Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 183
Af nýju lífvaldi
181
mús sem krabbameinsgeni hefúr verið komið fyrir í til að tryggja að hún veik-
ist af krabbameini og sé þannig nothæf við krabbameinsrannsóknir.
Atburðurinn þegar krabbameinsmúsin varð að lögverndaðri eign fyrir til-
stilli einkaleyfis, styður kenningar um umskiptin frá nútímasamfélagi yfir í
eftirnútímasamfélag. Atvikið opnar áður lokuð rými, rífur niður skilrúm. Eða
með orðum Donnu Haraway:
Krabbameinsmúsin [óx] úr skauti nútímans og þroskaðist í
upplýsingunni, en tilvist [hennar] ruglar vef \Matrix\ upphafsins.
Náttúra og samfélag, dýr og maður: bæði hugtakapörin falla saman.
Aðgreiningin mikla á milli manns og náttúru ásamt þýðingu henn-
ar fyrir kynin, sem lá sögu nútímans til grundvallar, hefur verið brot-
• 20
in upp.
Spumingunni hvaða veruleika krabbameinsmúsin tilheyrir verður ekki svar-
að innan hugtakaramma nútímans. Upphaflega músin og krabbameinsgen-
ið tilheyra samkvæmt skilningi nútímans hvort um sig náttúrunni. Hin nýja
samsetning, ferlið, tilheyrir hins vegar menningunni. Hún er framleiðsla
mannsins. Dýrategundin krabbameinsmús tilheyrir bæði náttúru og menn-
ingu en þó hvorki náttúm né menningu. Þannig sprengir hún hugtaka-
ramma nútímans.
Tilkoma hennar á sér stað á nýju sviði og er til marks um breytta fram-
leiðsluhætti kapítalismans. Utþensla hans á hinu nýja sviði krefst tilfærslu
hugtaka og gilda. Tilurð krabbameinsmúsarinnar er atburður í nýju land-
námi, gullæði sem á sér ekki stað úti í náttúmnni heldur „inni í“ náttúmnni.
Forsendur andstæðunnar náttúra (úti) / menning (inni) bresta.
En hvers konar orðræða getur tryggt og réttlætt framleiðsluhætti nýs kap-
ítalisma sem hefiir sprengt utan af sér gamla réttlætingarkerfið, orðræðukerf-
ið? Hvaða orðræða eftirnútímans megnar að réttlæta og tryggja framleiðslu
í kapítalísku samfélagi eftir að náttúran hættir að vera andstæða menningar-
innar og þar með grundvöllur mannlegrar framleiðslu?
Hin hefðbundna staða vísindamannsins utan við náttúruna og hludeysis-
ásýnd hans krafðist þess að sjálfsvera hans og valdastaða hyrfi í hinu vísinda-
lega ferli. Haraway lítur á menningu hins hlutlausa vitnis sem þætti í menn-
ingu sem neitar því að hún sé menning: „menningu ekki-menningar“.21
Stað krabbameinsmúsarinnar í eftirnútímanum og orðræðu hans má að
sama skapi nefna „náttúru ekki-náttúrunnar“.22 Vísindin sem framleiða
krabbameinsmúsina eru meðframleiðendur að orðræðunni sem réttlættir
hana. I þeirri orðræðu er allt fellt undir hið náttúrulega: krabbameinsmús-
in, menningin að baki henni, ekki-náttúran. Lögmálin sem grófgerðari
túlkanir Darwins eigna náttúrunni eru og lögð menningunni til grundvall-
20 Donna Haraway, „Anspruchsloser Zeuge@Zweites Jahrtausend. FrauMann© trifít OncoMouse™'*,
s. 385.
21 Sama rit, s. 352. Hugtakið fær hún reyndar að láni frá Sharon Traweek.
22 Sama rit, s. 352.