Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 13
„Merleau-Ponty varfrumlegri en nokkuð sem póststrúktúralistarnir gerðu
ii
Hann hafði orðið fyrir sterkari áhrifum frá fyrirbærafræðinni en hinir, og á
árunum í kringum 1930 skrifaði hann ritgerðir í anda fyrirbærafræðilegs
marxisma. Hann var líka sá eini sem reynt hafði að skrifa um Sovétríkin í
bókinni um sovéskan marxisma, sem fyrst kom út 1957. Við nánari athugun
kemur í ljós, að sú bók er nokkuð í ætt við gagnfyninn trotskíisma af því tagi
sem finna má í ritum marxíska sagnfræðingsins Isaacs Deutschers, en það
var mér þá ekki á móti skapi. Þessir þættir skiptu meira máli en áhrif Marcu-
ses á stúdentahreyfinguna 1968. En eftir því sem ég fékkst lengur við rit
hans, varð mér ljósara að nauðsynlegt var að taka Marx til nánari athugunar,
og þá ekki síst þau rit hans sem frumkvöðlar hins fyrirbærafræðilega marx-
isma höfðu vanrækt eða ekki haft aðgang að - sér í lagi Grundrisse der Krit-
ik der Politischen Okonomie, sem ekki kom út í heilu lagi á frummálinu fyrr
en 1953 og vakti litla athygli fram að sjöunda áratugnum. Þess vegna heitir
bókin, sem til varð úr ritgerðinni, Von Marcuse zu Marx og Marx-fræði urðu
mikilvægur þáttur í rannsóknar- og ritstörfum mínum næsta áratuginn. Eft-
ir á að hyggja finnst mér hafa verið gild ástæða til að fara út í þessa sálma.
Það vantaði eitthvað í hefðbundnar túlkanir á Marx, og þess mátti sjá merki
hjá bæði lærisveinum og gagnfynendum - en það hefði ekki þurft að taka
svona langan tíma.
I inngangi að Von Marcuse zu Marx tekurðu upp pá spurningu Marcuse og
Horkheimers hvort hin gagnrýna kenning (kritische Theorie) Frankfurtarskólans
eigi að leysa heimspekina af hólmi. Hjá Adorno verður heimspekileg hugsun að-
eins möguleg sem hluti af samfélagskenningu. Hvaða stöðu Ijær hin gagnrýna
kenning heimspekinni?
Þegar ritgerðinni var lokið var ég orðinn meira en lítið leiður á Marcuse, og
hef varla litið í hann síðan. Hins vegar varð mér ljóst - þegar á fyrsta ári í
Frankfurt - að Adorno var frumlegri, skarpari og agaðri hugsuður en Marcu-
se, og það var því nauðsynlegt að fást meira við rit hans. Ég stóð næst hon-
um þegar ég skrifaði fyrstu ritgerðina í Zwischen Natur und Gesellschaft (seint
á árinu 1971), en ég varð aldrei rétttrúaður áhangandi Adornos af því tagi
sem ekki var óalgengt í Frankfurt (þeir eru kallaðir „Adorniten" og eru víst
til enn). Sér í lagi gat ég aldrei fellt mig við það að heimspekin ætti að tak-
markast við gagnfyna félagsfræði. Þetta held ég að komi skýrt fram í niður-
stöðum fyrrnefndrar ritgerðar - þar gagnfyni ég Adorno fyrir að halda að
hann geti sagt skihð við verufræði og heimspekilega mannfræði.
Eg gat aldrei fallist á það að heimspekin ætti að hörfa inn í eitt eða ann-
að. Kosik hafði reyndar gagnfynt allar þvílíkar hugmyndir mjög rækilega í
áðurnefndri bók og sýnt fram á að það er einfaldlega ekki hægt að hugsa
þessa hugsun til enda án þess að snúa aftur tii heimspekilegra hugleiðinga;
gildir þá einu hvort maður vih láta vísindi, gagnfyni eða „byltingarkenndan
praxís" koma í stað heimspekinnar.
Þær hugmyndir um „endalok heimspekinnar" sem voru fyrirferðarmestar á
sjöunda og áttunda áratugnum eru nú að miklu leyti úr sögunni. En það má