Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 101
Islenskur Nietzsche við aldamót
99
margt á umfjöllun Ágústs um ofurmennið: „Alt er leyfilegt fyrir mikil-
mennið, það á að ryðja sér braut skilyrðislaust og miskunnarlaust, og varpa
frá sér allri góðsemi, miskunsemi, meðaumkvun og slíku. Nietzsche játar, að
píslir og þjáningar heimsins séu miklar, en það sé nauðsynlegt, að skríllinn
taki út fyrir afarmennið, og óskar hann þess, að þjáningar mannkynsins
verði miklu meiri en þær eru nú. Breytiþróun heimsins stefnir að því, að
framleiða ofurmennið, líklega með kynbótum og úrvali.“ Ofurmennið þarf
að horfast í augu við það að þjáningin í heiminum sé nauðsyn sem þurfi að
auka ef eitthvað er. Alþýðan á að fórna sér til að framleiða megi ofurmenn-
ið. Til að ná því marki þarf kynbætur og úrval. Þótt Þorvaldur sé eins og
Nietzsche afar gagnrýninn á lýðræði og álíti það stríða „beint á móti nátt-
úrulögunum, að gera alla jafna“ (207) er hann mótfallinn þeirri úrvals-
hyggju sem hann telur einkenna ofurmennishugmynd Nietzsches: „Þá
skapast í hans sjúku sál þessi fáránlega mynd af ofurmenninu, sem er svo
gagnstætt hans eigin eðli og ástandi. Ofurmenniskenningin er öfgakendur
afturkippur gegn meirihluta-dýrkun þjóðmálaskúma." (215) Til að undir-
strika meintan fáránleika ofurmennishugmyndarinnar ímyndar Þorvaldur
sér eftirfarandi: „Heimilislíf ofurmenna gleymir Nietzsche að lýsa, en lík-
lega eiga þeir að æxlast ,eins og apakettir í trjánum', eins og Gröndal komst
að orði. Það er eitthvað bágborið við hugmyndalíf þeirra manna, sem lofa
og elska slíka siðmenningu, þó það sé ekki nema í orði.“ (214) I lok
umfjöllunar sinnar um Nietzsche skortir Þorvald heldur ekki ímyndunarafl
þegar kemur að því að ráða hans líkum viðeigandi málagjöld. „Það hefði
verið matur fyrir galdrabrennuklerka á 16. eða 17. öld að ná í Nietzsche, til
þess að brenna hann; þá voru einmitt margir slíkir ruglaðir vesalingar
brendir, þó minni væri sakir. Galdrapostularnir hefðu eflaust látið Nietz-
sches eigin siðalögmál miskunnarlaust koma niður á honum, af því þeir
voru sterkari. Yfir brennu Nietzsches hefði vel átt við fyrir klerka að syngja
þetta gamla sálmvers, sem virðist ort í anda Nietzsches: Djöfullinn dóm þá,
dárleg fyrir verk sín, maklega mun fá, mín gleði er hans pín, ískrandi heit,
hná, helsótt er ei dvín, plágar það pintsvín.“ (216)
Uppreisn norræns anda
Arið áður birtist ferðasaga eftir annan íslenskan náttúrufræðing, Helga Pjet-
urss (1872-1949), sem varið hafði doktorsritgerð um jarðfræði Islands við
Hafnarháskóla 1905. Þremur árum síðar birti Helgi grein um „Islenzka
heimspeki" til forna í Skírni og árið 1909 birti hann á sama vettvangi eina af
ferðasögum sínum.31 Líkt og Ágúst á undan honum er hann á slóðum Goet-
hes, Schillers og Nietzsches: „Weimar er heilög borg öllum menningarvin-
um. Þar lifði Goethe mestan hluta sinnar löngu ævi, þar lifði Schiller síðustu
ár sín, og löngu síðar Nietzsche." (26) Helgi greinir frá því að í „Silfurbliks-
31 „Ur ferðasögu“, Skírnir 1909, s. 26-45; endurpr. í Ferðabók Dr. Helga Pjeturss, Vilhjálmur Þ. Gíslason
(ritstj.), Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1959.