Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 137
Islenskur Nietzsche við aldamót
135
meðaumkun og mannúð. Þessi biýni greinarmunur hverfiir þegar Róbert
bendir á að gagnrýni Nietzsches á samúðina geti verið borin uppi af mann-
úð án þess að tiltaka hvers konar samúð er gagnrýnd frá sjónarhóli hvers
kyns mannúðar.108
I skrifúm Nietzsches er ekki til nein mannúð sem slík heldur einungis al-
menn (þrælsleg) mannúð og okkar (göfúg, heilbrigð) mannúð, þ.e. gervi-
mannúð sem einokar heitið nú til dags (mildi, friðsemd og góðvild)109 og
eiginleg mannúð (séð frá göfúgum sjónarhóli). Nietzsche veitir okkur innsýn
í það hvað hann og hans líkir eiga við með göfúgri mannúð: „Frumregla
mannkærleiks okkar. Hinir veiku og vesallegu eiga að farast: Og það ætti að
aðstoða þá við það.“110 I ljósi þessa er ólíklegt að Russell hefði snúist hugur
í kjölfar þeirrar ábendingar Róberts „að gagmýni Nietzsches á samúðina
kunni að vera borin uppi af mannúð.“ Allajafna álítur Nietzsche hina göfúgu
ekki hafa þær skyldur gagnvart undirmennum sem Róbert ýjar að með því
að minna á noblesse oblige. Sé hjarðmenninu rétt hjálparhönd er það ekki af
siðferðilegri skyldu („Þú skalt“) heldur sökum þess eins að svo vill til að vald
hins göfúga flæðir yfir bakka sína á þessari stundu: „Göfúgmennið réttir líka
hinum óhamingjusama hjálparhönd, en aldrei eða næstum aldrei af með-
aumkun, heldur meira af hvöt sem sprettur af ofgnótt valdsins." (Handan
góðs og ills 260) Hinir göfugu hafa „aðeins skyldum að gegna við sína líka“,
h'kt og Russell minnir á.111 Forréttindi þeirra skylda þá ekki til neins gagn-
vart öðrum, nema ef vera skyldi að notfæra sér eigin forréttindi: „Merki um
göfgi: að láta ekki hvarfla að sér að gera lítið úr eigin skyldum með því að
gera þær að skyldum allra; að vilja hvorki afsala sér eigin ábyrgð né deila
henni með öðrum; að telja eigin forréttindi og það að notfæra sér þau skyldu
sína.“112 Róbert siðvæðir afstöðu Nietzsches er hann ýjar að því að Nietzsche
haldi á lofti siðferðilegri skyldu, og mynd hans af siðlausri afstöðu
Nietzsches er því villandi. Göfúgmennið hefúr engar skyldur gagnvart kún-
um. Og jafnvel þótt arðræninginn bæri skyldur til undirmanna má efast um
að Russell hefði álitið slíkt mjólkurbú eftirsóknarvert samfélag.
108 Iiótt Nietzsche sé oftast gagnrýninn á samúðina (Mitgefiihl), þ.e. samúð með hinum þjáðu, talar hann
líka um hana sem dygð (Handan góðs og ills 284), en þá ekki í skilningi sósíalískra samúðartrúar-
bragða: „Meðaumkun með ykkur, það er allt annað en meðaumkun í ykkar augum. Það er ekki með-
aumkun með félagslegri ,neyð‘, með ,samfélaginu‘ og sjúkum og gæíulausum þegnum þess [...]. Okk-
ar meðaumkun er háleitari og framsýnni. [...] Þið viljið ef mögulegt er - og þar er ekki til vitfirrtara
,ef möguleg er‘ - útrýmapjáningunni. En við? Það lítur út fyrir að við viljum frekar hafa hana meiri
og verri en nokkru sinni fyrr. [...] Sem sagt, meðaumkun gegn meðaumkun.“ (Handan góðs og ills 225)
109 Nietzsche contra Wagner 5.
110 Der Antichrist 2: „Die Schwachen und Mifkatenen sollen zugrunde gehn: erster Satz unsrer Men-
schenliebe. Und man soll ihnen noch dazu helfen.“
111 Bertrand Russell, History of Western Philosophy, s. 733.
112 Handan góðs og ills 272. í Der Antichrist (57) segir Nietzsche að fari hinn fágæti mýkri höndum um
meðalmennið en sína líka þá sé það ekki háttprýði hjartans heldur einfaldlega skylda hans. Skyldan er
hins vegar ekki gagnvart meðalmenninu og ekki siðferðileg heldur siðlaus skylda.