Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 27
Vandkvæði siðfrœðinnar
25
líking af biblíumáli, biblíutildur, og að þar segir, með vísun í töflur Móse, frá
hinum nýju gildum sem hann hyggst boða og nýju töflum sem hann hyggst
rita. En einmitt í þessari tilraun til að setja fram nýjar forskriftir og boðorð
út frá stökum einstaklingi, út frá huglægri löngun, felst vanmáttur þessara
boða, það er að segja: hvað þau eru geðþótta- og tilviljunarkennd. Fyrir-
myndirnar, ef mér leyfist að nota það orðalag, sem svífa honum fyrir hug-
skotssjónum, svo sem göfgi, ósvikið frelsi, höfðingslund gjafmildinnar eða að
halda fjarlægð, öll þessi stórkostlegu viðmið verða ekki raungerð í ófrjálsu
samfélagi, nema þá á sunnudagseftirmiðdögum, það er að segja í einkalífinu.
Þeir sem eru á botni þjóðfélagsins, þeir ættu nú að taka sig til og sýna göfgi!
Raunar hefði Nietzsche ekki látið það á sig fá. En þeir sem stjórna og ráða
yfir vinnu annarra eru einnig of flæktir í ógæfuna til að geta leyft sér þessa
göfgi. Ef umsvifamikill atvinnurekandi væri í alvöru eins göfugur og
Nietzsche ætlast til af honum, og það ekki bara í fagurfræðilegum tilburð-
um, þá gæti ekkert bjargað honum frá gjaldþroti. Reksturinn beinlínis neyð-
ir hann til lágkúru. Með sínum næmu eyrum hefði Nietzsche raunar átt að
heyra að í sjálfu hugtakinu „göfgi“ felst löstur smámennisins að því leyti að
göfugmenni er einmitt sá sem tekur eitthvað á undan hinum og fyrir sjálfan
sig.7 Raunar eiga öll þessi viðmið rætur í lénsveldinu og það er ekki hægt að
raungera þau umsvifalaust í borgaralegu samfélagi. Þau eru eintómar endur-
lífganir, endurnýjungar, rómantísk hugsjón sem er algerlega áhrifalaus í ríki
hagnaðarins. Þau koma þessu ríki hagnaðarins hins vegar líka að gagni, því
manngerðin sem Nietzsche hampar sem drottnara á sér ekki að ástæðulausu
frummynd í þeim andstyggilega stríðsherra Cesare Borgia, og væri nú til
dags einfaldlega „go-getter“ eða iðnaðarriddari. Með öðrum orðum: And-
stætt ætlun Nietzsches reyndust þessi nýju gildi sem tefla átti gegn hinu yf-
irgangssama þýska keisaraveldi í raun vera hugmyndafræði útþenslu- og
heimsvaldastefnu. Þannig eru til dæmis slagorðin gegn samúð ekki annað en
höfnun á samúðarsiðfræði Schopenhauers, og Þriðja ríkið, og reyndar alræð-
isríkin yfirleitt, hafa nýtt sér þau með hætti sem Nietzsche hefði hryllt meira
við en nokkurn annan. Á hinn bóginn verð ég líka að nefna að gagnrýni
Nietzsches á samúðarsiðferði er að hluta til réttmæt. I hugtaki samúðar felst
að hinu neikvæða ástandi er viðhaldið þegjandi og hljóðalaust af því að lögð
er blessun yfir vanmátt hins aumkunarverða. Það er ekki hreyft við því að
ástandi sem kaflar á meðaumkun þurfi að breyta. Þvert á móti: Þegar þetta
ástand er innlimað í siðferðið og gert að grundvelli þess, eins og hjá Schop-
enhauer, er það jafnframt hlutgert og samþykkt sem ævarandi. Þess vegna
má með sanni segja að í samúð felist rangindi gagnvart þeirri manneskju sem
hún er sýnd, af því að af samúðinni sést líka alltaf hvað samúðarverk eru
máttlaus og skinhelg. Eg held að ef þið hugleiðið eigin reynslu, og hvernig
ykkur líður þegar þið gefið betlara smáskilding finnið þið hjá ykkur einmitt
það sem ég meina, og sjáið það sem ég vil halda eftir af gagnrýni Nietzsches.
Þetta sýnir aftur að það er ekki til nein rétt hegðun í hinu ranga og nú á dög-
7 [Adorno leikur sér hér að tengslum forsagnarinnar „vor“ (á undan) og sagnarinnar „nehmen" (taka)
við hið undangengna „vornehm" (göfiigur).]