Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 69
Heimspeki sem hugvísindi
67
„heimspekisögu" eru aðeins laustengdar nokkru sem með réttu yrði nefnt
saga. Verknaðurinn var nefndur „heimspekisaga“ fremur sökum nafnanna
sem þar komu íyrir en vegna þess hvernig hann var unninn. Paul Grice hafði
á orði að við „ættum að koma fram við mikla, dauða heimspekinga eins og
við komum fram við mikla, lifandi heimspekinga, sem hafi þeir nokkuð að
segja okkur“ Það er ljómandi, svo fremi sem ekki er gert ráð fyrir að það sem
hinir dauðu hafa að segja okkur sé að miklu leyti það sama og hinir lifandi
hafa að segja okkur. En þetta hafa þeir sem hvöttu okkur til að lesa skrif frá
Platoni „eins og þau hefðu birst í [heimspekitímaritinu] Mind í síðasta mán-
uði“ að öllum líkindum haldið þegar það sem nefnt hefur verið „rökgreining-
arsaga heimspekinnar“ (analytic history of philosophy) naut hvað mestrar hylli
- hafi þessi hugmynd á annað borð nokkra merkingu ónýtir hún heimspeki-
legan megintilgang þess að lesa Platon yfirleitt.1
Aðfinnslan einskorðast ekki við „rökgreiningar“-stílinn. Til er skemmti-
legt kaflabrot eftir Collingwood þar sem hann lýsir hvernig „gamla raun-
hyggjugengið frá Oxford", eins og hann kaflaði þá, einkum Prichard og Jos-
eph, krafðist þess að eitthvert forngrískt orðasamband yrði þýtt sem
„siðferðileg skylda“ og benti að því loknu á að Aristóteles, eða hver sem átti
í hlut, hefði ófullnægjandi kenningu um siðferðilega skyldu. Þetta var eins og
martröð, sagði Collingwood, þar sem maður mætir manneskju sem krefst
þess að þýða gríska orðið fyrir galeiðu með „gufuskip" og kvartar svo yfir
gloppóttum skilningi Grikkjanna á gufuskipum. Hvað um það, það sem mig
langar til að vekja athygli á varðandi tengsl heimspekinnar við sagnfræði nær
langt út fyrir áhuga heimspekinnar á eigin sögu, þótt sannarlega sé hann
hluti þess.
Eg er þegar farinn að tala um heimspeki eins og hún sé eitt eða annað, og
að hitt og þetta sé meginþáttur heimspekinnar. Ef til vifl hefur þetta þegar
vakið grunsemdir um eðlishyggju, eins og heimspeki eigi sér tímalaust sér-
eðli og að af því megi draga margvíslegar ályktanir. Leyfið mér því að segja
þegar í stað að ég kæri mig ekki um að halla mér að neinni slíkri hugmynd.
Reyndar mun ég síðar halda því fram að enn bíði margar dýpstu innsýnir nú-
tímaheimspeki úrvinnslu, einkum þær sem finnast í verkum Wittgensteins -
einmitt við jaðarinn verða þær raunar óskiljanlegar - nákvæmlega vegna þess
að gert er ráð fyrir að heimspeki sé eitthvað sérkennilegt, sem ekki megi
rugla saman við neina aðra tegund rannsókna, og sem þurfi ekki á öðrum
tegundum að halda til að skilja sjálfa sig. I seinni verkum sínum hafnaði
Wittgenstein eðlishyggju með áhrifamiklum hætti, og talaði um fjölskyldu-
svipmót og svo framvegis, en á sama tíma var hann heltekinn - ég held ekki
að það sé of sterkt til orða tekið - af því að heimspeki væri gjörólík annarri
viðleitni; þannig er það frá sjónarhóli Wittgensteins, hvort sem maður skil-
ur hann svo að áráttan til að iðka heimspeki sé sjúkleg eða óhjákvæmilegur
1 Það markmið, einkum og sér í lagi, að láta hið kunnuglega koma spánskt íyrir sjónir og öfugt. Eg hef
farið fleiri orðum um þetta í „Descartes and the Historiography of Philosophy", John Cottingham
(ritstj.), Reason, Willand Sensation (Oxford: Clarendon Press 1994). - Vísunin til Collingwood er til
An Autobiography (Oxford: Clarendon Press, 1939) bls. 63 og áfram.