Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 109
Islenskur Nietzsche við aldamót
107
lægir öll merki um beitingu valds í garð annarra, og gengur svo langt að túlka
Nietzsche þannig að hann álíti harðneskju í garð hinna veiku óafsakanlega,
að það sé skylda að taka tillit til þeirra. Túlkun hans er á skjön við íslenska
Nietzsche-túlkendur á fyrri hluta 20. aldar. Kaufmann (224) hafnar þeirri
túlkun, sem m.a. má finna hjá Helga Pjeturss, að Nietzsche hafi dáð Cesare
Borgia. Aðdáun Nietzsches á Napóleoni segir hann andlega (315) og aðdá-
unin á Sesari var á manni „sem heíur stjórn á ástríðum sínum“ (316). Kauf-
mann er líka á skjön við íslensku túlkanirnar á Nietzsche þegar hann reynir
að sýna fram á að hugmyndir Nietzsches fari ekki saman við mannkynbóta-
hugmyndir (nasista). Þar sem umræddar íslenskar Nietzsche-túlkanir voru
skrifaðar fyrir valdatöku nasista eru þær augljóslega úr öllum tengslum við
þjóðernissósíalismann en menn voru nokkuð sammála um að mannkynbóta-
hugmyndir Nietzsches fælu í sér að hinir veiku ættu að deyja og það ætti að
stuðla að þeirri þróun. Kaufmann sér engar mannkynbætur í skrifum Nietz-
sches heldur aðeins ræktun sjálfsins. I þessu sambandi gagnrýnir Kaufmann
darwinískar mistúlkanir á ofurmenninu og tengir Nietzsche þess í stað við
erfðakenningu Lamarcks sem hann segir nasista ávallt hafa hafnað sem bol-
sévískri lygi sem ógilda myndi kynþáttahyggju þeirra. (294)
Þau rök Kaufmanns að hugmyndir Nietzsches um mannkynbætur séu al-
gjörlega á skjön við mannkynbótahugmyndir nasista eru ekki sannfærandi.
Nietzsche var að einhverju leyti talsmaður jákvæðra mannkynbóta (ræktun
æðra kyns með stýringu getnaðar) og óumdeilanlega, líkt og íslenskir Nietz-
sche-túlkendur á fyrri hluta 20. aldar gerðu sér grein fyrir, stuðningsmaður
neikvæðra mannkynbóta (útrýmingar „hinna veiku“). Kaufmann leiðréttir
hins vegar réttilega ýmsar túlkanir, þ. á m. þá tilhneigingu túlkenda til að
Hkja Nietzsche við Darwin (eins og algengt var meðal íslenskra Nietzsche-
túlkenda). Almennt gengur Kaufmann þó allt of langt í því að fegra Nietz-
sche. Þannig segir hann réttilega að tal Nietzsches um kynþætti og blóð beri
ekki að leggja að jöfnu við rasisma nasista og hugmyndafræði Blut und
Boden, en virkar óneitanlega hjákátlega, með fullri virðingu fyrir þeim erfiðu
viðtökuskilyrðum sem hann stóð frammi fyrir, þegar hann segir ástæðuna þá
að Biblíu-arfurinn, stóumenn, upplýsingin og Goethe hafi komið í veg fyrir
að Nietzsche aðhylltist hugmyndir um norrænan kynþátt herranna (287). Is-
lendingar voru allt frá Friðriki meðvitaðir um að Nietzsche (Zur Genealogie
der Moral 1:11) gerði ekki skandinavískum víkingum eða rómverskum og
germönskum aðli hærra undir höfði en arabískum og japönskum aðal-
smönnum, þótt vissulega hafi menn stundum speglað sig í lofi Nietzsches á
hinu norræna. Kaufmann (225) hefur einnig á réttu að standa þegar hann
bendir á að „ljóshærða villidýrið", sem fellur í sömu málsgrein, sé ekki kyn-
þáttahugtak sem vísi til hins norræna kyns að hætti nasista heldur til ljóns-
ins sem tákn hins göfiiga kynþáttar í víðari skilningi. Þetta er eitt af mörg-
um dæmum þar sem Kaufmann grefur með réttu undan túlkunum sem líkja
Nietzsche við hugmyndafræði nasismans en í öðrum tilfellum stenst fegrun
hans ekki nánari skoðun.
Thomas Mann hefur eitthvað fyrir sér þegar hann fullyrðir aftan á kápu