Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 45
Skírskotunarlistin
43
Gagnrýni Baeumlers á persónuleikahugjón menntamanna finnst - nánast
orðrétt - í fórum Gadamers: Túlkun hans á hinu platónska „paídeiaíl beinist
gegn „hugsjón mannhyggjunnar um samstilltan persónuleika" (Gadamer
1934, 18).24 Gadamer vill veita þessari gagnrýni á fagurfræðilega mann-
hyggju hljómgrunn meðal húmanistanna, með því að laða hana fram úr eft-
irlætis menntaverkum þeirra og gerirpaídeia Platons að „andstæðu þess [...]
sem Grikkirnir sjálfir og við sem húmanískir arftakar þeirra skiljum sem
,menntun‘ og ,menningu‘“ (sama). Hið platónska paídeia sé „hreyfing sem
gengur þvert gegn upplausnarbraut ríkiseðhsins sem upplýsingaröflin gripu
til“ (22).25 Með „upplausnaröflum upplýsingarinnar“ grípur Gadamer til
heimspeki-pólitísks dulmáls sem einnig var innprentað í hina opinberu
þjóðernissósíalísku orðræðu. Það umlykur breitt litróf afla sem ber að stríða
gegn, allt frá „lífsfjandsamlegri skynsemi [Ratio\il og „hugmyndunum frá
1789“ til „andgermanskra hneigða“.26
Eins og sýna mætti í frekari smáatriðum lagði Gadamer til túlkunar-
ramma, sem gerði þýskum samtíma kleift að skilja skáldagagnrýni Platons
þannig að hún léði um leið sjálfsskilningi samtímans form. Þetta afrek verð-
ur hins vegar þá fyrst sýnilegt þegar stefið um sófistana, eða hið sófíska,
ásamt gagnrýni á upplýsinguna, er ekki aðeins skilið hugmyndasögulega,
heldur um leið hugsað sem áþreifanleg brennimerking fjandmanna Þriðja
ríkisins (sbr. Orozco 1994). I kjölfarið má hta á það þegar Gadamer snýst
með Platoni gegn „sófískum“ réttarskilningi og boðar skilyrðislaust yfirvald
ríkisréttarins, sem eigi skýran og djúpan samhljóm við þjóðernissósíalismann
á því skeiði er hann var að festast í sessi:
Hinar margvíslegu leikgerðir sófískra réttarkenninga eiga það sam-
eiginlegt að veita réttinum ,grundvöh‘. Hvort sem þær gefa sig út
fyrir að vera íhaldssamar eða byltingarsinnaðar, já einmitt þegar þær
telja sig hafa grundvallað yfirráð ríkisréttarins, hafa þær í raun um-
turnað merkingu réttarins. Sem dómarar yfir réttinum hafa þær
hafnað honum, eins þá er þær ,sýkna‘ hann. (15)27
24 Þar með skal ekki sagt að Gadamer sé hér að vitna í Baeumler. Samsvörunin er hins vegar engin til-
viljun, hún er til marks um sömu vígstöðu. Hugsýn hins samstillta persónuleika, líkt og það nefnist í
þrætinni vísun í Schiller, var algengt launmál í gagnrýni þjóðernissósíalista á hina „ópólitísku mennta-
menn“. Það hvernig Gadamer tekur þetta orðalag upp er dæmigert fyrir það sem franski málvísinda-
maðurinn Michel Pécheux hefur nefnt „þver-orðræðu“.
25 Wilamowitz (1919, 66), sem er sjálfur kunnur fyrir að varpa Þýskalandi Vilhjálms keisara aftur til
Aþenu fimmtu aldar fyrir Kristsburð, punktar í þessu samhengi hjá sér: „Það að sófistarnir skuli
einnig hafa verið uppfræðarar, er vissulega rétt, en sá sem nefnir 5. öldina tíma hinnar grísku
upplýsingar, minnir þannig á upplýsingu skynsemishyggju 18. aldarinnar, þótt andi þessara tíma sé
jafn ólíkur og hugsast getur.“
26 Hluti slíkrar orðanotkunar er tortímandi upplýsing, sem m.a. má finna í fyrirlestri Ernst Bertram
„Deutscher Aufbruch" frá 3. maí 1933.
27 Árið 1934 tekur Herbert Marcuse afstöðu til þessarar stefnu: „Á því sviði sem hin pólitíska tilvistar-
stefna hreyfir sig skiptir engu hvort ríkið í „almynd“ hafi rétt á slíkum kröfum. [...] Tilvist pólitísku
kringumstæðnanna hefiir fjarlægst ,skynsemis‘-spurningar; sjálf spurningin er glæpur [...] grundvöll-
ur yfirvaldsins yfirstígur sérhverja samfélagslega staðreynd." (Marcuse 1980, 190)