Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 238
236
Björn Þorsteinsson
sem býr íframtíðinni (nafnorðið sem er svo gott sem samhljóða umræddu
orðasambandi, „avenir', vísar til framtíðarinnar í merkingunni „hið ókomna“
til aðgreiningar frá orðinu „futur ‘ sem í augum Derrida skírskotar fyrst og
fremst til fyrirsjáanlegrar framtíðar, þ.e. til þeirrar framtíðar sem menn sjá
fyrir sér sem „verðandi eða komandi nútíð“). Lýðræðið, hið sanna lýðræði, er
og verður í vændum; það býr í framtíðinni en lætur jafnframt til sín taka í
nútíðinni andspænis hvers kyns tikraunum til að slá endanlega eign sinni á
lýðræðið.42 Leitin að lýðræðinu stendur yfir; hugmyndin um lýðræðið í
vændum sér til þess að leitinni er haldið áfram, að henni er haldið á lofti sem
brennandi verkefni sem þarf að sinna hér og ««.43 I Voyous leggur Derrida ríka
áherslu á að hugmyndin um lýðræðið í vændum megi ekki túlka sem „óend-
anlega hugsjón" á þann hátt að úr verði afsökun fyrir því að halda að sér
höndum og vanrækja hið lýðræðislega verkefni í samtímanum.44 I þessum
skilningi má ekki leggja hugmyndina um lýðræðið í vændum fortakslaust að
jöfnu við „hugsjónir skynseminnar“ að hætti Kants, það er að segja hugsjón-
ir sem skynsemin hefur að leiðarljósi ípeirri vissu að þær verði aldrei að veru-
leika.45 Að vísu er ekki þar með sagt að Derrida aðhyllist andstæðan kost og
haldi því fram að orðalagið „lýðræðið í vændum" lýsi fyrirbæri sem verði
áreiðanlega að veruleika. Meðalvegurinn sem Derrida fetar á milli þessara
öfga felst í því að kenna lýðræðið við loforð sem stendur en hefur enn sem
komið er ekki verið (fyllilega) efnt46 Staður lýðræðisins er því á milli hins
mögulega og hins ómögulega. Derrida táknar þetta millibil með bandstriki
sem skilur forskeytið frá „meginorðinu": lýðræðið býr semsé í hinu ó-mögu-
lega {l'im-possible). Hvað er átt við með þessu orði? Derrida leggur til dæm-
is áherslu á að hið ó-mögulega megi ekki tengja við neins konar „sviptingu“,
ekki megi leggja það að jöfnu við „hið óaðgengilega" og að það láti ekki vísa
sér frá um ótilgreindan tíma:
[...] það gefur sig fram við mig, það styðst við mig, það fer á undan
mér og grípur mig hér og nú, í trássi við hvers konar sýndargervingu,
í verki og ekki að mætti. Það kemur til mín að ofan, í líki fyrirmæla
sem bíða ekki úti við sjóndeildarhringinn, sem ég sé ekki fyrir, láta
mig ekki í friði og gefa mér engan kost á því að slá á frest. [...] Hið
ó-mögulega er semsé ekki hugmynd eða hugsjón (sem höfð er að
leiðarljósi). Ekkert er jafn óneitanlega raunverulegt. Og áþreifan-
legt. Eins og sá, sú eða það sem er annar, önnur eða annað.47
Hið ó-mögulega kallar með öðrum orðum á okkur, hér og nú, það kallar okk-
ur til liðs við sig, og ekkert er í senn „jafn óneitanlega raunverulegf og
42 Sjá nánar um þetta efni, og framhaldið, grein mína „Endalok sögunnar og framtíð lýðræðisins", Sktrn-
ir 176 (vor 2002), einkum s. 187.
43 Sbr. Derrida, Voyous, s. 53.
44 Sbr. sama rit, s. 107.
45 Sjá sama rit, s. 122-125; sbr. einnig Derrida, L'autre capy París, Minuit 1991, s. 76.
46 Sjá Derrida, Voyous, s. 120-121,132.
47 Sama rit, s. 123.