Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 199
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 197-215
Garðar Árnason
Vísindi, gagnrýni, sannleikur
Hugleiðingar um Michel Foucault og vísindaheimspeki
Inngangur
Eitt sinn var ég spurður að því á heimspekiráðstefnu í Austurríki hvort Mich-
el Foucault hefði sett fram einhverja vísindaheimspeki. Eg hafði nefnt vísinda-
heimspeki og Foucault í sömu andrá þegar ég var að lýsa áhugasviðum mínum
innan heimspekinnar. Viðmælandi minn, ungur heimspekingur, spurði í þeim
tón að Ijóst var að hann vildi ekki láta fræða sig um vísindaheimspeki Fou-
caults, heldur var hann að draga í efa að Foucault hefði nokkuð með vísinda-
heimspeki að gera. I spurningunni birtist jafnframt tortryggni og talsverð
andúð rökgreiningarheimspekings í garð meginlandsheimspeki. Þetta viðhorf
kom mér vitaskuld ekki á óvart, því ráðstefnan var vandlega innan marka
rökgreiningarheimspeki og nánast einvörðungu sótt af rökgreiningarheim-
spekingum. Sú heimspeki sem ég hef lagt stund á hefur einkum verið innan
rökgreiningarhefðarinnar, en þó með nokkrum ferðalögum um lönd megin-
landsheimspekinnar. Á vegi mínum hafa orðið „strangrúaðir" heimspekingar,
sem vinna innan annarrar hefðarinnar og fyrirlíta hina og hæðast að henni. En
hinir eru líka til, sem hika ekki við að sækja hugmyndir í hvora hefðina sem er.
Ég lét nægja að benda unga heimspekingnum á, að flest ef ekki öll helstu rit
Foucaults fjalla um vísindalega þekkingu á einhvern hátt.
Munurinn á heimspekihefðunum tveim er margbrotinn. Þær greinir ekki
á um einstakar staðhæfingar eða ákveðnar kenningar, heldur hafa þær ólíkar
áherslur, ólíkan stíl, ólíkar fyrirmyndir og ólík viðmið um hvað er mikilvægt
eða yfirleitt áhugavert og hvað ekki. Rökgreiningarheimspeki og megin-
landsheimspeki eru heflir, en ekki andstæð kenningakerfi. Þannig getur rök-
greiningarheimspekingur efast um hvort Foucault hafi sett fram einhverja
vísindaheimspeki sem stendur undir nafni. Foucault sækir ekki hugmyndir
sínar eða viðfangsefni til Hempels, Reichenbachs, Carnaps, Quines,
Putnams og Poppers, heldur Cavaillés, Bachelards og Canguilhems.1 Hann
1 Breski heimspekingurinn Peter Dews gagnrýnir að Foucault sé sagður sporgöngumaður sögulegu
þekkingarfræðinganna Bachelards og Canguilhems. Dews bendir á að Foucault gangi mun lengra en