Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 231
Villingurinn og lýðræðið
229
laust líka, að minnsta kosti að vissu marki) eru afurð af ákveðnu ferli sem að
endingu á rætur í vilja (meirihluta) þegnanna. En hvað er þá lýðræði? Al-
þjóðaorðið demokrati, democracy, démocratie er af grískum stofni; nánar tiltek-
ið er það samsett úr tveimur grískum stofnum: í fyrsta lagi demos, fólk, þjóð,
og í öðru lagi kratos, máttur, vald.11 Fólk, þjóð: það er að segja „lýður“ í upp-
runalegri, hlutlausri merkingu orðsins. Mátturinn og valdið sem hér er um að
tefla vísar augljóslega til þess að ráða, til dæmis yfir sjálfum sér, en einnig yf-
ir öðrum; og sagnorðið „ráða“ gefur nafnorðið „ræði“. Islenska orðið „lýðræði"
er því greinilega allgóð þýðing á alþjóðaorðinu: lýðræði er það stjórnarfar sem
einkennist af því að lýðurinn ræður, valdið er hjá fólkinu.12 Umrætt vald er þá
gjarnan þrískipt að hætti Montesquieus: löggjafarvald, dómsvald, fram-
kvæmdavald. Þessar þrjár greinar ríkisvaldsins eiga að þjóna lýðnum og
tryggja hann gegn misbeitingu valdsins með þeim hætti að hver grein um sig
vaki yfir hinum tveimur. Samkvæmt þessu á hið lýðræðislega samfélag sjálfa
tilvist sína að rekja til þeirrar viðleitni að koma skorðum á valdið, en í hinni
lýðræðislegu aðferð sem beitt er til að ná þessu markmiði felst engan veginn
að valdinu, eða beitingu þess, sé útrýmt úr þjóðfélaginu. Þvert á móti er vald-
ið bundið í stofnanir sem ætlað er að hlíta lýðnum. Þannig felur sjálf stofnun
lýðræðisþjóðfélagsins í sér nokkuð sem best verður lýst með orðalaginu ríkis-
einokun valdsins: ríkið, sem ædað er að vera samtök lýðsins til að tryggja fram-
gang réttarins gegn valdinu, slær eign sinni á valdið og beitingu þess.13
IV
Eins og lesandinn getur sjálfsagt nærri á þessu stigi er vandinn um mátt — og
skynsemi og rök - hins sterka eitt helsta hugðarefni Derrida í bókinni Voyous.
En að því sögðu er eflaust rétt að draga það ekki lengur að svara einni eðli-
legustu og almennustu spurningu sem vaknað getur þegar átt er við umrædda
bók: hvað þýðir titillinn eiginlega? Sú spurning kallar á svör sem í senn eru
einföld og flókin. Byrjum á því einfalda: orðið „voyous“ vísar ofur einfaldlega
til hugtaksins „états voyouslí sem á hinn bóginn er hin opinbera franska þýðing
á enska hugtakinu „rogue states“. Síðastnefnda hugtakið kann að vera kunnug-
legt lesendum: þarna er á ferð hugtak Bandaríkjastjórnar um þau „óþægu“ ríki
sem eiga það til að leika einleik á alþjóðavettvangi — fara um með yfirgangi og
valdbeitingu - og þurfa því sérstakrar athygli við í þeirri heimsskipan sem
komst á eftir lok kalda stríðsins, það er að segja eftir að risaveldum þessa
heims fækkaði í eitt.14 Umrædd „óþæg“ ríki eru með öðrum orðum í sama
11 Sbr. Jacques Derrida, Voyous: Deux essais sur la raison, París, Galilée 2003, s. 33.
12 Sbr., augljóslega, hið velþekkta og margnotaða slagorð „power to the people!“.
13 Fræga greiningu á ríkiseinokun valdsins má lesa hjá Walter Benjamin, „Zur Kritik der Gewalt", Ges-
ammelte Schriften, bindi II.1, Frankfiirt am Main, Suhrkamp 1977, s. 179-203. Derrida gerir sér mat
úr þessum texta Benjamins í 2. kafla og eftirmála bókar sinnar Force de loi: Le „Fondement mystique de
l'autorité*, París, Galilée 1994, s. 65-146.
14 Sjá Derrida, Voyous, s. 137. Derrida bætir því við að notkun orðsins hafi stóraukist í forsetatíð Clint-
ons (sjá s. 137-138).