Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 230
228
Björn Þorsteinsson
„La raison du plus fort est toujours la meilleure“ - „rök hins sterka verða allt-
af ofan á“, „vega alltaf þyngst", „reynast alltaf best“.7
III
„Eg held því fram að réttlætið sé ekkert annað en það sem kemur hinum
sterka vel“ segir Þrasýmakkos, eins og frægt er orðið, um miðja fyrstu bók í
Ríki Platons8 og gefur þannig tóninn um það sem á eftir kemur: fjölþætta og
margflókna líkanasmíð Sókratesar og vinveittra viðmælenda hans í því
augnamiði að færa á það sönnur að réttlætið sé einmitt ekki „ekkert annað en
það sem kemur hinum sterka vel“. Heimspekileg hugsun um stjórnmál
kemst vart hjá því að takast á við vandann sem hér er á ferðinni - spurning-
una um mátt hins sterka og möguleikann á því að til sé einhvers konar æðri
hugsjón, sem þá er til dæmis nefnd réttlætið, hið góða eða skynsemin, sem
mátturinn eigi í raun að játast undir og þjóna.9 Hér er með öðrum orðum
spurt að því hvert sé samband máttar og réttar. hlýtur rétturinn ætíð að vera
skósveinn máttarins? Sé þeirri spurningu svarað neitandi verður að spyrja
áfram: af hverju ekki? Af hverju ætti mátturinn - valdið, getan, möguleikinn
til athafna - að beygja sig undir formleg skilyrði réttarins? Börnum er kennt
að ekki sé rétt að ráðast á þá sem eru „minni máttar“. Hvaðan kemur þetta
boð og hvert sækir það rétt sinn - eða mátt? Sá mikli íslenski kappi Þorgeir
Hávarsson taldi það ekki eftir sér, ef marka má Fóstbræðra sögu, að höggva
mann fyrir þá sök eina að „hann stóð svo vel til höggsins".10 Þorgeir hafði
máttinn, með öðrum orðum - en breytti hann réttt Hver er þess umkominn
að dæma hann - og í nafni hvers?
Þegar búist er til að svara spurningum af þessum toga hlýtur að koma til
skírskotun til hugmynda um það hvað sé leyfilegt og hvað ekki, hvað sé rétt
og hvað ekki. Að því gefnu að ekki sé við að etja einhvers konar róttæka sjálfs-
dæmishyggju eða sjálfumglaða einstaklingshyggju má slá því föstu að við eðh-
legar aðstæður í nútímaþjóðfélagi fehst lausnin á vandanum í raun í því að vísa
til ríkjandi laga og viðtekins siðferðis. En hverjar eru þessar „eðhlegu aðstæð-
ur í nútímaþjóðfé 1 agi“ nánar tiltekið? Svarið virðist augljóst: eðhlegar aðstæð-
ur eru þær sem eru við lýði í lýðræðisþjóðfélagi þar sem lögin (og siðferðið ef-
Máls og menrimgar 25 (4/1964), s. 348-355. Þúkýdídes leggur regluna um mátt hins sterka í munn
fulltrúa Aþenumanna: „[...] raunar ætlum vér að nærri sé um guði og menn og skari hvorugur eldinn
frá öðrum, en lúti báðir einu lögmáli og ráði sá hvarvetna sem aflmestur er. En þetta lögmál er eigi
sett af oss, né neyttum við þess fyrstir manna, heldur hefur það gengið í erfðir til vor, og því neytum
vér þess nú og leifum það síðan niðjum vorum svo að það standi til æfinlegrar tíðar, enda vitum vér
fullvel að bæði þér og aðrir færuð eins að ráði yðar ef þér fengjuð sama vald undir hendur. Og kvíð-
um vér því eigi að oss bili goðin fyrr en yður“ (s. 352).
7 Hjá La Fontaine er umrædd setning upphafið á stuttri dæmisögu (í bundnu máli) um úlfinn og
lambið. Líklega er óþarft að geta þess hvernig sögunni lýkur: úlfurinn étur lambið.
8 Platon, Ríkið, fyrra bindi, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag
1991, s. 119 (338C).
9 Til dæmis helgar Rousseau spurningunni um mátt hins sterka sérstakan kafla í Samfélagssáttmálan-
um, þ.e.a.s. 3. kafla í fyrsta hluta verksins.
Sjá Braga Halldórsson o.fl. (ritstj.), íslendinga sögur ogþœttir, Reykjavík, Svart á hvítu 1987, s. 793.
10