietzsche). Öll þessi sjónarmið leiða
enn fremur til þess að hugmyndin um sjálfsveru verður breytilegri og marg-
ræðari, og þar með er túlkunarfræðin komin til sögunnar. Endurreisn sjálfs-
verunnar er nátengd því sem ég kalla afturhvarf til túlkunarfræðinnar (neue
hermeneutische Wende).