Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 146
144
Davíð Kristinsson
æðri dygðum) að hætti Nietzsches sé réttnefnt siðferði? Það er í raun skilgrein-
ingaratriði. Langflestir siðfræðingar nútímans skilgreina siðferðið, sem fræði-
grein þeirra fæst við, svo að það nái til allra jafnt, sé algilt. Sé þeirri forsendu
hafnað er viðkomandi afstaða ekki lengur álitin réttnefnd siðfræði og staðsett
til dæmis á sviði fagurhyggju.134 Sé göíugt gildismat ekki algilt þá er það ekki
siðferðilegt. Hyggist einhver reyna að breyta þessari ráðandi skilgreiningu sið-
fræðinnar verður hann að gera það innanfrá, því siðfræðin lætur ekki utanað-
komandi aðila segja sér hvernig stunda eigi siðfræði. Róbert reynir að draga úr
sérstöðu Nietzsches og koma honum aftur inn fyrir landamæri siðfræðinnar
eftir að þungvægir fulltrúar hennar á borð við Foot vísaði Nietzsche úr landi
og Vilhjálmur kleif hann í herðar niður þannig að hlutarnir féllu niður sitt
hvoru megin við landamærin. Róbert reynir innanfrá að sannfæra siðfræðinga
um að þeir hafi mislesið Nietzsche, þ.e. hann sé í raun siðfræðingur, æðra sið-
ferði hans sé réttnefnt siðferði og dyg(g)ðirnar réttnefndar dyg(g)ðir.135 Mik-
ilvægur liður í þeirri röksemdafærslu er tilraun Róberts til að sýna fram á að
heimspeki Nietzsches einkennist ekki af úrvalshyggju.
Spyrja má hvort lýsing Nietzsches á eigin afstöðu samræmist betur mati
Róberts eða siðfræðinganna sem hann reynir að sannfæra. Að mínu mati eru
hinir síðarnefndu nær sjálfsskilningi Nietzsches. Afstaða hans er alveg jafn
framandi siðfræðinni og flestum siðfræðingum sýnist hún vera. Nietzsche
sækist hvorki eftir því að vera siðfræðingur í skilningi þessara siðfræðinga né
að boða það sem þeir nefna réttnefnt siðferði og réttnefndar dygðir. Nietz-
sche notar hugtakið „siðferði“ (Moraí) oftast í neikvæðum skilningi nema
þegar það er tengt lýsingarorðum á borð við göfugur, herra-, æðra, heilbrigt,
aristókratískt eða eignarfornöfnunum mitt eða okkar (bræður mínir). Foot
hefur á réttu að standa þegar hún segir Nietzsche ekki predika neitt sem ætl-
að sé öllum enda telji hann ekki afla færa um allt; Nietzsche boði engar al-
mennar dyggðir heldur eigi dygðir hans aðeins við um hina fágætu, undan-
tekningarnar, og „hjörðinni" vilji hann ekki breyta.136 Hún ályktar því að
hann sé siðleysingi fremur en einhvers konar móralisti. Annað sem hún tel-
ur styðja þetta er að Nietzsche kasti almennu réttlæti á glæ í þágu framleiðslu
æðri manngerðar. Slíkt sé í ætt við fagurhyggju frekar en siðferðileg gildi, því
siðferðið sé samkvæmt viðurkenndri skilgreiningu óaðskiljanlegt réttlæti og
almennum gæðum.137
Þótt Nietzsche hafi óneitanlega barist gegn þeim lýðræðislegu hugmynd-
134 Margir Nietzsche-fræðingar fylgja þessari skilgreiningu siðfræðinnar. Þannig álítur Alexander Neh-
amas {Nietzsche. Life as Literature. Cambridge: Harvard University Press, 1985, s. 214-215) að sé göf-
ugt gildismat ekki algilt sé það ekki siðferðilegt, siðfræðin neiti að viðurkenna stigveldi þar sem hún
miði siðferði við hegðunarreglur er öllum beri að fylgja).
135 Frá alþjóðlegum sjónarhóli Nietzsche-fræða er Róbert vitaskuld ekki einn um að sjá réttnefnda sið-
fræði, réttnefnt siðferði eða réttnefndar dygðir í skrifum Nietzsches. Annað dæmi er Robert C. Sol-
omon.
136 Um Nietzsche skrifar Foot, „The Revaluation of Values", s. 92: „[H]e himself was interested, one
might say, in the conditions in which men - at least strong men - would flourish.M Sé innskotsfiill-
yrðingunni sleppt verður setningin ósönn, líkt og setning sem kemur fyrir skömmu áður: „he can be
seen as arguing about the way in which men must live in order to live well.u Allt slíkt tal um menn
almennt, án nokkurs fyrirvara, er ekki í anda Nietzsches.
137 Sama rit, s. 92.