Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 106
104
Davíð Kristinsson
og ræktarsemi systur sinnar, sem sýndi það með göfiiglyndi sínu og óeigin-
girni, að kvenfólkinu er annað og meira ætlað, en að vera aðeins leikfang
karlmannanna." (188) Jafnlítið er álit Jakobs á eftirfarandi fullyrðingu Zara-
þústru: „Karlmaðurinn á að vera hæfur til að berjast, og konan á að vera hæf
til að fæða.“ (187) Og hann er sömuleiðis h'tt hrifinn af þeirri stríðsdýrkun
sem samtvinnuð er kvenfyrirlitningunni: „Það er ekki réttlátt málefni, sem
helgar stríð, segir Zaraþústra, heldur helgar gott stríð hvert málefni."
Helsta sérkenni umfjöllunar Jakobs er sjónarhorn norrænufræðingsins á
Nietzsche. Að hans mati er hugmyndin um ofurmenni framtíðarinnar „ákaf-
lega germönsk eða norræn hugsun“ (185). „Það er ennfremur einkenni nor-
ræns anda, að Nietzsche játar örlögum algerlega, jarðlífinu með öllum þjáning-
um þess og allri grimd þess.“ (186) I leit að síður norrænum þáttum í hugsun
Nietzsches gerir Jakob einna fyrstur Islendinga eina af meginkenningum Zar-
aþústru að viðfangsefni: ,Að einu leyti má segja, að lífsskoðun Nietzsches sé
ónorræn. Hann kennir hina ,eilífu endurkomu' allra hluta, að heimsrásin sé
lokaður hringur og alt endurtakist, smátt og stórt, að eilífu. Eru það sennilega
,vestræn‘ áhrif [...]: hugsunin virðist tekin frá Stóumönnum hinum fornu. En
viðhorf anda hans gagnvart þessari ónorrænu hugmynd er al-norrænt: játun á
örlögunum, jafnvel þegar um eilífa endurkomu er að ræða, þótt sú hugsun sé
honum að sumu leyti afar-ógeðfeld og valdi miklum þjáningum. Hann vill
samt eilífa endurkomu allra þjáninga, alls, - ást hans á lífinu er svo sterk, ást
hans á eilífu, sí-sömu lífi: ,Denn ich Hebe dich, oh Ewigkeif (því að ég elska
þig, eilífð), eins og hann segir í Já- og amen-ljóðinu.“ (187)
Jakob grípur að lokum til höfuðsanninda sem hann telur að Nietzsche yfir-
sjáist og ógildi því kenningar hans með öllu:
En hefur hún nú hepnast, - þessi uppreisn norræns anda, anda Asa-
trúarinnar, gegn austrænum kærleiks- og meðaumkunarkenningum?
Nei, hún mistókst. Að vísu snart hún strengi, sem óma djúpt í sál
hvers norræns manns, en hún mistókst fyrir þá sök, að hún gerði
ekki ráð fyrir öllum kunnum staðreyndum, t.d. staðreynd annars lífs,
sem skapar lengri og víðari útsýn en nokkur jarðnesk þróun getur
veitt. (188)
Sannleiksleit í skugga nasismans
1 Lesbók Morgunblaðsins 15. júní 1947 gerði Helgi Pjeturss Nietzsche að um-
talsefni á nýjan leik.42 Hann segir að „alllangt sé síðan“ hann hafi „mörgum
stundum varið til að kynna mér rit hans.“ (293) A þeim tæpum fjórum ára-
tugum sem liðnir voru frá því að Helgi heimsótti systur heimspekingsins í
Nietzsche-skjalasafnið í Weimar hafði ýmislegt breyst. Hér nægir að minna
42 Helgi Pjeturss, „Hin nýja franska heimspeki og mesta vandamál vorra tíma“, Valdar ritgerðirll. 1922-
1948, Reykjavík, Skákprent, 1991, s. 293-296.