Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 35
Skírskotunarlistin
33
fellum þurfti prívatdósent á uppleið, á borð við Gadamer, að sýna allrahanda
varkárni.
Ég var hyggnari. Hinir þurftu að gera málamiðlanir til að komast
áfram. Ekki ég. Hyggindin fólust í því að maður tók þá sem voru
nasistar, en þó sannir og skynsamir fræðimenn, enn sem fyrr alvar-
lega sem starfsbræður - en sneið þó vitanlega hjá pólitískum sam-
ræðum. (Gadamer 1990, 552)
Hér víkur frásögn Gadamers nokkuð frá okkar. Gadamer skrifaði í nóvem-
ber 1933 undir „fylgisyfirlýsingu prófessora við háskóla í Þýskalandi við
Adolf Hitler og hið þjóðernissósíalíska ríki“.8 Þó svo Gadamer haldi því
fram að „ekki hafi komið til greina að ganga í flokksfélag“ (Gadamer 1977a,
57) var hann meðlimur Hins þjóðernissósíalíska kennarafélags (Der Nation-
alsozialistiche Lehrerbund).9 Loks tókst honum að snúa kringumstæðunum
slyngilega sér í hag og árið 1939 hlotnaðist honum staða í Leipzig, „í kjölfar
fyrirmæla að ofan“ eins og hann segir réttilega (Gadamer 1977a, 57) og með
stuðningi SS-sveitanna. Hann hélt erindi í þjónustu utanlandsáróðurs nas-
ista í löndum sem tilheyrðu fasíska bandalaginu eða voru hernumin. Erind-
ið „Þjóð og saga í hugsun Herders“ (Volk und Geschichte im Denken Herders)
sem Gadamer flutti jafnt í hernuminni Parísarborg árið 1941 sem og frammi
fyrir stríðsföngnum herforingjum er ágætt dæmi um íhlutun hans. Hér set-
ur Gadamer fram völkischw túlkun á Herder, sem hann sagði síðar að hefði
verið „hrein fræðileg stúdía" (Gadamer 1977a, 118). Textinn er endurútgef-
inn árið 1967 án völkisch hlutanna og með einhverjum frekari breytingum.11
Með því að lýsa heimspekiframleiðslu sinni við akademískar aðstæður
Þriðja ríkisins sem tækifærisstefnu gerir Gadamer sér kleift að endurhæfa
hana síðar sem hreina „fræðimennsku". Olíkt öðrum kunnum lærisveini
Heideggers, Karl Löwith (1986), notast Gadamer við rökfærslumynstur sem
hefur algeran aðskilnað hins fræðilega og hins pólitíska að forsendu. I huga
Gadamers voru til tækifærissinnar og nasistar, sem jafnframt voru þó fylli-
lega skynsamir fræðimenn. Þannig ver Gadamer and-semítistann og kyn-
8 Um pólitíska þýðingu þessa skjals, sjá George Leaman. Heidegger im Kontext. Gesamtiiberblick zum
NS-Engagement der Universitátsphilosophen. Hamborg, 1993, s. 100 ogThomas Laugstien, Philosop-
hieverháltnisse im deutschen Faschismus, Hamborg, 1990, s. 29-30.
9 Skjöl Skjalasafns Berlínar sýna að Gadamer var félagsmaður (númer 254.387). Hið þjóðernissósíal-
íska kennarasamband var ekki flokkssamtök, heldur starfssamtök sem tengdust flokknum. Gadamer
gerðist meðlimur hinnar Þjóðernissósíalísku velferðar þjóðarinnar (NSV) árið 1934 og árið 1938
meðlimur Þýska ríkissambandsins fyrir líkamsæfingar (DRL) (Leaman 1993, 40).
10 Hugmyndafræðilegur forveri þjóðernissósíalismans sem einkenndist m.a. af gyðingahatri, kynþátta-
hyggju og andkapítalískri sveitarómantík.
11 Arið 1967 birtir Gadamer texta sem ber titilinn „Herder und die geschichtliche Welt“ (Herder og
hinn sögulegi heimur). Textinn var eftirmáli að útgáfu á verki J. G. Herders Auch eine Philosophie der
Geschichte zur Bildung der Menschheit (Surkamp/Frankfurt). Itarlega umfjöllun um þennan texta og
fyrirlesturinn sem liggur honum til grundvallar, „Volk und Geschichte im Denken Herders“ (1942,
Frankfurt), er einnig að finna í bók minni. Þar endurreisi ég hinn opinbera ramma þessarar uppákomu
og greini sérkenni hinnar þjóðernissósíah'sku hernámsstefnu í Frakklandi svo og það hlutverk sem hin
þýska menningarpólitík og Þýska stofnunin í París gegndu.