Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 72
7°
Bernard Williams
Sú hugmynd hefur í auknum mæli orðið ráðandi innan rökgreining-
arheimspeki að vísindi, og aðeins vísindi, lýsi veröldinni eins og hún
er í sjálfri sér, óháð sjónarhóli. Sannarlega íyrirfinnast innan rök-
greiningarheimspeki mikilvægir aðilar sem gangast á hólm við þessa
vísindahyggju ... engu að síður hefur sú hugmynd að vísindin skilji
ekki eftir neitt svigrúm fyrir sjálfstætt heimspekilegt framtak náð
þeim punkti að leiðandi iðkendur gefa stundum í skyn að hið eina
sem heimspekin eigi eftir sé að reyna að sjá fyrir hvernig ætlaðar vís-
indalegar lausnir allra frumspekilegra vandamála muni, þegar þar að
kemur, líta út.
Það er ekki erfitt að sjá að hér er á ferðinni stórfelld rökleysa (non sequitur).
Hversvegna skyldi sú hugmynd að vísindi og aðeins vísindi lýsi heiminum
eins og hann er í sjálfum sér, óháð sjónarhóli, þýða að ekkert sjálfstætt heim-
spekilegt athafnasvið sé til? Slíkt myndi aðeins leiða af hinu fyrra ef gefið er
að markmið hinnar mögulegu sjálfstæðu heimspekilegu framkvæmdar sé að
lýsa heiminum eins og hann er í sjálfúm sér, óháð sjónarhóli. Og hversvegna
skyldum við fallast á það? Eg skal játa að ég er frekar viðkvæmur fyrir þessari
rökleysu, vegna þess að í bók Putnams (sem hefúr að geyma kaflann „Bern-
ard Williams og hin altæka hugtekning heimsins“) er ég sagður „telja eðlis-
fræði veita okkur hinn endanlega frumspekilega sannleika ...“4 Nú hef ég
raunar aldrei aðhyllst neitt slíkt viðhorf og er fyllilega sammála Putnam þeg-
ar hann hafnar því. Hins vegar hef ég haldið á lofti þeirri hugmynd að vísind-
in gætu lýst veröldinni „eins og hún er í sjálfri sér“, það er að segja, veitt eft-
irmynd af heiminum sem væri að jafn miklu leyti og mögulegt er óháð
staðbundnum sjónarhólum eða sérkennum athugenda, eftirmynd af heimin-
um, eins og ég orðaði það „eins og hann er í öllu falli“.5 Slíka eftirmynd
nefndi ég, með mínu tungutaki, „hina altæku hugtekningu heimsins“. Hvort
henni má ná eða ekki, hvort viðleitnin til hennar er yfirhöfuð heilsteypt, það
eru vitaskuld í hæsta máta umdeilanlegar spurningar.
Til merkis um að eitthvað hafi misfarist í rökfærslu Putnams, eða minni,
ef ekki báðum, er að hann gerir ráð fyrir að hugmyndin um altæka hugtekn-
ingu heimsins hljóti að vera upprunnin í hinu mótsagnakennda og ósam-
kvæma markmiði að lýsa heiminum án þess að lýsa honum: eins og hann
orðar það,6 þá getum við ekki skipt tungumálinu í tvo hluta, „hluta sem lýsir
heiminum „eins og hann er í öllu falli“ og hluta sem lýsir hugtakaframlagi
okkar.“ (Hið síviðsjála orð „okkar“ er mikilvægt og við víkjum aftur að því
síðar.) En markmið mitt með því að kynna til sögunnar hugmyndina um al-
tæka hugtekningu var einmitt að sýna að maður getur ekki lýst heiminum án
þess að lýsa honum, og að fyma til fyrir þeirri kantísku innsýn, að heimurinn
verður ekki hugtekinn án þess að menn geri sér einhver hugtök um hann.
Hugmynd mín var ekki sú að maður gæti meðtekið veröldina hugtakalaust,
4 Sama, bls. 108.
5 Descartes: The Project of Pure Enquiry (Harmondsworth: Penguin, 1978), bls. 64.
6 Renewing Philosophy, bls. 123.