Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 197
Afnýju lífualdi
x95
Ronalds Reagan. „Val er kjarninn í siðfræði“ lýsti Margrét Thatcher
yfir á sama tíma og hún fóstraði og nærði gangvirki stjórnunar og
efnahags sem leiddu til opnunar innri markaða innan Heilbrigðis-
þjónustu ríkisins [National Health Service]. I Bredandi, eins og í
Ameríku, áttuðu stjórnmálamenn sig á efnahagslegri hagkvæmni
þess að skipta út velferðarhugmyndum um „rétt til heilsu“ fyrir hug-
myndir „heilsuhyggju" (sjálfs-viðhald heilsusamlegra lifnaðarhátta)
og að ýta undir „val“ á meðal millistéttar heilsuneytenda með tekjur
til ráðstöfimar. Siðfræðingar heilbrigðisþjónustu [lífsiðfræðingar]
fögnuðu gegnumgangandi þessari nýju mælskulist, meðan þeir
þynntu hana á stundum út með tilvísun í félagslegt val - og rök-
hyggjuleg umræða þeirra um tiltekin mál leit út fyrir það að leið-
beina almenningi í að taka og framkvæma slíkar ákvarðanir.71
Krafan um „val“ sem upprunalega beindist gegn ákveðnum valdastrúktúrum
feðraveldisins verður, eftir að orðræður lífsiðfræði og nýfrjálshyggju hafa
eignað sér hugtakið, að „vali“ sem neyslu á markaði, að heilsuhyggju sem teflt
er fram gegn velferðarkerfinu í þróunarferli hnattvæðingarinnar. Heilsu-
hyggjan sem „sjálfs-viðhald heilsusamlegra lifnaðarhátta“ endurspeglar hið
nýja lífvald sem frá var greint í hlutanum um áhættustjórnun nýfrjálshyggj-
unnar.
Nú má bera í bætifláka fyrir marga siðfræðinga, meðal annars Vilhjálm
Arnason, sem gagniýna nýfrjálshyggju og neysluhyggju hennar. En svo lengi
sem þeir takmarka hugtök á borð við „frelsi“, „sjálfræði" og „upplýst sam-
þykki“ við siðferðilegan skilning (úr tengslum við félagspólitískan veruleika
valds og hagsmuna) er hætt við að orðræða þeirra styrki að endingu orðræð-
ur nýfrjálshyggjunnar og líftæknivísinda sem eiga það sameiginlegt með orð-
ræðu lífsiðfræðinnar að breiða yfir hinn félagspólitíska veruleika.
Hér skal því ekki haldið fram að siðferðileg réttindi, á borð við upplýst
samþykki og valfrelsi, séu einskis verð, þau eru þrátt fyrir allt einu réttindin
sem almenningur nýtur í markaðsvæddu neyslusamfélagi. Gallinn á gjöf
Njarðar er hins vegar sá að þegar pólitísk réttindi sem unnin hafa verið með
harðri og jafnvel blóðugri baráttu eru siðvædd hverfur hið félagspólitíska
samhengi orðræðunnar og hún hefur að styrkja valda- og orðræðustrúktúra
sem hún beindist upphaflega gegn. Þar gegnir siðfræðin mögulega megin-
hlutverki í að beina gagniýnum straumum samfélagsins í bitlausa farvegi.72
72
Ég þakka Skúla Sigurðssyni, Hauki Má Helgasyni og Davíð Kristinssyni, ritstjóra Hugar, gagnrýni
og ábendingar.