Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 164
IÓ2
Michael Hardt ogAntonio Negri
andi þróunar þess í samfélaginu, með hugtökum á borð við „fjöldavits-
munir“36, „óáþreifanleg vinna“ og út frá marxíska hugtakinu „almennir vit-
smunir".37 Þessar greiningar miða sig við tvö samhæfð rannsóknarverkefni.
Fyrra verkefnið felur í sér greiningu á nýlegum ummyndunum framleiðandi
vinnu og tilhneigingu hennar til að verða æ óáþreifanlegri. A okkar dögum
hefur vinnuafl verksmiðjuverkafólks í framleiðslu virðisaukans38 í auknum
mæli orðið að víkja úr lykilhlutverki sínu fyrir vinnuafli sem er vitsmunalegt,
óáþreifanlegt og boðskiptalegs eðlis. Því er nauðsynlegt að þróa nýja stjórn-
málakenningu um virði sem getur sett fram vanda þessarar nýju kapítalísku
auðsöfnunar í miðju aðránsgangverkinu (og því ef til vill í miðju hugsan-
legrar uppreisnar). Seinna rannsóknarverkefni þessa skóla, sem er afleiðing
af hinu fyrra, felst í að greina nærtækustu félags- og boðskiptavíddir lifandi
vinnu í auðmagnssamfélagi samtímans, og setja þar af leiðandi fram vanda
nýrra sjálfsverumynda, bæði með tilliti til arðránsins sem þær verða fyrir og
byltingarmöguleika þeirra. Hin nærtæka, félagslega vídd arðránsins á lifandi
óáþreifanlegri vinnu kaffærir hana í öllum tengslaþáttum sem ákvarða hið
félagslega en virkjar einnig samtímis þá gagnrýnu þætti sem leiða til óhlýðni-
°g uppreisnarmöguleika í öllum tegundum vinnutengdra athafna. I kjölfar
nýrrar kenningar um virði þarf þannig að búa til nýja kenningu um sjálfsveru
sem vinnur fyrst og fremst með þekkingu, samskipti og tungumál.
Þessar greiningar hafa á ný staðfest mikilvægi framleiðslunnar innan þeirr-
ar lífpólitísku þróunar sem orðið hefur á samsetningu samfélagsins, en þær
hafa einnig á vissan hátt einangrað hana — með því að meðhöndla hana í sínu
hreinu formi, fága hana á sviði hugmyndanna. Þær hafa látið eins og upp-
götvun nýrra gerða framleiðsluafla - óáþreifanlegrar vinnu, fjölvæddrar39
vitrænnar vinnu, vinnu „almennra vitsmuna“ - nægði til að öðlast raunveru-
legan skilning á hinu sívirka og skapandi sambandi efnislegrar framleiðslu og
félagslegrar endurframleiðslu. Þegar þær setja framleiðsluna aftur í hið líf-
pólitíska samhengi sýna þær hana nánast einvörðungu við sjóndeildarhring
tungumáls og samskipta. Einn af alvarlegustu annmörkunum hefiir því ver-
ið tilhneiging þessara höfunda til að fást eingöngu við vitrænar og ólíkamleg-
ar hliðar nýrra vinnusiða í hinu lífpólitíska samfélagi. Framleiðslugeta líkama
og virði hrifa eru, hvað sem öðru líður, algjört lykilatriði í þessu samhengi.
Við munum gera grein fyrir þessum þremur meginþáttum óáþreifanlegrar
vinnu í efnahag samtímans: vinnuafli boðskipta í iðnvæddri framleiðslu sem
hefur nýlega tengst saman í upplýsingakerfum, hinu gagnvirka vinnuafli
táknrænnar greiningar og vandamálalausna, og vinnuafli framleiðslu og hag-
36 [‘Fjöldavitsmunir’ er þýðing á mass míellecluality.]
37 A ensku, sjá einkum ritgerðirnar í Paolo Virno og Michael Hardt ritstj. Radica! Thought in Italy
(Minneapolis: University of Minnesota Press, 1996). Sjá einnig Christian Marazzi, Ilposto dei calzini:
la svolta linguistica dell'economia e i suoi effetti nellapolitica (Bellinzona: Edizioni Casagrande); og fjöl-
mörg tölublöð franska tímaritsins Futur anterieur, einkum 10. tbl. (1992) og tbl. 35-36 (1996). Grein-
ing sem notast við grundvallarþætti úr þessari áætlun en mistekst á endanum að fanga krafta hennar
er André Gorz, Misére duprésent, richesse dupossible (París: Galilée, 1997). [Aths. þýð.: Almennir vits-
munir’ er þýðing á general intellect.\
38 [‘Virði’ og ‘virðisauki’ eru þær þýðingar á marxísku hugtökunum value (þ. Wert) og surplus value (þ.
Mehrwert) sem ákveðið var að notast við hér.]