Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 240
238
Björn Þorsteinsson
rækt, í senn grundvöllur þess í þeirri nauðsyn að koma böndum á máttinn og
hið biýna erindi þess í nafni hins ókomna, í nafni þess sem er í vændum. Til
að bæta gráu ofan á svart er lögmáhnu um mátt hins sterka beitt undir því yf-
irskini að verið sé að breiða út lýðræðið: hin skefjalausa beiting sjálfræðis hins
sterka og tilheyrandi skerðing skilyrðisleysisins er sögð vera í nafni lýðræðisins.
Hvernig ber að bregðast við þessum aðstæðum og atburðum í alþjóðamál-
um? Hvaða stefnu eigum við að taka? Eða, með öðrum orðum, hvaða hug-
sjón eigum við að aðhyllast? Er lýðræðið kannski ekki, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, (æðsta) hugsjón okkar? Eða, réttara sagt, ber okkur að aðhyllast
lýðræðið innan okkar samfélags en veita lögmálinu um mátt hins sterka (þög-
ult) samþykki á alþjóðavettvangi?
Ekki dugir að horfa framhjá því að ríkin, rétt eins og einstaklingarnir,
hljóta ætíð að búa yfir ákveðnu valdi sem þau geta valið að beita hvenær sem
er. Valdbeiting er óaðskiljanlegur hluti sjálfræðisins.53 Eða eins og Derrida
orðar það: „Um leið og sjálfræðið kemur til, þá á misbeiting valdsins sér stað
og þar með er orðið til rogue state11?^ Með öðrum orðum: „Hvert einasta ríki
er villingaríki. Að mætti eða í verki. Ríkið er villingur".55 Rétt er að benda á
að í þessari almennu niðurstöðu felst ekki að öll ríki séu jafn miklir villingar;
á þeim er stigsmunur sem fram kemur í orðunum „að mætti eða í verki“. En
er þessi niðurstaða ekki, engu að síður, einum of almenn og óafgerandi? Er-
um við nokkru bættari? Hlýtur hún ekki að leiða til aðgerðaleysis, áhugaleys-
is og afskiptaleysis? Derrida svarar þessum andmælum í löngu máli með
skírskotun til þess að eftir 11. september 2001 hafi hugtakið um villingarík-
ið misst gildi sitt.56 Hugtakið sé hluti arfleifðarinnar úr Kalda stríðinu sem
hafi vissulega þjónað ákveðnum tilgangi á „millistríðsárunum" eftir fall Berl-
ínarmúrsins, en frá og með þeim degi þegar stríðið gegn hryðjuverkum hófst
hafi það í raun orðið úrelt - af þeirri einföldu ástæðu að ekki er lengur við
tiltekin ríki að eiga. Misheppnaðar tilraunir Bandaríkjamanna til að kveða
niður óvininn eiga þannig rætur að rekja til þess að þeir eru enn á valdi hug-
myndarinnar um villingaríkin. Af þeim sökum hafa þeim ekki komið í hug
önnur úrræði en að ráðast á önnur ríki - Afganistan og Irak, og síðar kemur
röðin ef til vill (vonandi ekki!) að íran, Sýrlandi, Norður-Kóreu, Súdan,
Líbýu... og fleiri ríki koma eflaust til greina - en þessar árásir geta ekki orð-
ið til annars en að kynda undir sjálfu ófriðarbálinu og leggja lóð á vogarskál-
ar óvinarins. Fyrir hvert höfuð Hýdru sem höggvið var af uxu tvö í staðinn.
IX
Gegn sjálfræðinu og hömluleysi þess verður - um þessar mundir, og hvenær
sem er - að tefla hugmyndinni um ski/yrðisleysið sem getur þó ekki sótt mátt
53 Sbr. sama rit, s. 145.
54 Sama rit, s. 146.
55 Sama stað.
56 Sjá sama rit, s. 146-151.
I