Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 226
224
Sigríður Þorgeirsdóttir
þættingarferli sem hefur átt sér stað innan hug- og félagsvísinda og eiga
þverfaglegar nálganir og femínísk gagnrýni, svo tvö dæmi séu nefnd, þátt í
þeirri þróun. Það má því draga í efa að hægt sé að tala um „heimspekina“,
frekar en hægt sé að tala um „listina" eða „sálfræðina". Og kannski hefur það
aldrei verið hægt. I hinni 2500 ára löngu sögu sinni hefiir heimspeki birst í
óteljandi myndum og gerðum, en líkast til hefur heimspekiiðja aldrei verið
fjölbreyttari og sundurleitari en hún er nú á tímum. Ef maður spyrði hvern
heimspeking fyrir sig hvað heimspeki sé, væri við því að búast að svörin yrðu
jafn mörg og heimspekingarnir. Þetta segir hins vegar að heimspekin er
stöðugt í leit að því hvað hún er, að iðkun heimspeki er um leið viðleitni til
skilgreiningar á því hvað hún er.
Sú hugmynd sem Critchley leggur upp með í bók sinni að það slakni á
spennunni milli hinna tveggja meginstrauma heimspekinnar, sem ætti að
verða til þess að þeir rynnu saman í eitt fljót, breiðir að öllum líkindum um
of yfir djúpar gjár sem eru ríkjandi milli hefða og strauma í heimspeki. Má
fremur æda að hinir tveir meginstraumar heimspekinnar séu ekki að renna
saman í eitt fljót, heldur að þeir séu að kvíslast í ýmsar áttir? En þrátt fyrir
að aðferðir, viðfangsefni og leiðir heimspekinnar virðist þróast í ýmsar áttir,
má hins vegar segja að heimspeki sé enn sem fyrr trú því hlutverki sínu að
efast um hið sjálfsagða, og hún gerir það með því að grafast fyrir um rök og
greina hugtök. Critchley orðar þetta sjálfur á þann hátt að heimspekingum
sé hollast að minnast ákalls Kants um að þora að hugsa (sapere aude) og að
takast á við verðug verkefni. Hann vonast til að heimspeki geti orðið mikil-
vægur þáttur í lífi hverrar menningar sem ,,samræð[a] við sjálfa sig og við
aðra menningarheima.“ (136) Hin heimspekilega afstaða felst í því að greina
þann heim sem við búum í og spyrjast fyrir um það sem sjálfgefið þykir
hverju sinni, til dæmis með því að spyrja almennra spurninga um réttlæti, ást
eða tilgang lífsins. Þetta hljómar full almennt. Ef Critchley vildi taka ögrun
kantíska ákallsins, sem hann fer svo lofsamlegum orðum um annars staðar í
bók sinni, af fullri alvöru yrði hann einnig að sýna fram á að hlutverk heim-
speki felst ekki hvað síst í að velta fyrir sér öðrum möguleikum en þeim sem
við búum við og annars konar skilningi á því sem viðtekið er. Krítísk heim-
speki í anda Kants er því leit að frelsandi þekkingu fyrir mann og samfélag,
sem getur falist í viðleitni til að koma auga á það sem er öðruvísi og nýtur
ekki sannmælis, eins og einkennir t.d. greiningar femínískrar heimspeki, svo
aðeins eitt dæmi sé nefnt/
Continental Philosophy. A Very Short Introduction (Oxford: Oxford University Press, 2001). Þessi um-
fjöllun var upphaflega skrifuð í kynningarskyni í tilefni þess að Simon Critchley hélt fyrirlestur við
Háskóla Islands þriðjudaginn 27. maí, 2003. Umfjöllunin birtist á síðu Heimspekivefsins, heim-
speki.hi.is, en birtist nú hér örlítið breytt og bætt.