Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 97
Islenskur Nietzsche við aldamót
95
Líkt og ófáir Nietzsche-túlkendur tengir Ágúst í hæðnistón hugmyndir
Nietzsches með beinum hætti við persónu hans: „því aumari sem hann sjálf-
ur varð, því ötular hélt hann þeirri skoðun sinni fram, að alt sjúkt og veikt
ætti að deyja, en hið hrausta og heilbrigða að lifa.“ (364) Olíkt Friðriki sem
setti Nietzsche, Darwin og sósíalistana undir sama hatt andkristinnar efnis-
hyggju segir Ágúst Nietzsche „óttast [...] mest þjóðfélagsskipun sócialista“
(375). I tengslum við textafræðilegt skólaverkefni Nietzsches um gríska
skáldið Theognis (1865) segir Ágúst þann síðarnefnda hafa haldið „fram
,drottinvaldi hinna fáu‘ eins og Nietzsche síðar gerði, og hafði ótrú á ,hjörð-
inni', á múginum." (363) Ágúst álítur Nietzsche vera byltingar- og stríðs-
sinna, ekki endurbótasinna heldur hafi hann verið „byltingamaður í lund og
honum skildist því lítt hin eðlilega, hægfara framþróun, er á sér stað á öllum
sviðum. Aftur á móti fannst honum, að stríðið, baráttan mundi stæla svo
skjótt alla hæfileika mannkynsins, að það kæmist von bráðar á æðri brautir,
og því hélt hann baráttunni fram.“ (362) Ágúst telur að Nietzsche sé „ein-
dreginn talsmaður þróunarkenningarinnar í siðaskoðun sinni [...]. Eins og
sýnt var í þróunarkenningunni, að baráttan fyrir lífinu hefði í náttúrunni
framleitt hinar æðri tegundir jurta og dýra, eins vildi hann láta baráttuna í
mannlífinu og þjóðfélaginu framleiða æðri tegund mannkynsins.“
Annars vegar álítur Ágúst Nietzsche vera „einn af þessum frumherjum
hugsjónanna, er flestir óttast í fyrstu og fæstir hafa mætur á [...], einn af þess-
um plægjendum andans, er rótar jarðveginum upp og ristir fram úr fornum
venjum til þess að ryðja nýjum skoðunum braut“. Hins vegar virðist honum
„Nietzsche hafa missýnst um margt“, t.d. „að oft verður það undir í barátt-
unni fyrir óbilgirni annarra og eigingirni, sem ætti skilið að lifa og sigra“; auk
þess leggi hann „alt of litla áherzlu á samúð manna og samheldni, en alt of
mikla áherzlu á baráttuna og stríðið." (378-379)
Ósiðafrœði
Jarðfræðingurinn Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) nam náttúrufræði við
Hafnarháskóla frá 1875 en fluttist alfarið til Kaupmannahafnar 1899.27 Ári
eftir að hann var gerður að félaga í Konunglega danska vísindafélaginu birti
hann greinaröðina „Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans" í
Eimreiðinni (1910) og ber þriðji og síðasti hlutinn undirtitilinn „Skuggahlið-
ar menningarinnar — Ofgastefnur“.28 Nietzsche kemur þar töluvert við sögu
en í upphafi umfjöllunarinnar skýtur Þorvaldur eftirfarandi að: „Um Fr. Ni-
etzsche vil ég vísa mönnum til bókar Ágústs Bjarnasonar 19. öldin, bls. 362-
379; [...] þetta er að eins viðbætir við það, sem þar stendur.“ (213) Þessi full-
27 Um Þorvald sjá Steindór J. Erlingsson, „Hugmyndaheimur Þorvalds Thoroddsens 1872-1911“,
Sktmir (haust 2001), s. 354-388.
28 Matthías Viðar Sæmundsson ræddi grein Þorvalds í „Flugur og fjöll“, Lesbók Morgunblaðsins 14. nóv.-
5. des. 1998 og Steindór J. Erlingsson svaraði á sama vettvangi (6. nóv. 1999): „Eiga Þorvaldur Thor-
oddsen og Kristján Kristjánsson eitthvað sameiginlegt?: Síðbúin viðbrögð við skrifum Matthíasar
Viðars Sæmundssonar um póstmódernismann".