Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 102
IOO
Davíð Kristinsson
höll - því að villa Silberblick er svo réttnefnd - býr hin nafnkunna systir hins
frábæra spekings og ritsnillings, frú Elizabeth Förster-Nietzsche. Hefir hún
sjálf gera látið þessa höll, og stofnað þar til safns til minningar um bróður
sinn.“ (30) Systirin sneri alfarið frá nýlendunni Nýju-Germaníu í Paraguay
haustið 1893 og stofnaði Nietzsche-skjalasafnið í Naumburg 1894. Eftir
andlát móðurinnar fluttist EHsabeth til Weimar sumarið 1897 með skjala-
safnið og bróður sinn. Helgi fer fögrum orðum um systurina sem tekur á
móti honum í SilfurblikshöU: „Frú Förster-Nietzsche er óefað einhver mesta
merkiskona, sem nú er uppi, og í hana væri kvenfrelsiskonum óhætt að vitna;
mundi margur karlmaðurinn hafa gugnað í hennar sporum. Hún tók eigi að
eins að sér bróður sinn þegar hann hafði mist vitið og leitaði honum lækn-
inga, og annaðist hann af dæmafárri alúð til dauðadags, heldur lét hún sér
einnig ant um rit hans, og henni á heimurinn að þakka, að ekki hafa tapazt
óprentuð sum aUra merkustu rit eftir Nietzsche. Ævisögu bróður síns hefir
hún ritað í þykka bók, og væri það eitt nóg til að halda nafni hennar á
lofti.“32 Helgi greinir frá því að systirin hafi verið „úti í Paraguay þegar
Nietzsche varð alt í einu brjálaður, og tapaðist þá sumt af handritum hans,
en sumt komst í óvinveittar hendur, og var á fremsta hlunn komið að það
yrði brennt. Atti frúin við ramma reip að draga áður hún gat bjargað úr
böðlahöndum og trygt sér umráð yfir öllum handritum bróður síns. Þegar
menn lesa sögu þessa máls í bók sem frú Förster-Nietzsche hefir gefið út, þá
hlýtur hver maður að furða sig á því þreki og þolgæði, sem þessi einstæðings
kvenmaður sýndi, og þeirri óbilandi ást og trú á bróðurnum sem hefir lýst sér
í öUu hennar framferði." (30-31)33
A þeim átján árum sem liðin voru frá því að Friðrik J. Bergmann flutti
fyrirlestur sinn hafði sprottið fram mikið efni um heimspekinginn: „Um
Nietzsche hafa þegar verið skrifuð ósköpin öU og hefi eg sama sem ekkert af
því lesið“ (33),34 segir Helgi sem staðsetur Nietzsche í nánd við þá hugmynd
„að öU vera er verðandi“ eins og „verðandispekin" kveður á um. „Má svo
segja, að þeir sem helzt eru taldir frumherjar verðandispekinnar, Spencer og
Darwin standi á herðum Lamarcks.“ (34) Varðandi ,,[þ]ann stuðning, sem
sjálfur Nietzsche hafði af verðandispekinni" (35) úr „sjónarturni“ hennar
skrifar Helgi: „Úr þessum hæðum er það nú sem Nietzsche sér einhversstað-
ar fram á ókominni öld, yfirmennið, æðri veru en manninn og þó af honum
komna [...]; hans arnflegi hugur eins og sveimaði yfir tilverunni og skimaði
eftir leiðinni að beztu framtíð mannkynsins.“ (34)35
32 Helgi á hér við Elisabeth Förster-Nietzsche, Das Leben Friedrich Nieízsches I-III, Leipzig 1895-1904.
33 Helgi vísar í Elisabeth Förster-Nietzsche, Das Nietzsche-Archiv, seine Freunde und Feinde, Berlín
1907.
34 Hvað sem því líður vísar Helgi ekki aðeins til alkunnra hugmynda Nietzsches heldur greinir í lok um-
Ijöllunar sinnar frá því að „Nietzsche segist einhversstaðar teljast til þeirra véla, sem allt í einu geta
sprungið sundur (,Ich höre zu den Maschinen, welche zerspringen können') og sönnuðust orð hans
því miður alt of vel.“ (37) Helgi virðist hér vitna eftir minni í bréf sem Nietzsche ritar Peter Gast frá
Sils-Maria 14. ágúst 1881: „ich gehöre zu den Maschinen, welche zerspringen können!“, Nietzsche,
Werke in drei Bánden, 3. bd., s. 1172.
35 I „Islenzkri heimspeki“ ritar Helgi um heimspekinginn: „Enginn ríður eins mikið á að hafa snemma
komið þar sem víðsýnast er á svæðum andans. Nú hefir á þeim svæðum enginn sjónarturn verið reist-