Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 107
Islenskur Nietzsche við aldamót
105
á þann táknræna atburð þegar Förster-Nietzsche bauð Adolf Hitler árið
1934 að koma í skjalasafnið og færði honum göngustaf bróður síns að gjöf.
Við alþjóðlegu hernaðarréttarhöldin í Nurnberg sakaði franski ákærandinn
Franfois de Menthon þann 17. janúar 1947 Nietzsche um að vera ómann-
úðlegan forföður þjóðernissósíalismans vegna fordæmingar hans á lýðræði,
sósíalisma, kristni og gyðingdómi. Þegar Helgi skrifar Lesbókar-greinina
nokkrum mánuðum síðar fer hann ekki jafn jákvæðum orðum um hug-
myndir Nietzsches um ofurmennið og áður, og telur þær hafa átt þátt í
hörmungum þýskrar sögu. Nietzsche hafi álitið „að fram gæti komið ný og
fullkomnari manntegund, sem hann kallaði Ubermaensch (Superman; dr.
Ag. Bjarnason held ég það sé, sem hefir kallað Ubermensch Nietzsches of-
urmenni). En um það, hvernig þetta ætti að geta orðið, voru hugmyndir þær
sem Nietzsche gerði sér, mjög ófullnægjandi, og hafa þess vegna haft
óheppileg áhrif á þýska sögu. Nietzsche dáðist mjög að mönnum eins og
Cesare Borgia og Napoleon, virtist sem slíkir mundu helst vera í ofurmenn-
isáttina. Ætti öðrum eins og þeim að vera leyfdegt jafnvel það sem vér
mundum nefna glæpsamlegt athæfi gagnvart hversdagsfólkinu, af því að
nauðsynlegt gæti verið til þess að mannkynið kæmist á æðra stig, að beita
grimmd og miskunnarleysi. — Nietzsche grunaði ekki, að þessir skörungar
mannkynssögunnar, sem hann dáðist svo mjög að, voru helstefnumenn af
sérstaklega illkynjaðri tegund.“ (294)43
Sá möguleiki að hugmyndir Nietzsches hafi ýtt undir ódæðisverk nasista
var á eftirstríðsárunum svo knýjandi að vart var hægt að skrifa um Nietzsche
án þess að taka afstöðu til þeirrar ásökunar. Heimsstyrjöldin síðari var ekki
hafin þegar fyrstu tdraunir voru gerðar til að hreinsa mannorð Nietzsches. I
ársbyrjun 1937 opnaði George Bataille þemahefti tímaritsins Acéphale um
Nietzsche og fasismann með grein sinni „Nietzsche et les fascistes" þar sem
hann færir rök fyrir ósamrýmanleika hugmynda Nietzsches við fasisma, ras-
isma, gyðingahatur og þýska þjóðrembu. Arið 1939 flúði átján ára þýskur
gyðingur, Walter Kaufmann (1921-1980), til Bandaríkjanna. Hann varði
doktorsritgerð um kenningu Nietzsches um gildi (Nietzsche's Theory ofValu-
es) við Harvard-háskóla árið 1947 og varð síðar prófessor í heimspeki við
Princeton-háskóla. Sem þýskur Nietzsche-fræðingur í Bandaríkjum eftir-
stríðsáranna stóð hann frammi fyrir harðsóttu verkefni þegar hann ritaði á
fimmta hundrað síðna doðrant, Nietzsche. Philosopher, Psychologist, Antichrist
(1950). Frumforsenda þess að gera Nietzsche gjaldgengan var að sýna fram
á að hugsun hans færi ekki saman við hugmyndafræði nasista. Þjóðernissós-
íalískir heimspekingar á borð við Heinrich Hártle (Nietzsche und derNation-
alsozialismus, 1937) gerðu Nietzsche að forvera Hitlers og vestanhafs voru
þessi tengsl sett fram í bókum á borð við From Nietzsche dovm to Hitler
(1938) eftir M. P. Nicolas. Árið 1941 kom út vönduð bók eftir George A.
Morgan, What Nietzsche Means, en hún fékk litla umfjöllun í stríðinu. Bók
43 í Nýal greinir Helgi frá því að „hin góða stefna, Hfstefnan, guðstefnan (the gimlich or life line of
evolution) stefna vaxandi samstillingar allra krafta" sé andstæða hinnar sem er „hin illa stefna, stefna
hinnar vaxandi þjáningar, helstefnan, Vítisstefnan (the infernal line of evolution)." (95)