Hugur - 01.01.2004, Page 97

Hugur - 01.01.2004, Page 97
Islenskur Nietzsche við aldamót 95 Líkt og ófáir Nietzsche-túlkendur tengir Ágúst í hæðnistón hugmyndir Nietzsches með beinum hætti við persónu hans: „því aumari sem hann sjálf- ur varð, því ötular hélt hann þeirri skoðun sinni fram, að alt sjúkt og veikt ætti að deyja, en hið hrausta og heilbrigða að lifa.“ (364) Olíkt Friðriki sem setti Nietzsche, Darwin og sósíalistana undir sama hatt andkristinnar efnis- hyggju segir Ágúst Nietzsche „óttast [...] mest þjóðfélagsskipun sócialista“ (375). I tengslum við textafræðilegt skólaverkefni Nietzsches um gríska skáldið Theognis (1865) segir Ágúst þann síðarnefnda hafa haldið „fram ,drottinvaldi hinna fáu‘ eins og Nietzsche síðar gerði, og hafði ótrú á ,hjörð- inni', á múginum." (363) Ágúst álítur Nietzsche vera byltingar- og stríðs- sinna, ekki endurbótasinna heldur hafi hann verið „byltingamaður í lund og honum skildist því lítt hin eðlilega, hægfara framþróun, er á sér stað á öllum sviðum. Aftur á móti fannst honum, að stríðið, baráttan mundi stæla svo skjótt alla hæfileika mannkynsins, að það kæmist von bráðar á æðri brautir, og því hélt hann baráttunni fram.“ (362) Ágúst telur að Nietzsche sé „ein- dreginn talsmaður þróunarkenningarinnar í siðaskoðun sinni [...]. Eins og sýnt var í þróunarkenningunni, að baráttan fyrir lífinu hefði í náttúrunni framleitt hinar æðri tegundir jurta og dýra, eins vildi hann láta baráttuna í mannlífinu og þjóðfélaginu framleiða æðri tegund mannkynsins.“ Annars vegar álítur Ágúst Nietzsche vera „einn af þessum frumherjum hugsjónanna, er flestir óttast í fyrstu og fæstir hafa mætur á [...], einn af þess- um plægjendum andans, er rótar jarðveginum upp og ristir fram úr fornum venjum til þess að ryðja nýjum skoðunum braut“. Hins vegar virðist honum „Nietzsche hafa missýnst um margt“, t.d. „að oft verður það undir í barátt- unni fyrir óbilgirni annarra og eigingirni, sem ætti skilið að lifa og sigra“; auk þess leggi hann „alt of litla áherzlu á samúð manna og samheldni, en alt of mikla áherzlu á baráttuna og stríðið." (378-379) Ósiðafrœði Jarðfræðingurinn Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) nam náttúrufræði við Hafnarháskóla frá 1875 en fluttist alfarið til Kaupmannahafnar 1899.27 Ári eftir að hann var gerður að félaga í Konunglega danska vísindafélaginu birti hann greinaröðina „Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans" í Eimreiðinni (1910) og ber þriðji og síðasti hlutinn undirtitilinn „Skuggahlið- ar menningarinnar — Ofgastefnur“.28 Nietzsche kemur þar töluvert við sögu en í upphafi umfjöllunarinnar skýtur Þorvaldur eftirfarandi að: „Um Fr. Ni- etzsche vil ég vísa mönnum til bókar Ágústs Bjarnasonar 19. öldin, bls. 362- 379; [...] þetta er að eins viðbætir við það, sem þar stendur.“ (213) Þessi full- 27 Um Þorvald sjá Steindór J. Erlingsson, „Hugmyndaheimur Þorvalds Thoroddsens 1872-1911“, Sktmir (haust 2001), s. 354-388. 28 Matthías Viðar Sæmundsson ræddi grein Þorvalds í „Flugur og fjöll“, Lesbók Morgunblaðsins 14. nóv.- 5. des. 1998 og Steindór J. Erlingsson svaraði á sama vettvangi (6. nóv. 1999): „Eiga Þorvaldur Thor- oddsen og Kristján Kristjánsson eitthvað sameiginlegt?: Síðbúin viðbrögð við skrifum Matthíasar Viðars Sæmundssonar um póstmódernismann".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.