Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 114
112
Davíð Kristinsson
lag, heldur bókstaflega yfir á öll samskipti manna, einstaklinga og þjóða. í
skáldskap sínum ,Zaraþustra‘ gerir hann ráð fyrir, að slíkir tímar séu fram-
undan og flýta eigi fyrir því, að slíkir tímar renni upp: að tilgangur jarðarinn-
ar sé sá, að losa hana við það veika og tortíma því, svo að ofurmennið megi
koma.“ (24)ss Einar vekur athygli á að Kaufmann gagnrýni slíkar tengingar
við Darwin: „Kaufmann andmælir því, að Nietzsche hafi trúað svo blint á
Darwin. Og á sömu blaðsíðu fuflyrðir hann, að gagnstætt áhrifum sínum frá
Darwin, hafi Nietzsche tileinkað sér kenningar Lamarcks um erfðir áunn-
inna einkenna, og að par með se' sú fullyrðing, að nazistar hafi fengið kynþátta-
kenningar sínarfrá Nietzsche, úrsögunni.“ (25) En „Nietzsche verður ekki var-
inn með því að vitna í Lamarck“ og „skoðanir Nietzsches og Lamarcks eru
andstæður" (33), að mati Einars. Líkt og Agúst veitir Einar því ekki eftirtekt
að Nietzsche lítur á baráttuna upp á h'f og dauða sem algjöra undantekningu,
og teflir fram gegn Darwin kenningunni um viljann til valds. Hann álítur að
þróun tegundarinnar maður sé ólíkt „framfaratrú“ Darwins hinum sterku í
óhag þar sem hinir veiku hafi meiri andagift.56 Það breytir hins vegar engu
um það að Einar hefur góða ástæðu til að vera tortrygginn þegar Kaufmann
dregur (réttilega) úr tengslunum við Darwin (harðar erfðir) með því að
tengja hann við Lamarck (mjúkar erfðir) sem nasistar hafi talið vera bolsév-
íska lygi.
Sömuleiðis þykir Einari gagnrýnivert að reynt sé að færa allt það sem teng-
ir Nietzsche með einhverjum hætti við nasismann yfir á systurina, ekki vegna
þess að hún sé ekki gagnrýniverð, heldur sökum þess að þetta sé gert í því
skyni að sýna Nietzsche sem andstæðu hinnar siðlausu og þjóðernissósíalísku
systur hans: „Verjendur Nietzsches nú á dögum reyna að skella öflum mögu-
legum ósóma á systur hans og sverta nafn hennar til að upphefja hann.“ (30)
Þannig „er það básúnað um allan heim, að systir hans hafi falsað titilinn“ á
Viljanum til valds þótt Nietzsche hafi sjálfur látið slík áform í ljós. Einar
vitnar máli sínu til stuðnings í Zur Genealogie der MoraP7 og segir þessum
kafla „haldið í hæfilegri þögn af hinum heiðarlegu fræðimönnum" (47).
Annað sem Einar álítur Kaufmann gera í því skyni að fegra Nietzsche er
samanburður á „göfgun“ (Sublimierung) Freuds og því að „yfirvinna"
(Uberwindung) hjá Nietzsche: „Það er hrein fölsun á kenningum Freuds,
þegar dr. Kaufmann vill líkja göfgunarkenningu Freuds við yfirbugunar-
kenningu Nietzsches. (Sublimation og Selfovercoming). Nietzsche vill láta
yfirbuga ,manninn‘ í manninum. Nietzsche er þá að hugsa um ofurmenn-
ið, hið tígulega, ljóshærða rándýr (Blonde Bestie).“ (37) Þótt Einari takist
hér líkt og víða ekki að fylgja gagnrýni sinni fyllilega eftir breytir það engu
55 Einar er líkt og Jakob þeirrar skoðunar að kenningin um oíurmennið hafi norrænt yfirbragð: „Nietz-
sche lítur á mannkynið sem verkfæri til að skapa ofurmennið, hinn fullkomna mann, og trúir á jörð-
ina. Mjög norræn hugmynd.“ (40)
Sjá Diefröhliche Wissenschaft 349, „Anti-Darwin“ (Götzen-Dámmerung) og víða í eftirlátnum skrifum
Nietzsches.
Zur Genealogie der Moral 111:27: „ich verweise dafur auf ein Werk, das ich vorbereite: Der Wille zur
Macht. Versuch einer Umwertung aller Werté1.