Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 78
76
Bernard Williams
teljast skýring hefur að verulegu leyti náðst samkomulag um þetta, hið
minnsta innan marka vísinda síðan á átjándu öld, og það á verulegan hlut í
því að sagan er réttlætandi. En þótt hið landfræðilega víðfeðma, langa og
fjölskrúðuga ferh þegar hin gamla skipan stjórnmála og siðferðis umbreytt-
ist í nútímann hafi verið knúið áfram af ófáum kreppum, þá voru þær ekki
skýringakreppur, fyrst og fremst. Þessar kreppur voru trausts- og lögmætis-
kreppur og saga þess hvernig ein hugtekning annarri fremur myndaði loks
grundvöU nýs lögmætis er ekki, við fyrstu sýn, réttlætandi.
Vissulega eru til, eða hafa verið til, sögur sem réttlæta eina eða aðra hug-
tekningu nútímans, þær vísa til útbreiðslu skynseminnar eða vaxtar
upplýsingarinnar eða fyllri birtingar frelsis og sjálfræðis sem sé stöðugt mark-
mið mannskepnunnar; og það má finna fleiri. Slíkar sögur eru óvinsælar sem
stendur, einkum breiðtjaldsútgáfur Hegels og Marx. Meðal heimspekinga
innan okkar staðarhefðar eru sögurnar ekki óvinsælar þannig að þeir neiti
þeim, heldur fremur í þeim skilningi að þeir minnast ekki á þær. Að hluta er
ástæða þess að þeir minnast ekki á þær tvímælalaust sú að þeir trúa þeim ekki,
en önnur ástæða er sú að það er ekki hluti heimspekilegs starfs, eins og það er
skilið á þessum slóðum, að fást um slíka sögu. En - og þetta legg ég áherslu
á — til að yfirvega og taka afstöðu til eigin hugtekninga, verðum við að fást við
söguna. Svarið við spurningunni hvort hugtekningar okkar eigi sér réttlæt-
andi sögu (eins þó það væri aðeins að litlu leyti) breytir í fyrsta lagi því hvað
við gerum þegar við segjum - ef við segjum - að fyrri hugtekningar hafi ver-
ið rangar. I fjarveru réttlætandi útskýringa, þó maður geti vitaskuld sagt að
þær hafi verið rangar - hver ætti að aftra manni? - verður innihald þess trú-
lega fremur þunnildislegt: það flytur aðeins þau skilaboð að fyrra viðhorf tapi
með röksemdum sem hafa einmitt að markmiði að fella slík viðhorf. Það er
góð spurning hvort það taki því að blístra svo þunnan lagstúf.
Hins vegar er þetta mál (í grófum dráttum spurningin um afstæðishyggju)
ekki meginatriðið. Hin raunverulega spurning snertir heimspekilega afstöðu
okkar gagnvart okkar eigin viðhorfum. Jafnvel burtséð frá spurningum um
réttlætingu og afleiðingar sem hún getur haft í för með sér fyrir samanburð
okkar viðhorfa við önnur, geta heimspekingar ekki alfarið hunsað sögu eigi
þeir yfirleitt að skilja siðferðileg hugtök okkar. Ein ástæða þessa er að í
mörgum tilfellum er innihald hugtaka okkar tilfallandi sögulegt fyrirbæri.
Það eru fleiri en ein ástæða fyrir þessu. Svo ég taki dæmi sem ég er að fást
við um þessar mundir, dygðir tengdar sannmæli, þá held ég að ljóst sé að þó
svo manneskjur hafi almenna þörf fyrir eiginleika á borð við nákvæmni
(hneigð til að öðlast sannar skoðanir) og einlægni (hneigð til að segja, ef
nokkuð, það sem maður trúir að sé satt), þá sé gerð þessara hneigða og hvat-
anna sem þær fela í sér menningarlega og sögulega margbreytileg. Ædum við
að skilja sýn okkar á slíka hluti, og gera það með hætti sem einhver teldi
heimspekilegan - til dæmis til að létta hulunni af grundvelli þessara gilda og
því sem þau fela í sér - þá þarf maður að reyna að skilja hvers vegna þau taka
á sig tiltekna mynd hér, frekar en aðrar, og þá er óhjákvæmilegt að leita á
náðir sögunnar. Ennfremur eru til þess lags dygðir, á borð við sannverðugleik