Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 149
Islenskur Nietzsche við aldamót
H 7
felst, að allir þættir hennar sem eru sýnilegir, þekktir og ,meðvitaðir‘, séu
enn hluti af yfirborði hennar og húð, sem eins og öll húð lætur ýmislegt
uppi en hylur þó sýnu fleira. I stuttu máli trúum við því að ásetningurinn sé
ekki annað en einkenni og tákn sem þarfnast útleggingar, og að auki tákn
sem merkir alltof margt og er því nærri merkingarlaust eitt og sér. Við trú-
um því að siðferði - eins og það hefur verið skilið hingað til - sem ásetn-
ings-siðferði, hafi verið fordómur, fljótræði, kannski bráðabirgðalausn -
eitthvað í líkingu við stjörnuspeki og gullgerðarlist, alltént eitthvað sem við
verðum að sigrast á.“146 Nietzsche hefur á réttu að standa þegar hann segir
hið sýnilega, þekkta og meðvitaða vera yfirborðsfýrirbæri. Þau geta varla
verið uppistaðan í fræðum um mannlegt atferli eða mannlegar hegðunar-
reglur. Þessi yfirborðsfýrirbæri eru toppurinn á ísjakanum sem er að mestu
undir sjávarmáli og það þarf dýpri heimspeki en þá sem hefðbundin sið-
fræði hefur upp á að bjóða til að kafa ofan í þá ómeðvituðu og ópersónulegu
þætti sem félagssögulegur líkaminn hefur að geyma. Nietzsche hafnar rétti-
lega tilvist óeigingjarnra félagslegra athafna, viljahyggju (voluntarism) og
mannlegu frelsi í þeim skilningi sem siðfræðin leggur í það. Hann álítur
sjálfsveruna sem siðfræðin styðst við sjálfsblekkingu og ábyrgð hinnar
frjálsu sjálfsveru því glapsýn: „Séu einvörðungu þær athafnir siðferðilegar,
eins og ein skilgreiningin kveður víst á um, sem gerðar'eru fyrir hinn og að-
eins hans vegna, þá eru ekki til neinar siðferðilegar athafnir! Séu einungis
þær athafnir siðferðilegar - líkt og önnur skilgreining kveður á um - sem
gerðar eru af frjálsum vilja, þá eru sömuleiðis ekki til neinar siðferðilegar at-
hafnir!“ Nietzsche álítur þetta fræðilega hugsunarvillu: „Sökum þessarar
villu ofmátum við fram til þessa gildi sumra athafna: við skildum þær frá
hinum ,eigingjörnu‘ og ,ófrjálsu‘ athöfnum. Ef við eignum þeim aftur þessa
þætti, líkt og okkur ber að gera, þá drögum við óneitanlega úr gildi (gildis-
mati) þeirra [...] vegna þess að ,eigingjarnar‘ og ,ófrjálsar‘ athafnir voru
hingað til of lágt metnar, sökum þess að þær voru álitnar gjörólíkar hinum
óeigingjörnu og frjálsu athöfnum."147 I þessum anda færum við Hjörleifur
Finnsson (í „Hvers er Nietzsche megnugur?“) rök fyrir því að siðfræðin
hvítþvoi samfélagsgagnrýni sína af valdi, (sér)hagsmunum og öðrum þátt-
um sem hún lækkar í gengi, og verði þannig vanhæf til beittrar samfélags-
gagnrýni þar sem þessi sótthreinsaða mynd af samfélaginu á lítið skylt við
hið jarðneska samfélag. Heimspeki Nietzsches er efnishyggja sem er ólíkleg
til að hvetja til innri siðbótar eða hugarfarsbreytingar að hætti siðfræðilegrar
hughyggju. I stað þess að leggja fast að stjórnmálamönnum að taka sig á sið-
ferðilega er raunsærra að breyta lífsskilyrðum þeirra. Raunverulegar breyt-
ingar eiga sér ekki stað nema með breyttum lífsskilyrðum, breyttum jarð-
vegi.148 Sifjafræðin er þannig jarðbundinn skilningur á þeim fyrirbærum
sem siðfræðin hefur til himna.
Foot álítur verjendur Nietzsches svipa til þeirra sem segja Wagner (t.d.
146
147
148
Handati góðs og ills 32.
Morgenröte 148.
Sjá ítarlegri gagnrýni í síðasta hluta greinar okkar Hjörleifs „Hvers er Nietzsche megnugur?".