Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 98
96
Davíð Kristinsson
yrðing verður þó að teljast lítillæti þar sem Þorvaldur, líkt og Friðrik, stað-
setur Nietzsche með athyglisverðum hætti í víðara sögulegu samhengi.
Ólíkt Friðriki setur jarðfræðingurinn lífsskoðanir manna á 19. öld í náið
samband við kenningar náttúruvísindanna, en sjónarhornið er þó ekki ósvip-
að. Samkvæmt Þorvaldi „var uppgangur efniskenninganna þýðingarmestur
fyrir almenning [...]; fjöldi rithöfunda, sem aðhyltist þær kenningar, útskúf-
aði allri guðstrú, en trúði á mátt sinn og megin, og predikuðu holdsins
evangelíum með mikilli andagift.“ (199-200) Samkvæmt skilgreiningu nátt-
úrufræðingsins á efnishyggju „er efnið alt, undirstaða alls, og líf og meðvit-
und, sál og hugsun er ekkert annað en hreyfing frumagnanna.“ Hvorki er
„hægt að eyða efni né afli“. Þótt Þorvaldur leggi meiri áherslu á náttúruvís-
indalega þætti en Friðrik, sem skoðar efnishyggjuna einvörðungu út frá
kristindómnum, kemur hann eigi að síður inn á svipuð atriði og Friðrik í
frásögn sinni af ungum manni á villigötum. Þorvaldur segir ,,[á]lyktanir efn-
iskenninganna á 19. öld [...] ekki sérlega skemtilegar eða aðlaðandi, uppörv-
andi né huggandi fyrir mannkynið. Aðalsetningarnar eru þessar: Enginn guð
er til nema efnisheildin sjálf; alheimurinn hefur verið til frá eilífu, og alt það
sem í honum gerist, er tilgangslaus og meiningarlaus tilviljun. Sálin, sem er
ekkert annað en efnabreyting og frumagnahreyfing í heilanum, deyr með
líkamanum; hlægilegt að hugsa sér annað líf eftir þetta [...]; jörðin ferst og
hfið sloknar út [...]. Sálin verður að engu, því hún er í rauninni aldrei neitt,
nema samspil efniseinda, og hverfur því, þegar holdið breytist. Frumefni lík-
amans liðast í sundur og geta þó að minsta kosti orðið að áburði á töðuvelli
framtíðarinnar. [...] Því má þá ekki þessa stuttu stund lofa holdinu að fara
eftir girndum sínum og tilhneigingum?“ (200-201) Þær vangaveltur Friðriks
að hugmyndir guðlausra efnishyggjumanna geti verið hættulegar öðrum þótt
hugsuðirnir séu „sjálfir í mörgum tilfellum betri en lífsskoðun þcirra" (36)
má einnig finna í útlistun Þorvalds: „Þeir sem prédikað hafa efniskenningar
fyrir fólkinu sem heilagan sannleika og óyggjandi vísindi, hafa sjaldan eða
aldrei hugsað um, hver áhrif slík heimsskoðun hlyti að hafa á hegðan al-
mennings og siðferði. Ofstækismenn hugsa aldrei um afleiðingar gjörða
sinna. [...] Þegar nú sú lífsskoðun gagntekur menn, að engin æðri stjórn sé
til og alt sé búið með þessu lífi, en tilveran öll sé í heild sinni meiningarlaus
og tilgangslaus, þá er það ekki undarlegt, þó margir hugsi mest um að njóta
lífsins, sem þeir kalla, og leiða hjá sér sjálfsaga og örðuga siðalærdóma, þeg-
ar þeir ekki ganga beint í berhögg við hegningarlögin eða almennar venjur í
borgaralegu félagi. Þó höfundar efniskenninga sjálfir hafi verið heiðarlegir
menn, þá hafa þeir þó af ofstæki, grunnhygni og hugsunarleysi sáð skaðlegu
fræi í margar veikar sálir.“ (202)
„Yfirleitt var kenninga moldrykið svo mikið á 19. öld, að það var varla að
búast við öðru, en að sumir rugluðust nokkuð í höfðinu." (204) Það voru þó
ekki aðeins þær hugsanir sem hugmyndasagan gerir skil sem höfðu „brjálun-
arsóttir“ í för með sér á öld hinna miklu umbrota, heldur eigi síður þær sam-
félagsbreytingar sem félagssagan hefur að viðfangi: „Hin 19. öld var mikill
byltinga- og breytingatími. [...] Hinar stórkostlegu framfarir í verksmiðj-