Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 223

Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 223
Meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki 221 Carnap, sem var einn af forsprökkum Vínarhópsins, var umhugað um að heimspekin gæti verið framsækið afl í þágu þjóðfélagsbreytinga. Hann var hins vegar þeirrar trúar að hún gæti best leyst það verk af hendi með því að laga sig algerlega að vísindalegri rökhugsun og grafa undan allri frumspeki sem hann sagði helst þjóna afturhaldssemi og guðfræði í heimspeki og póli- tík. Carnap taldi heimspeki Martins Heidegger hættulegasta dæmið um slíka frumspeki. Critchley tekur einmitt fræga deilu Carnaps og Heideggers um frumspeki sem dæmi um hástig togstreitu rökgreiningar- og megin- landshefðarinnar. Báðir höfundar leiddust að hans mati út í öfgarnar sem hvorri hefð um sig er hætt við, vísindahyggju og andskynsemishyggju. Deila þeirra byggir að mati Critchleys enn fremur á grundvallarmisskilningi sem hefur átt hvað diýgstan þátt í langvarandi samskiptaleysi milli rökgreining- ar- og meginlandsheimspekinga. I frægum innsetningarfyrirlestri frá árinu 1929, „Hvað er frumspeki?“, fullyrti Heidegger að sjálf vísindin byggðu á frumspekilegum forsendum sem þeim væru hulin. Grundvallarafstaða til lífsins sem er skilyrt af tengslum mannsins við sjálfan sig og veru sína í heiminum býr að baki allri vísinda- legri þekkingarleit. Vísindin hafa losnað úr tengslum við þennan frumspeki- lega grundvöll sinn og geta því ekki annað af sér en brotkenndar myndir af veruleikanum. Rökhugsun og þekkingarleit í anda aðferðafræði raunhyggju, sem leiðir óhjákvæmilega til smættarhyggju, munu aldrei geta höndlað hinn dýpri veruleika mannlegs lífs. Carnap hæddist óskaplega að þessum fyrirlestri Heideggers vegna þess að í honum er mannleg jaðarreynsla (angistar og leiðinda) talin vera fyrirbæri sem lýkur því upp fyrir manninum að hann hafi ekkert hald, engan fastan grunn til að standa á og Heidegger kallaði tóm eða neind. Tilgáta Heidegg- ers er sú að slík reynsla veiti frumspekilega innsýn í veruleikann eða sjálfa veruna. Carnap hélt því fram að hugtak á borð við neind væri tómt bull og fullyrti að frumspeki væri ekki annað en viðleitni heimspekinga til að höndla einhverja óræða lífstilfinningu sem þeir ættu betur að láta listamönnum eft- ir. Hlutverk réttnefndrar heimspeki væri hins vegar að taka veruleikann föst- um tökum með hjálp raunvísindalegra aðferða og tungumáls sem væri í senn röklegt og gagnsætt. Hugleiðingar Heideggers um neind og veru eru einhver óræðasti kaflinn í sögu 20. aldar meginlandsheimspeki, og einmitt sú tegund hugsunar sem getur leitt út í andskynsemishyggju og jafnvel gerviguðfræði að dómi Critchleys. Heimspeki Carnaps var hins vegar ekki síður afvegaleidd, eins og nemandi hans, W. V. Quine, átti síðar eftir að sýna fram á í frægri ritgerð um kreddur raunhyggjunnar. Carnap og félagar í Vínarhópnum leiddust til að halda að það væri beint samband milli orða og setninga annars vegar og veruleikans sem þau tjá hins vegar. Heidegger gat þess vegna réttilega vísað ásökun Carnaps um frumspeki til föðurhúsanna vegna þess að kenning Carnaps byggði á því sem Wilfrid Sellars kallaði síðar „goðsögnina um hið gefna.“ Þegar upp er staðið telur Critchley að þessir andstæðingar hafi magnað upp sundurlyndi heimspekinnar. Þeim var hins vegar ekki alls varn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.