Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 184

Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 184
i82 Hjörleifur Finnsson ar.23 Þannig verður menningin náttúruleg. Eða með orðum Donnu Har- away: „Krabbameinsmúsin™ sem og „framfarir innan genatækninnar" kenna okkur að náttúran er hreinn tilbúningur. En þessi lexía er rótgróin í langlífri, þjóðernisbundinni, náttúruvæðandi orðræðu, sem stöðugt réttlætir „félags- legt“ skipulag með hugtökum „náttúrulegs“ réttmætis."24 Hvorutveggja, menningu og náttúru, liggur sama lögmál samkeppni, (frjáls) (úr)vals, há- marksnýtingar og framfara til grundvallar. Líftæknivísindi eftirnútímans fela valdaafstöður sínar með því að framleiða orðræðu sem segir menninguna (og þar með framleiðsluhætti líftæknivísindanna sjálfra) náttúrulega, og þar með hlutlausa og ópólitíska, sem aftur réttlætir sannleikstilkall þeirra. Náttúra og menning renna saman í nýtt náttúruhugtak verklegrar náttúru: náttúru sem rekur sig eins og fyrirtæki. Náttúran er verkleg og sömuleiðis menningin sem er þá aftur náttúruleg. En hvernig svarar þetta spurningunni hér að ofan? Hvernig getur þessi orðræða réttlætt og tryggt framleiðsluhætti nýs kapítal- isma? Jú, verkleg náttúra er kapítalísk náttúra um leið og kapítalisminn er náttúruleg samfélagsgerð og menning. Náttúran er orðin meira en grund- völlur menningarinnar, hún er orðin menning, en er þó eftir sem áður það sem er gefið, hráefnið. Þetta nýja hugtak náttúrunnar opnar möguleika á landnámi, nýtingu og arðráni. Svið sem áður voru utan kapítalískra fram- leiðsluhátta opnast og það sem takmarkaði þá leysist upp. Maðurinn stend- ur þá hvorki utan við svið hráefnis né afurða. Helgi hans er horfin og sömu- leiðis öll hugmyndafræði ósnertanleika.25 Mannhelgi mannhyggjunnar víkur fyrir námugreftri líftækninnar. „Innri“ náttúra mannsins verður hráefnið. Náttúran rekur sig eins og fyrirtæki um leið og fyrirtækin fylgja „náttúruleg- um“ ferlum samkeppni, vals, bestunar og framfara. Pólitísk framleiðslustaða vísindamannsins er þó eftir sem áður hulin und- ir dulu hinnar eldri orðræðu og framsókn vísindanna réttlætt með sannleiks- hugtaki og hlutleysishugmynd nútímans. 3. Genavœðingin og áhœttusjálfsstjórn nýfrjálshyggjunnar Eins og fram kemur í fyrsta hluta greinarinnar snýst annar af pólum lífvalds- ins um tölfræðilega rannsókn og stjórnun á landslýð eða íbúum sem massa. 23 Frægastur er Herbert Spencer (1820-1903), sem var einn af þeim sem þróaði hinn svokallaða félags- Darwinisma (social Darwinism). Hann réttlætir félagslega misskiptingu gæða með tilvísun í náttúru- legt úrval (selection). Þetta stef endurómar sem aldrei fyrr í nýfrjálshyggjunni og er dæmi um hvernig ein af einkennandi orðræðum nútímans endurframleiðist í eftirnútímanum: „Öfugt við það sem hald- ið er fram í mörgum póstmódernískum greinargerðum, þá eyðir heimsvaldavélin alls ekki stórsögum heldur, þvert á móti, framleiðir hún þær og endurframleiðir (ekki síst hugmyndafræðilegar stórfrá- sagnir) til að réttmæta og hylla eigið vald.“ Sjá Negri og Hardt, „Lífpólitísk framleiðsla", s. 167. 24 Donna Haraway, „Anspruchsloser Zeuge@Zweites Jahrtausend. FrauMann© trifft OncoMouse™", s. 379. 25 Framgang sameindalífræðinnar og Hftækniiðnarins líkir Lemke við tilurð veraldlegra trúarbragða sem snúast um heiUaloforð endanlegra lækninga mannlegs böls. En þessi framgangur er á kostnað mann- helginnar: „Vissulega á heillaloforðið sér gjald: Lífið er héðan af hvorki heilagt né óframseljanlegt“. Thomas Lemke, „Regierung der Risiken“, s. 228.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.